Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Page 64

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Page 64
60 SVEITARST.TÓRNARMÁL eða hreppsins í heild. Verði ágreiningur um fyrirætlanir nýbýlastjórnar annars veg- ar og tillögur og óskir sveitarstjórnar liins vegar, sker stjórn Búnaðarfélags íslands úr, en ákvörðun þeirri má skjóta til fullnáðarúrskurðar landbúnaðarráðherra. 9. gr. Við ákvörðun ábúenda á hinum nýju landnámsjörðum skal nýbýlastjórn cg lilutaðeigandi lireppsnefnd vera í samráðum. Verði um það ágreiningur, sker ráðu- neytið úr. 10. gr. Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð ákvæði, er nauðsynleg þykja um framkvæmd laga þessara. 11. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Lög um jarðakaup ríkisins vegna kauptúna og sjávarþorpa. 1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að kaupa jarðir, lönd og lóðir í kauptúnum og sjávar- ])orpum, eða í grennd við þau, eftir því sem fyrir er mælt í lögum þessum. 2. gr. Skilyrði fyrir því, að ríkið kaupi jarðir, lönd og lóðir samkv. lögum þessum, eru: a. Að landið sé ekki í eign hlutaðeigandi hrepps, þorps eða kauptúns. h. Að samþykkt hafi verið á lögmætum hreppsnefndarfundi formleg beiðni um, að kaupin séu gerð, og fylgi henni rökstuðningur fyrir þvi, að hlutaðeigandi hreppur sé ekki fjárhagslega fær um að standa undir kaupunum. c. Að beiðnin hafi verið samþykkt með meiri hluta atkvæða lögmæts fundar kosn- ingabærra kaupstaðar- eða þorpsbúa, sem hlut eiga að máli, og að tekið hafi verið fram í fundarboðinu, að atkvæðagreiðsla fari fram í málinu. d. Að fyrir liggi rökstutt álit Búnaðarfélags íslands um, að þorpið eða kauptúnið hafi þörf fyrir að fá landið til afnota vegna ræktunar eða annarra framkvæmda og að lífvænleg atvinnuskilyrði séu fyrir hendi á staðnum og ekki sé hætta á, að byggð muni leggjast þar niður. 3. gr. Jarðir þær, lönd og lóðir, er ríkissjóður kaupir samkvæmt lögum þessum, skal hann leigja hlutaðeigandi hreppi með ævarandi leiguréttindum, sbr. þó 5. gr„ og sé árleg leiga 4% af kaupverði eignarinnar. Hreppnum er skylt að leigja landið út til hlutaðeigandi þorps- eða kauptúnsbúa, eftir því sem lög og reglur þar um mæla fyrir. 4. gr. Skylt er ríkinu, ef hreppsnefnd óskar þess, að selja hreppnum með hagkvæm- um greiðsluskihnálum jarðir þær, lönd og lóðir, er rikið kaupir samkvæmt lögum þessum, með kostnaðarverði. Eignir þessar mega hrepparnir ekki selja aftur, nema með samþykki ríkisstjórnar.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.