Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Page 21
TRYGGINGAMAL
----- RITSTJÓRI: GUÐJÓN HANSEN -
Heildarendurskoðun
almannatryggingalaga lokið.
Stj órnarfrumvarp lagt fram á Alfjin^i.
Nefnd sú, sem skipuð var fyrir tveimur og hálfu ári til þess að endurskoða
í lieild lögin um almannatryggingar, hefur nýlega lokið störfum, og liefur
ríkisstjórnin lagt frumvarp nefndarinnar óbreytt fram á Alþingi.
I frumvarpinu felast fjölmörg nýmæli, en meðal helztu breytinga má nefna
eftirfarandi:
1. Allir lífeyrissjóðir verði viðbótarsjóðir við almannatryggingar.
2. Fjölskyldubætur verði greiddar með öllum börnum, þ. e. einnig þeim,
sem njóta barnalífeyris eða eiga framfærsluskyldan föður utan fjölskyld-
unnar.
3. Fæðingarstyrkur og ekkjulífeyrir hækki verulega.
4. Dánarbætur slysatrygginga til ekkju eða ekkils hækki verulega og greiðist
á 8 árum í stað eingreiðslu.
5. Lágmark sjúkradagpeninga hækki stórlega og dagpeningaákvæðum verði
breytt mjög.
6. Slysa- og sjúkradagpeningar renni til vinnuveitanda, ef hann greiðir hin-
um tryggða kaup á dagpeningatímabili.
7. Héraðssamlög taki við tryggingu langvarandi sjúkrahúsvistar af sjúkra-
samlögum.
Gert er ráð fyrir gildistöku 1. janúar 1964.
I athugasemdum við frumvarpið gerir nefndin rækilega grein fyrir starfi
sínu og tillögum. Fer hér á eftir hinn almenni hluti greinargerðarinnar svo
og áætlun Tryggingastofnunarinnar um útgjaldaaukningu þá, sem samþykkt
frumvarpsins mundi hafa í för með sér.