Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Page 5

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Page 5
MAGNÚS H. MAGNÚSSON, bæjarstjóri: ELDUR í EYJUM Frá því klukkan 10 að kvöldi þess 22. janúar og fram undir kl. hálf tvö um nóttina varð ég var við allmarga minniháttar jarðskjálftakippi, sem ég setti strax í samband við Kötlu gömlu, en lengi hefur verið búizt við, að hún léti á sér bæra. Klukkan tæplega tvö aðfaranótt 23. janúar var ég vakinn með símahringingu og ég beðinn að líta til austurs. Nú, jæja, er hún Jaá byrjuð, hugsaði ég með mér, og var enn með Kötlu í huga. Að sjálfsögðu leit ég strax út og sá þá, að jarð- eldurinn var miklum mun nær, eða við austur- jaðar kaupstaðarins. Ég hringdi þegar í stað í loftskeytastöðina í Vestmannaeyjum, og var mér Jiá tjáð, að búið væri að kalla úr slökkvilið og lögreglu til að vekja fólk í austurhluta bæjarins. Ég bað um, að strax yrði hal't samband við Almannavarnaráð ríkisins og að flugumferðarstjóri yrði beðinn að vera til taks í flugturninum. Rétt í Jressu hringdi forseti bæjarstjórnar til nn'n og lagði til, að bæjarstjórnin kæmi strax saman til fundar á bæj- arskrifstofunum. Þegar ég hafði komið konu minni og börnum ásamt börnum úr næsta húsi, Jrví foreldrar þeirra voru í Reykjavík, á öruggari stað í vesturhluta bæjarins, fór ég ásamt tæknifræðingi kaupstað- arins til að kanna verksummerki. Síðan fórum við niður á bæjarskrifstofur, og Jjangað komu flestir bæjarfulltrúarnir. Ákveðið var að hvetja alla íbúa kaupstaðarins, sem ekki Jrurftu sérstök- um skyldustörfum að gegna, til að yfirgefa eyna sem allra fyrst. Af 5300 íbúum kaupstaðarins Magnús H. Magnússon, bæjarstjóri við hraunbrúnina. voru liðlega 5000 farnir eftir um Jjað bil 3 klukku- stundir, frá Jjví að gosið hófst. Að öðru leyti á- kvað bæjarstjórnin, að allt skyldi gert, sem í mannlegu valdi stæði, til að bjarga Jjví, sem bjarg- að yrði. 51 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.