Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Síða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Síða 7
Á þessum árstíma eru austanstæðir vindar venju- lega um það bil 60% tímans. Ef svo hefði verið, þegar gosið liófst og fyrstu vikurnar þar á eftir, liefðu líklega orðið talsverð slys á fólki, og kaup- staðurinn hefði allur grafizt í vikri. Fyrsta og versta liálfa mánuðinn var austlæg átt aðeins í 24 klukkustundir samtals, og má það teljast ó- trúleg heppni. Þegar vikurfallið jókst og vindur snerist til austurs, var augljóst, við hverju mátti lrúast. Einn daginn kviknaði í 26 húsum nær samtímis. I flest- um tilvikunum fóru glóandi vikurhnullungar í gegnum glugga og í sumum tilfellum í gegnum þök og kveiktu í húsunum. Strax á fyrstu dögun- um var því hafizt handa um að negla fyrir glugga, sem að gosstöðvunum snéru. Talsverðir erfiðleik- ar voru á útvegun á nægilega miklu járni í þessu skyni, en samtals voru notuð til þessara hluta um 95 tonn af þakjárni. Fljótlega varð vikurfall Jrað mikið, að séð varð, að þök húsa myndu almennt láta undan þung- anum, ef ekkert væri að gert. Þá var annars vegar liafizt lianda um að styrkja þökin með stoðum og hins vegar að moka vikri af þökum. Þar sem því var við komið, voru notaðar vélar og ýmis útbúnaður fundinn upp til að auka afköstin. í flestum tilvikum varð þó að notast við handaflið. Áfram var unnið að flutningi hvers konar verð- mæta bæði á öruggari staði á Heimaey og til lands. Fyrst í stað rann hraunið að mestu til norðurs og austurs. Þá þótti strax séð, að innsiglingin til hafnarinnar væri í hættu og alltaf mátti búast við, að hraunstraumurinn tæki vestlægari stefnu og þá yrði austurhluti kaupstaðarins svo og miðbær- inn allur í hættu. Þorbjörn Sigurgeirsson, prófessor, og síðan aðr- ir sérfræðingar lögðu til, að gerð væri tilraun til að hafa áhrif á hraunrennslið, annars vegar með byggingu varnargarðs og hins vegar með sjókæl- ingu. Við byggingu varnargarða voru stórvirkar jarðýtur notaðar og allar dælur, sem unnt reynd- ist að útvega, voru fluttar út til Eyja. Varnar- garðarnir gerðu mikið gagn, ef jafnhliða var unnt að kæla hraunið, en lítið, þar sem kælingu á hrauninu varð ekki við komið. Strax varð aug- Dæluskipið Sandsy hefur með dælingu átt drjúgan þátt í að stöðva hraunrennsli í innsiglinguna til hafnarinnar. Örvæntingarfull tilraun var gerð til að bjarga Rafstöðinni í Vest- mannaeyjum með kælingu hraunsins. Nokkru eftir að Ijósmyndin var tekin, hvarf Rafstöðin með öllu undir hraunið. ljóst, að kælingin kom að miklu gagni, svo langt sem hún náði, en vélakostur var af grátlega skorn- um skammti. Það var hörmulegt að sjá tugi íbúð- arhúsa og annarra liúsa verða hrauninu að bráð, húsa, sem mörgum hverjum hefði mátt bjarga með nægilega miklurn dæluafköstum. Síðar meir fengust liðlega 30 öflugar dælur frá Bandaríkj- unum, sem dælt hafa stanzlaust síðan hátt í eitt tonn af sjó á sekúndu hverri. Eftir að ]jær voru teknar í notkun, hefur ekkert hús farið undir hraun. Þetta er í fyrsta skipti í veraldarsögunni, sem hraunkæling í stórum stíl hefir verið notuð, og í fyrsta skipti, sem verulegum árangri hefur verið náð. Að vonum hefur þetta vakið mikla athygli erlendra vísindamanna og fréttamanna, sem og hið mikla varnarstríð úti í Vestmanna- SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.