Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 12
Nýja sjúkrahúsið hefur staðið af sér fargið, þótt vikurstálið á þakinu
sé meira en mannhæðarhátt.
Bæjarstjórahjónin, Magnús H. Magnússon og Marta Björnsdóttir, við
heimili sitt að Túngötu 3 í Vestmannaeyjum. Ljósmyndina tók Rolf
W. Thanem, blaðamaður við Adresseavisen í Þrándheimi í Noregi.
reksturs bæjarfélagsins og bæjaí'Stofnana. Bæði
er, að ýmsir veigamiklir tekjustofnar hafa fallið
niður nteð öllu, svo sem fasteignagjöld og lóða-
leigur, svo og tekjur hafnarsjóðs og vatnsveitu.
Álögð útsvör verða miklu mun lægri en orðið
liefði við eðlilegar aðstæður, þ.e. álagningar-
prósentan verður óhjákvæmilega nokkru lægri
en ella hefði orðið. Auk þess er gert ráð fyrir
miklum vanhöldum á innheimtu útsvara og að-
stöðugjalda.
Á hinn bóginn eru flestar skuldbindingar
bæjarsjóðs og stofnana hans óbreyttar. Afborgan-
ir og vextir af lánum nema þannig um það bil
44 millj. króna og lögboðin útgjöld um það bil
50 milljónum króna.
Það er að sjálfsögðu kostnaðarsamt að halda
úti starfsemi á tveimur stöðum, bæði á bæjar-
skrifstofunni í Reykjavík og ýmiss konar rekstri
lieima í Vestmannaeyjum.
Það má líkja starfinu úti í Vestmannaeyjum
við stríð. Óvinurinn gerði fyrirvaralausa stór-
árás. Lengst af höfum við orðið að hörl'a úr
einu víginu í annað, en ávallt skipulega. Þetta
liefur tekizt með öflugum utanaðkomandi stuðn-
ingi og nú liefur vörninni verið snúið upp í sókn.
Nú er unnið af miklum krafti við hreinsun bæj-
arins, ný liverli hafa verið skipidögð, og nýjar
götur lagðar. Sáð hefur verið grasfræi í stórum
stíl á mikinn lduta Heimaeyjar, bæði til þess
að hefta sandfok og til að græða upp vikurfláka
í nálægð bæjarins. Hafin er dýpkun hafnarinn-
ar, vatnsveitan frá landi er komin í samband
og unnið er að viðgerð neðansjávarrafstrengsins
með það fyrir augum, að fiskvinnuslstöðvar geti
fljótlega hafið einhverja starfsemi, og þannig
mætti lengi telja. Ég álít, að allmargir Vestmanna-
eyjabátar geti nú í sumar landað humri og fiski
heirna, og kallar það fljótlega á ýmiss konar
þjónustustarfsemi. Ekki er þó hægt að gera ráð
fyrir, að barnafólk geti flutzt til Eyja, fyrr en að
sumri, þótt eldgosinu linni á næstu mánuðum.
Ég dáist að þeim mönnum, sem hér hafa að
unnið. Ég dáist að því, að þeim skyldi aldrei
detta í hug að leggja árar í bát, þótt útlitið hafi
vissulega oft verið dökkt, að ekki sé meira sagt.
Fyrstu vikurnar var svo til allt starf unnið í
sjálfboðavinnu, eins og áður er fram komið, og
voru þá gjarnan 500 til 1000 manns að störfum
samtímis. Síðan hefur verið greitt fyrir þessi
störf.
Óvinurinn ei' enn ekki af baki dottinn, þótt
verulega hafi dregið úr mætti lians. Enn gæti
hann gert usla, og ríður }jví mikið á að slaka
hvergi á vörnunum.
í þessari grein hefi ég aðeins drepið á helztu
atriðin í starfinu í Vestmannaeyjum. Ég hef ekki
minnzt á þau hrikalegu vandamál, senr við hefur
verið glímt í landi, nema að sáralitlu leyti, enda
væri Jrað efni í margar greinar.
Að endingu vil ég af alhug Jrakka öllum Jreinr
nrörgu, senr veitt liafa Vestnrannaeyingunr ómet-
anlega aðstoð í fornri sjálfboðavinnu, fjárfram-
laga og á fjölnrargan annan hátt.
SVEITARSTJÓRNARMÁL