Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 23
Framtíð gatnagerðar verður sú, að í nýju hverfi verður hreinsað upp úr götustæðum, áður en strengjastofnanir komast að götunum. Aðferð sú var reynd á nýrri götu, og má telja, að kostn- aður við efnisskipti liafi farið niður í 20% af þeim kostnaði, sem orðið hefði, ef lagnir hefðu verið í götunum. Mæling byggðarinnar Á árinu 1965—1966 fór fram mæling allrar byggðarinnar í þéttbýli Grundarfjarðar, og var reyndar mælt rúman kílómetra út fyrir þorpið til austurs og vesturs. Kort voru síðan gerð í mælikvarðanum 1:500 af svæðinu og gengið frá j^eim í stærðinni A2 í möppu. Kerfið er í gömlu svæðiskerfi, sem hefur verið sett upp árið 1944, og er það ekki tengt lands- kerfinu, enda takmörkuð þörf á því, enn sem komið er. Slíkt er þó auðvelt, hvenær sem er. í sambandi við kortagerð þessa var unnið úr mæl- ingum í tölvu Reiknistofnunar Háskólans, og öll lóðamörk reiknuð þar, svo og stærðir lóða, Var það erfitt verk, þar eð sumir höfðu fengið þinglýstan rétt til tiltekinnar fermetrastærðar lóðar, og var stundum fleiri en einum eiganda þinglýst að skika, og reyndar voru jjinglýstir þrír eigendur að einum skikanum. Mæling þessi var gerð sem fullkomin verkáætl- unarmæling, þ. e. einnig með mældum öllum kjallaragólfum og jarðvegsjiykkt niður á fast í öllum götum. Jafnframt voru sett upp hæða- merki í húsum um allt [rorpið. Skipulagsstjóri og skipulag ríkisins fylgdist grannt með verki þessu og studdi við gerð Jsess á mjög jákvæðan hátt. Skólinn Fyrir um áratug var lokið byggingu 1. áfanga skóla. Er sá skóli orðinn alltof lítill, og er ]m' hafin bygging glæsilegs skóla, sem alls er um 1000 m2 með búningsklefum fyrir íþróttahús og SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.