Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Síða 25
SKÚLI GUÐMUNDSSON,
forstöðumaður framkvæmdadeildar
Innkaupastofnunar ríkisins:
HÖNNUN OG
(JTBOÐ VERKA
Erindi flutt á ráðstefnu sambandsins
um tæknimál sveitarfélaga
í nóvember 1972
í þessu stutta erindi verður ekki unnt að
taka til meðferðar nema örfá atriði af þeim,
sem máli skipta um undirbúning verklegra fram-
kværnda. Ég ætla fyrst að fjalla lítillega um und-
irbúninginn almennt, gagnasöfnun og liönnun-
ina sjálfa og þau atriði önnur, sem framkvæma
þarf, áður en hægt er að liefja verklegu fram-
kvæmdirnar, en fara síðan yfir útboðsreglur og
reglur um verksamninga.
Áður en ráðizt er í dýrar framkvæmdir, er
nauðsynlegt, að allur undirbúningur sé vel af
hendi leystur. Byrja þarf á því að gera sér nægi-
lega vel grein fyrir þörfunum, sem leysa á með
verklegu framkvæmdunum. Á ráðstefnunni lief-
ur áður verið drepið á nokkur þessara atriða,
skipulagið sem slíkt.matið á væntanlegri stækk-
un byggðarinnar, fólksfjölda, bílafjölda og um-
ferð. Spár af þessu tagi verða seint ofmetnar;
rnjög mikil þörf er á Jrví, að vel sé staðið
að þessum hlutum, áður en lengra er haldið.
Meta þarf væntanlega stærð byggðarinnar, áður
en ákveðið er endanlega um holræsaframkvæmd-
ir, vatnsveitur og veitukerfi af öðru tagi. Þá þarf
að gera sér grein fyrir náttúrufyrirbærum í kring-
um bvggðarlagið og taka tillit til Jreirra þátta,
sem þar er um að ræða. Meta þarf regnmagn
og vatnsþörf, meta Jrarf iðnaðarþörf í byggðar-
laginu og niargt, margt fleira.
Um byggingarmannvirki gilda svipaðar regl-
ur. Snemma á umræðustigi þarf að gera sér grein
fyrir Jní, hvaða þarfir Jrað raunveridega eru,
sem við ætlum að reyna að leysa með framkvæmd-
unum.
Það er fyrst, eftir að slík frumatriði hafa verið
athuguð og eru farin að skýrast, að unnt er að
byrja á hinni eiginlegu hönnun. Oft er erfitt að
skilgreina, livenær undirbúningi af þessu tagi er
lokið og hvenær hönnun hefst, en það skiptir
ekki miklu máli; Jretta eru allt atriði, sem háð
eru hvert öðru og verða ekki skýrt aðgreind.
Annað atriði skiptir miklu meira máli og Jrað er,
að athugun á kostnaði við framkvæmdina, sem
ráðast á í, verði gerð rnjög snemma.
Frumathugun mikilsverð
Svokölluð frumathugun er rneðal annars fólg-
in í því, að athuguð sé fleiri en ein möguleg
lausn á vandamálinu, þ.e. þörfinni, sem á að
fullnægja og að gerður sé samanburður á slík-
um möguleikum, slíkum valkostum. í þessum
samanburði verður að hafa ríkt í huga, að rekst-
SVEITARSTJÓRNARMÁL