Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Qupperneq 28

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Qupperneq 28
eru einum bjóðanda, skuli án tafar veittar öll- um þeim, sem sótt hafa útboðsgögn — enda segir í skilgreiningu útboðs, að boðið skuli á „grund- velli sömu upplýsinga." í 7. greininni er greint frá því, að opna skuli öll tilboð samtímis og í lieyranda liljóði og megi bjóðendur vera viðstaddir. Ekki á að vera neitt launungarmál fyrir bjóðendum, hvað aðrir liafi boðið. í næstu greinum er þess getið, að bjóðandi er bundinn af tilboði sínu í ákveðinn tima. Hann er því að sjálfsögðu skyldugur að standa við boðið, þótt lionum finnist ef til vill, þegar Iiann sér tilboð annarra, að hans tilboð liefði átt að vera hærra. Um val tilboða eru þau ákvæði, að tilboð, sem ekki eru í samræmi við verklýsingu og önnur gögn, skuli ekki tekin til greina. Þetta þýðir í stórum dráttum það, að maður, sem lagt hefur vinnu í að gera tilboð, á rétt á að farið sé eftir ákveðnum leikreglum um meðferð og mat á tilboðum annarra. í 10. og 11. grein er frá því greint, að svara skuli skriflega öllum boðurn. Tilkynning um, að boði sé ekki tekið, skal send, áður en liðinn er sá frestur, sem verkkaupi hefur til að taka boðum. Leyfilegt er að hafna öllum boðum, en ekki má bjóða verk út að nýju, fyrr en öllum tilboðum hefur verið hafnað eða útboðið úr gildi fellt. Bréfleg tilkynning til bjóðenda um, að lilboði hans sé tekið, telst jafngilda því, að verksamningur sé kominn á „þess efnis, sem greinir í litboðsgögnum og tilboði." Bjóðandi getur þannig ekki neitað að skrifa undir samn- ing. Ákvæðin í 12. til 13. greinar staðals fjalla um verksamningana og leikreglur þær, sem gilda um samskipti verktaka og verkkaupa, þessara tveggja aðila, sem ekki eru að keppa hvor við annan, heldur að stefna að ákveðnu marki, þ.e. að byggja mannvirki, sem uppfyllir kröfur þær, sem gerðar hafa verið. Vinnuáætlun í grein 13.2 eru ákvæði um vinnuáætlun. Ég talaði hér áðan um vinnuáætlun, sem nauðsyn- SVEITARSTJÓRNARMÁL legan þátt í undirbúningi verksins af hálfu eig- andans, en hér getur hann krafizt þess, að verk- takinn geri slíka áætlun. Hann ætti raunverulega alltaf að krefjast þess, að verktakinn geri skrif- lega vinnuáætlun um það, hvernig hann ætli að standa að verkinu. Þar með geta báðir aðilar gert sér grein fyrir því, meðan á verkinu stendur, hvort upphafleg áætlun eða ákvæði í útboðs- gögnum um, að verki skuli lokið á ákveðnum tíma, muni standast og þá gripið í taumana nægilega snemma, ef útlit er fyrir, að svo muni ekki verða. Bankatrygging í 15. grein eru ákvæði um heimild verkkaupa til að krefjast þess af verktaka, að liann setji tryggingu, bankatryggingu eða aðra jafngóða, fyrir ]jví, að hann muni standa við verksamn- inginn. Þessi ákvæði eru alveg nauðsynleg; verk- kaupa er t.d. ekki nema stundum kunnugt um fjárhagslega getu væntanlegs verktaka og þarf að tryggja sig fyrir því að sitja ekki uppi í miðj- um klíðum með hálfgert verk. Verktakaskipti kosta alltaf peninga, og á bankatryggingin að rnæta a.m.k. hluta af þeim kostnaði. Ákvæðin um heimild til, að gagnaðilinn setji tryggingu, eru gagnkvæm, þ.e. verktaki getur krafið verkkaupa um tryggingu, enda veit verk- takinn ekki heldur nema stundum um fjárhags- getu verkkaupans. Þessi ákvæði eiga að sjálf- sögðu einnig við um skipti aðalverktaka og und- irverktaka, og væru betur notaðar oftar á þeim vettvangi. Breytingar 16. grein fjallar um breytingar á verki. Sjald- an er unnt að komast alveg hjá því, að einliverjar breytingar verði á verkinu, eftir að samningur er gerður, og fjallar greinin um, hvernig auka eða minnka skuli greiðslur til verktakans, ef framlag hans eykst eða minnkar.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.