Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Page 36

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Page 36
STARFSHÓPAR I OG II: Fyrirkomulag á tækni- og verkstjórnarmálum sveitarfélaga NIÐURSTOÐUR STARFSHÓPA UM EINSTAKA ÞÆTTI TÆKNIMÁLA SVEITAR- FÉLAGA Hér fara á eftir niðurstöður starfshópanna, sem fjölluðu um einstaka þætti tæknimála sveitarfélaga á ráðstefnunni 14.—16. nóvember 1972 í starfshópnum störfuðu: Bergþór Finnbogason, hreppsn.fulltr., Selfossi, Edgar Guðmunds'on, verk.fr., Reykjavík, Jón Ragnar Höskuldsson, tæknifr., Neskaupstað Karl Ómar Jónsson, verkfr., Reykjavík, Sigurður Pálsson, sveitarstjóri, Hveragerði, Svanur Kristjánsson, sveitarstjóri, Olfushreppi, Vernharður Sigurgrímsson, oddviti, Stokkseyri, Þráinn Sigurbjarnarson, tæknifr., Selfossi. Frantsögumaður hópsins var Karl Órnar Jónsson. Vinnuhópurinn var sammála um, að æskilegt væri, að sveitarfélög fastráði tæknimenntaða ntenn til jtess að sjá um verklegar framkvæmdir, þegar umsvif þeirra væru orðin það mikil, að framkvæmdirnar þarfnist og bjóði upp á fullt starf. Hins vegar voru menn sam- mála um, að ráðning tæknimenntaðra manna ætti að vera í lágmarki og alla meiriháttar verkfræðiþjón- ustu ætti að kaupa hjá ráðgjöfum. Aðalrökin fyrir því að kaupa verkfræðiþjónustu eru, að nú á dögum eru tæknivandamálin orðin ntörg og flókin og vart hægt að búast við, að einn tæknimaður geti búið yfir þekkingu og reynslu á öllum Jteim svið- um, sem verkefni sveitarfélaganna krefjast. Einnig geta verið miklar sveiflur á framkvæmdaþörf og getu sveitarfélagsins og því óhagkvæmt að fastráða starfs- lið að slíkum verkefnum. Kosturinn við að hafa fastráðinn tæknimann er fyrst og fremst sá, að liann getur séð um allar verk- legar framkvæmdir og Jrar með talið samskipti við ráð- gjafaverkfræðinga, auk Jtess sem hann getur séð um minniháttar hönnunarverkefni. Hugsanlegt er, að Jtessi maður væri byggingarftdl- trúi sveitarfélagsins. Að sjálfsögðu geta miuni sveitarfélögin ekki ráðið tæknimann og kaupa því væntanlega eftir Jjörfunt þjónustu Jijá verkfræðistofum. Hugsanlegt væri, að landshlutasamtök réðu tækni- mann til Jjess að leiðbeina minni sveitarfélögum um verklegar framkvæmdir og verða tengiliður Jieirra við verkfræðistofur. Þótt liér hafi verið talað um fastráðningu á tækni- menntuðum mönnum lijá sveitarfélögum og samtök- um þeirra, voru menn sammála um, að slíkar ráðning- ar ættu að vera í algjöru lágmarki, eins og reyndar með allt annað starfslið. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.