Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Side 41
STARFSHÓPUR VI:
Slitlög gatna (olíumöl, mal-
bik, steypa) og viðhald þeirra
í starfsliópnum voru:
Davíð Arnljótsson, verkfræðingur, Dalvík,
Guðjón Torfi Guðmundsson, verkfr., Reykjavík,
Guðmundur Arason, verkfr., Vegagerð ríkisins,
Gunnar H. Gunnarsson, verkfr., R-víkurborgar,
Gunnar St. Ólafsson, verkfr., Hönnun hf., R-vík,
Hilmar Gíslason, bæjarverkstjóri, Akureyri,
Ingimar Ingimarsson, oddviti, Hvammslireppi,
Jónas Ólafsson, sveitarstjóri, Þingeyri,
Pétur Baldursson, yfirverkstjóri, Akranesi,
Sigmar Ingason, verkstjóri, Njarðvíkurhreppi,
Stefán Hermannsson, deildarverkfr., R-vík,
Þorgrímur Stefánsson, tæknifr., Borgarnesi.
Framsögumaður hópsins var Davíð Arnljótsson,
verkfræðingur.
Rætt var um verð og gæði þeirra rykbindandi slit-
laga, sem notuð liafa verið hér á landi, en það eru
steinsteypa, malbik og olíumöl.
Undirbygging undir slitlag er ekki með í eftirfar-
andi verðáætlunum. Þó er jöfnun undirslitlaga með
og meðtalin lagfæring við brunna og niðurföll með
í eftirfarandi verði. Kostnaður á slíkri jöfnun er á-
ætlaður sá sami fyrir steinsteypu, malbik og olíumöl
eða 70 krónur á hvern fermeter.
Verð á 18—20 cm þykku steinsteyptu slitlagi mun
við venjulegar aðstæður vera um 650 krónur á hvern
fermeter með jöfnun. Tækjakostur til að steypa götur
mun vera fyrir hendi víðast hvar á landinu, ef ekki
er með talinn bjálkatitrari, sem er æskilegur, en ekki
nauðsynlegur.
Til kostnaðarlækkunar skal nefnt:
1. Góð samræming afkasta steypuframleiðslu og af-
kasta niðurlagnar á steypu.
2. Góður eðá þjálfaður mannafli við uppslátt og
niðurlögn steypunnar.
Verð á 6 cm þykku malbiksslitlagi mun vera um
400 kr. á ferm. með jöfnun. A þetta við útlögn á
þeim stöðum, sem malbik er framleitt á, og er verðið
fengið hjá Akureyrarbæ og Reykjavíkurborg. Við
langa flutninga á milbiki hækkar verðið. Sem dæmi
má nefna, að malbik fékkst flutt frá Akureyri til Dal-
vlkur, sem er um 50 km. vegalengd, og kostaði 470
krónur á fermeter útlagt. Flutningskostnaður var
þannig 70 krónur á hvern fermeter.
Verð á 5 cm þykku olíumalarslitlagi mun vera um
215 krónur hver ferm. með jöfnun. Þetta verð á við
á þeim stöðum, þar sem olíumöl er framleidd. Ef
flytja þarf olíumöl lengra að, leggst flutningskostn-
aður á verðið. Fyrir styttri vegalengdir t.d. 100 knt.
kæmi til flutningur á bílum, en við lengri vegalengdir,
til dæmis flutningur til Vestfjarða, Norðurlands eða
Austurfjarða kæmi eingöngu til greina flutningur á
olíumöl með skipum. Gcra má ráð fyrir, að nokkuð
stórfellda flutninga á olíumöl þyrfti, til að ná hag-
kvæmum samningum við skipafélögin. Kostnaðaráætl-
un var gerð fyrri hluta ársins 1972 um flutninga í
stórum stíl á olíumöl til Austfjarða. Ef það verð er
fært til þessa dags og útreiknað á fermeter, fæst verð á
útlagðri þjappaðri olíumöl með jöfnun og flutningi
á 300 krónur fermeterinn á Austurlandi.
Lauslegt yfirlit um gæði hinna Jtriggja slitlagsteg-
unda, ef forsendur eru þær, að allar framkvæmdir
séu með bezta móti, leiðir í ljós eftirfarandi:
Steinsteypt gata mun vera dýrust, en varanlegust
og þurfa minnst viðhald, ef vel er til hennar vandað
og undirlag gott. Þó skyldi varast að steypa götur,
þar sem undirbygging er ekki mjög góð, og þar sem
allar lagnir í götu eru ekki fullfrágengnar, áður en
steypt er, því dýrt og erfitt er að brjóta liana upp.
Litur og áferð steinsteypu er einnig hagstæðari en
hinn svarti litur og sléttari áferð malbiks með til-
liti til endurkasts ljósa í votviðri.
Malbik er vel varanlegt slitlag og jsolir flest það
álag, sem steinsteypa þolir, en þó varla jafn varan-
legt slitlag og þarfnast meira viðhalds, en er þó þægi-
legri til viðgerðar en steinsteypa, ef eitthvað kemur
fyrir. Malbik er áferðarbezt og þægilegast fyrir akstur.
Oliumöl hefur verið í stöðugri framþróun hér á
landi, en er óreyndust af hinum þremur slitlagsgerð-
um. Tekizt hefur á síðari árum að leggja ágæta vegi
með olíumöl. Hún er ódýrust slitlagsgerðanna, þegar
flutningskostnaður verður ekki of hár. Viðgerð og við-
hald á olíumöl er mjög auðvelt. Hins vegar liefur hún
takmarkanir, sem hin slitlögin hafa ekki. Hún þol-
ir illa umferð, sem er meiri en 1000 bílar á klst. Hún
þolir illa flýtni farartækja á beinum köflum og beygj-
um. Einnig Jtoir liún illa salt, olíur, benzín og önnur
efni, sem virðast ekki hafa að ráði skaðleg áhrif á
steinsteypu og malbik. Olíumöl virðist i fljótu bragði
henta vel á húsagötur og vegi með takmarkaðri um-
ferð, sérlega þar sem ekki eru brunnar og niðurföll,
sem ella myndu torvelda nokkuð viðgerð og viðhald
olíumalar, sem er eins og áður segir, mjög auðveld.
SVEITARSTJÓRNARMÁL