Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 42
STARFSHÓPUR VII: STARFSHÓPUR VIII: Undirstöður gatna, Áhaldahús holræsi og lagnir og tækjabúnaður sveitarfélaga í starfshópnum voru: Baldur Johnsen, yfirlæknir DPH, Reykjavík, Bjarni Þóroddsson, tæknifr., Akranesi, Einar Sigurðsson, tæknifr., Hornafirði, Elís Guðjónsson, verkstjóri, Grundarfirði, Ellert Eiríksson, yfirverkstjóri, Keflavík, Guðmundur Guðlaugsson, deildarverkfr., Ak- ureyri, Halldór Halldórs, mælingam., Reykjavík, Jóhann Bergþórsson, verkfr., Hafnarfirði, Jón A. Jónsson, verkstjóri, Grindavík, Jón Rögnvaldsson, verkfræðingur, Reykjavík, Jón Stefánsson, verkfr., Borgarnesi, Magnús Björnsson, arkitekt, Reykjavík, Róbert Pótursson, arkitekt, Reykjavík, Sigurður Sigurðsson, verkstjóri, Vopnafirði. Eramsögumaður liópsins var Jón Rögnvaldsson. Starfshópurinn ræddi um nauðsynlega þykkt undir- hyggingar. Virðist ljóst, að mjög misjafnt er eftir stöðum, hvaða þykkt er nauðsynleg. Kemur Jjar bæði til mismunur á slitlagstegund, undirstöðu og veður- fari. Sérstök ástæða virðist til að beuda á uauðsyn full- nægjandi þjöppunar undirbyggingarinnar. Æskilegt virðist að fjarlægja lífrænan jarðveg, þar sem sh'kt er fjárhagslega gjörlegt. Sé slíkt ekki gjör- legt, er æskilegt að beita sérstökum aðferðum við hönnun, t.d. að holræsa- og vatnslagnir séu ekki í götum. Kröfur um hreiulæti, hvað snertir holræsi, eru nú mjög vaxandi. Má gera ráð fyrir, að í náinni fram- tíð verði krafizt rolþróa eða hreinsistöðva, og virð- ist því eðlilegt, að notkun tvöfalds kerfis fari vaxandi. Nauðsynlegt er við skipulagningu nýrra hverfa að taka tillit til afrennslismöguleika strax á byrjunar- stigi. Full ástæða virðist til að fylgjast vel með nýjungum á sviði lagnaefnis, svo sent plaströrum o. fl., sem nú er farið að nota erlendis. í starfshópnum voru: Hilmar Sigurðsson, verkfr., Njarðvíkurhreppi, Ásgeir Hjálmarsson, hreppsnefndarfulltrúi, Búlandshreppi, Ásmundur Sigvaldason, verkfr., Hafnarfirði, Bjarni Eyjófsson, yfirverkstj., Vestmannaeyjum, Björn Hallm. Sigurjónsson, hreppsnefndarfull- trúi, Hvammslireppi, Davíð Davíðsson, oddviti, Tálknafjarðarhreppi, Guðlaugur Stefánsson, verkstjóri, Reykjavík, Hávarður Sigurðsson, verkstjóri, Vestm.eyjum, Björn Gíslason, byggingarfulltr., Patreksfirði, Hjalti Þórðarson, starfsmaður Áhaldahúss Sel- foss, Ingvar Ingvarsson, sveitarstj., Hríseyjarhreppi, Már Hólm, verkstjóri, Eskifirði, Svavar Jónalansson, verkfr., Reykjavík. Framsögumaður hópsins var Hilrnar Sigurðsson, verkfræðingur Njarðvíkurhrepps. Umrœður: Fyrst var rætt um tækjakost einstakra sveitarfélaga. Fulltrúar Vestmannaeyja, Mosfellshrepps og Sel- foss lögðu frant skrá yfir tækjakost viðkomandi sveit- arfélaga, en hann er: Vestmannaeyjar: Veghefill, 4 löndunarkranar, bygg- ingarkrani, 3 loftpressur, 2 valtarar, jarðýta, 2 gröf- ur, JCB-4, 2 vörubílar (annar með krana), malbik- unarvél, viðgerðarvél, dráttarvél, jarðvegsþjappa, steypusög og bjálkatitrari. Mosfellshreþþur: Vörubíll með krana. Selfosshreþþur: Veghefill, jarðýta TD-9, skurðgrafa, 2 traktorsgröfur, 2 vörubílar, loftpressa, steypuhræri- vél og rafsuðuvél. Tækjaeign Selfosshrepps virðist hæfileg, en Mos- fellshrepps allt of lítil. Fulltrúi Mosfellshrepps upplýsti, að tækjakostur SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.