Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Page 43
lireppsins væri nijög bagalega lítill. Að vísu eru leigu-
tæki yfirleitt fáanleg, en sá hængur er á, að biðtími
er oft langur, sem veldur röskun á eðlilegri fram-
vindu framkvæmda og gerir þær dýrari.
Góður tækjakostur Vestmannaeyinga er til kom-
inn vegna einangrunar þeirra frá verktakafyrirætkj-
um og öðrum sveitarfélögum. Mjög dýrt er að flytja
tæki milli lands og eyja, og er t.d. áætlað, að flutn-
ingskostnaður fyrir eina meðalstóra jarðýtu sé kr.
70.000,00. Verktakastarfsemi í Vestmannaeyjum á
erfitt uppdráttar, nema í húsbyggingariðnaði, en sú
starfsemi er þó háð sveitarfélaginu með lán á tækjum.
tæki komi helzt til greina að nota við einstök verk-
efni liennar.
Verktaliar, útboðsverk, leigutaki
Gera þarf athugun á, hvaða verk eru til þess fall-
in, að þau séu boðin út og hvaða leigutæki fáist til
þeirra verka, sem unnin verða af starfsmönnum sveit-
arfélagsins.
Starjsmenn
Eftir því sem tækjaeign vex, verður mikilvægara,
að sveitarfélaginu haldist á góðtim starfsmönnum, til
VIII. starlshópur: Ásgoir Hjálmarsson, Bjarni Eyjóllsson, HávarSur SigurSsson, Davið Daviðsson, Hjalti Pórðarson, Unnar Stelánsson, GuS-
laugur Stelánssson, Björn Hallmundur Sigurjónsson, Ingvar Ingvarsson og Már Hólm.
Næst var rætt um lágmarkstækjakost, og voru fund-
armenn sammála um neðanskráð tæki:
Áhaldahús með aðstöðu fyrri starfsmenn, tækja-
viðgerðir og lager.
Vörubíll með moksturstækjum.
Lítil grafa.
Dráttarvél.
Loftpressa.
Lítil bensíndæla.
Steypuhrærivél.
Haugsuga (þar sem rotþrær eru í skolpveitu-
kerfinu).
Að lokum var rætt unt þau atriði, sem taka þarf
tillit til, áður en ákveðið er að minnka eða auka
tækjakost sveitarfélags.
Fra mtiðarverliejni
Æskilegt er að gera framkvæmdaáætlun langt fram
í tímann og jafnframt að gera sér grein fyrir, hvaða
að tryggja hæfilega nýtingu tækja og lágmarkskostn-
að við framkvæmdir. Sveitarstjórn verður því að vera
undir það búin að greiða vinnulaun í samræmi við
markaðsverð, en yfirborganir geta verið viðkvæmt
mál hjá opinberum aðila.
Framkvœmilakostnaður
Nauðsynlegt er að reikna út kostnað við einstök
verk ásamt reksturskostnaði og nýtingu einstakra
tækja. Einingarverð þessara kostnaðarliða ntá síðan
bera saman við þau einingarverð, sem eru á frjálsum
markaði, en þannig fæst raunhæft mat á hagkvæmni
þess að vinna verk með eigin starfsmönnum og tækj-
um.
SVEITARSTJÓRNARMÁL