Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 46
7. Þeir möguleikar, sem sveitarfélögin hafa nú til tekjuöflunar, eru m.a.: 1. Útsvör og aðstöðugjöld 2. Fasteignagjöld. 3. Holræsagjöld. 4. Þéttbýlisvegafé. 5. Lánasjóður sveitarfélaga. 6. Almenn lán. Til viðbótar eru bugsanlegir möguleikar til tekju- öflunar: 1. Sérstakir framkvæmdaskattar a) Á útsvör b) Á fasteignamat. 2. Breytt skipting þéttbýlisfjár og veruleg aukn- ing á þvi. 3. Heimild til gatnagerðargjalda. 4. Frjálst skuldabréfaútboð. 5. Sérstök fjárveiting til Lánasjóðs sveitarfélaga. 6. Sérstakar lánafyrirgreiðslur. 8. Samband jiéttbýlis og strjálbýlis er þýðingarmik- ill þáttur, sem gefa þarf nánari gætur við úrbætur í tekjustofnunum. 9. Rök benda til þess, að hagnýting tekjustofna sé betri á Reykjanessvæðinu lieldur en annars staðar á landinu. Á jietta t.d. við um ýmis byggingagjöld, s.s. gatnagerðargjöld. En þau hafa víða áhrif á búsetu- vilja fólks, en bafa ekki verulega tekjujsýðingu. 10. Menn hafa einkum í liuga sérstaka tekjustofna bundna framkvæmdaáætlunum. Þá t.d. „eyrnamörk- un" fasteignaskatts til framkvæmda gegn jafnbáu sérstöku Jöfnunarsjóðsframlagi. Það sérstaka framlag gæti komið sem hækkuð hlutdeikl í söluskatti. Þá er bent á, að aðstöðugjöldin hafa verið skert verulega. Hugsanleg er aukin hlutdeild í ýmsum tekjustofnum ríkisins, s.s. aðflutningsgjöldum eða tekjuskatti, t.d. af tekjum fyrirtækja. Þá er það lagt til, að efla beri Lánasjóð sveitarfélaga. STARFSHÓPUR XI: Fjármögnun gatnagerðar- framkvæmda í starfshópnum störfuðu: Jóhann T. Bjarnason, framkvæmdastj., Isafirði, Jóhann Klausen, sveitarstjóri, Eskifirði, Magnús E. Guðjónsson, framkv.stj., Rvík, Pétur Stefánsson, verkfr., Reykjavík, Sigurður Hjaltason, sveitarstj., Höfn í Hornaf., Stefán Friðbjarnarson, bæjarstjóri, Siglufirði, Þór Hagalín, sveitarstjóri, Eyrarbakka, Þórir Flilmarsson, verkfr., Reykjavík, Valgeir Vilhjálmsson, oddviti, Búlandshreppi. Framsögumaður hópsins var Jóhann Klausen. Þar sem sveitarfélög víða um land verða nú að gera stórt átak í gatnagerðarframkvæmdum, m.a. vegna bættra hollustuhátta í fiskiðnaði, er þetta álit um- ræðuhópsins: Að Byggðasjóður taki drjúgan j)átt í að koma á fót nýjum blöndunarstöðvum olíumalar og malbiks, eða efla þær, sem fyrir eru, með hlutafjárkaupum. Af heildartekjum vegamála 1973, 1974 og 1975 verði árlega varið 25% í stað 1210% til lagningar þjóðvega í kaupstöðum, kauptúnum og minni jjéttbýlissvæð- um. Þar af verði heimilt að verja 50% til að flýta framkvæmdum, Jjar sem sérstök ástæða þykir til, sam- kvæmt tillögum landshlutasamtakanna. Að ekkert sveitarfélag skuli njóta aukagreiðslu, sem ekki fullnýtir allar álagningarheimildir, sam- kvæmt gildandi lögum á liverjum tíma. Að Sementsverksmiðja ríkisins selji sveitarfélögun- urn sement til gatnagerðar með afborgunarskilmálum. Að Lánasjóði sveitarfélaga verði gert mögulegt að lána sveitarfélögum til gatnagerðarframkvæmda, sam- kvæmt fyrirfram gerðum áætlunum. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.