Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 4
ÞATTTAKA ALMENNINGS í STJÓRN EIGIN MÁLA Eitt a£ töfraorðunum í ræðu manna hér á landi sem í nágrannalöndunum er aukið lýðræði — aukin þátttaka almennings í stjórn sinna mála. Ekki verður annað séð en þetta eigi almennan stuðning, enda hugmyndin Jiað óljós og þoku- kennd, að stuðningurinn felur ekki í sér neinar ákveðnar skuldbindingar, bendir ekki á neinar leiðir, og markmiðið virðist oft hafa tilgang í sjálfu sér. Hér er Jjó ekkert hégómamál á ferðinni — öðru nær. En Jiegar verið er að tala um slíkt í alvöru, verða rnenn að gera sér Jjcss grein, að hverju Jjeir stefna og hvernig Jjeir ætla að ná markinu. Óljós framsetning bendir nefnilega til Jjess, að hugsun- in að baki sé óljós að sama skapi. Markmiðið hlýtur að vera Jjað, ef einhver alvara er á ferðinni, að allur almenningur taki að vandlega athuguðu máli afstöðu til a. m. k. meg- inatriða um meðferð almennra mála, jafnvel til framkvæmdaratriða. En Jjá Jjarf til að koma bæði þekking á málefninu og ábyrgðartilfinning. Það er skrípamynd af lýðræði, Jjegar fáeinir rotta sig saman á fund og gera ályktanir í nafni hundraða eða Jjúsunda. Og Jjað er ekki niikið mark tekið á barlómi eða kröfugerð ákveðinna hópa, þegar Jjeir eru að gera ályktanir um sín hagsmunamál. Slíkt sem Jjetta grefur undan trú á þekkingu og ábyrgðartilfinningu almennings. Fulltrúalýðræðið hefur vissulega sína ann- marka, og segja má, ;ið kosningafyrirkomulag okkar bjóði ekki upp á mikla mögideika almenn- ings til að hafa áhrif á Jjað, hvernig fulltrúar veljast. Hins vegar hefur sitthvað verið reynt á síðari árum og sjálfsagt má bæta Jjað, og eru um- ræður uppi um slíkt, en ekki er ætlunin að ræða um fulltrúalýðræðið að Jjessu sinni. Það, sem ég ætla að ræða, er hvort möguleikar séu á Jjví að gera almenning virkan í að móta hina beinu ákvarðanatöku. Við vitum það, að sérhæfing í Jjjóðfélaginu er orðin slík, að fáir, ef Jjað eru Jjá nokkrir, geta haft yfirsýn að nokkru gagni yfir Jjjóðfélagsmálin í heild, jafnvel ekki yfir einstaka málaflokka. Mikil sérfræðiþekking verður oftast til þess, að áhugi og skilningur á öðrum efnum takmarkast. Menn vita meira og meira um minna og minna er stundum sagt. Svo kernur annað til, sem skap- ar sívaxandi örðugleika fyrir þá, sem standa utan sérfræðihópanna. Það er Jjað, að sérfræðimálið og röksemdafærslan, og raunar hugsunarháttur sér- fræðinganna, er orðið þeim að vissu marki fram- andi. Þetta liefur t. d. komið fram á fundum hjá okkur. Af Jjessu leiðir margháttaða erfiðleika við Jjað að gera almenning virkan við ákvarðanatöku. En Jjetta er þó ekki hið eina, sem erfiðleikum veldur. Þar koma og til tregðan og vaninn. Al- menningur virðist oft áhugalítill og Jjar af leið- andi óvirkur, Jjegar til stykkisins kemur. Hjá Ib- sen segir á einum stað, að almenningur eigi ekki að vera að burðasl með nýjar skoðanir. Honum sé fyrir beztu að nota Jjær gömlu góðu. Það virð- ist eins og Jjetta eigi sér dýpri rætur en ætla mætti, ekki aðeins hjá Jjeim, sem telja sig eiga að hafa vit fyrir öðrum, heldur hinum einnig. Einu sinni var sagt, að manninum hefði verið SVEITARST JÓ RNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.