Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 29
haldi, sumpart fyrir aðgerðir opinberra embætt-
ismanna, og þegar hennar nýtur ekki lengur við,
er hætt við, að sveitarfélögin þurfi að auka til
muna fjárveitingar sínar til þessara mála.
Samstarf við Æskulýðsráð ríkisins
Lög um æskulýðsmál voru samþykkt árið
1970, og Æskulýðsráð rikisins (Æ.R.R.) fyrst
kosið í desember sarna ár. Ráðið er þannig kos-
ið, að menntamálaráðherra tilnefnir formann-
inn, landssamtök æskulýðsfélaga kjósa þrjá full-
trúa og Samband íslenzkra sveitarfélaga tilnefn-
ir einn fulltrúa. UMFÍ hefur átt fulltrúa í
Æ.R.R. allt frá byrjun og mjög gott samstarf
hefur skapazt, þá hefur œskulýðsfulltrúi ríkis-
ins, Reynir G. Karlsson, veitt samtökum okkar
ómetanlega fyrirgreiðslu í hvívetna. Þrátt fyrir
takmarkaðar fjárveitingar til ÆRR, hefur
stefnumótun þess og stuðningur við frjálst
æskulýðsstarf í landinu þegar borið góðan
ávöxt. Nægir þar að nefna stuðning þess við
leiðtogamenntunina með útgáfu fræðsluefnis og
fjárstyrkjum til félagsmálafræðslunnar. Þá hef-
ur ÆRR staðið fyrir námskeiðum um land allt
fyrir félagsmálakennara og útskrífað af þeim
rúmlega 200 leiðbeinendur. Um þessar mundir
hafa verið haldin 100 almenn félagsmálanám-
skeið með fræðsluefni ÆRR með rúmlega 2000
þátttakendum, og hafa námskeiðin bæði verið
haldin á vegurn æskulýðsfélaga og skóla. Vonazt
Vaxandi áherzla er nú lögð á sem almennasta þátttöku í íþróttum og útivist. Myndin var tekin af hópi pilta 14 ára og yngri við upp-
haf víðavangshlaups í Reykjavík árið 1972.
SVEITARSTJÓRNARMÁL