Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 30
er til, að Grunnskóli ÍSÍ komi að svipuðum not- um við menntun leiðbeinenda I íþróttastarfi, er tímar líða. Nú er hafið athyglisvert samstarf milli ÆRR og landshlutasamtaka sveitarfélaga, og á ég þar við könnun þá, sem nú er hafin á Norðurlandi um framkvæmd og aðstöðu til æskulýðsstarfs í fjórðungnum. Vænti ég þess, að slík könnun nái til landsins alls innan tíðar og samvinna tak- ist við önnur landshlutasamtök um slíkt sam- starf. ÆRR hefur nú tekið upp einarða baráttu fyrir samnýtingu skólahúsnæðis og aðstöðu til almennrar félagsstarfsemi og meðal annars hald- ið eina ráðstefnu um rnálið. Það er skoðun ráðs- ins, að í sumum hinna fámennari sveitarfélaga megi einnig nýta íþróttasali í sama tilgangi og er raunar gert á stöku stað. Vegna stóraukins tilkostnaðar við uppbygg- ingu slíkra mannvirkja hlýtur það að teljast þjóðhagslega hagkvæmt að hafa slíkt í liuga við hönnun þessara mannvirkja í næstu framtíð, enda í fyllsta samræmi við reynslu annarra þjóða í þessum efnum. Viðræður um þessi mál eru hafnar I fullri al- vöru og hreinskilni fyrir frumkvæði hæstvirts menntamálaráðherra, Vilhjálms Hjálmarsson- ar, og vænti ég þess, að þær leiði til jákvæðrar niðurstöðu, og gagnkvæmur skilningur skapist milli byggingadeildar menntamálaráðuneytis- ins, skólamanna, sveitarstjórnarmanna og for- ystumanna í frjálsu félagsstarfi. Hagkvæmnin er heildinni fyrir beztu í þessum efnum sem öðrum og skilar okkur fyrr en ella viðunandi aðstöðu til starfa á þessunt vettvangi. Ungmennafélögin hafa frá öndverðu lagt áherzlu á íslenzka glímu og þjóðdansa og átt rikan þátt í að viðhalda þjóðlegri hefð á þessu sviði. Myndin er frá þjóðdansasýningu á landsmótinu á Sauðárkróki árið 1971. SVEITAKSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.