Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 16
70
Olíumöl lögð á götu á Blönduósi.
Ljósmynd: Unnar Agnarsson.
/
Félagsheimilið á Blönduósi.
Myndina tók Björn Bergmann.
Nokkrar Ijósmyndanna með þessari
grein tók Unnar Agnarsson fyrir
Sveitarstjórnarmál. Flestar þeirra
eru þó fengnar að láni hjá
Húnavöku, ársriti Ungmennasam-
bands Austur-Húnvetninga, og
hefur ritstjóri þess, Stefán Á.
Jónsson á Kagaðarhóli, verið svo
vinsamlegur að lána Sveitarstjórnar-
málum Ijósmyndir og myndamót
til afnota með greininni.
Árið 1897 var vígð ný stálgrindabrú
á Blöndu. Brúin var 38 m löng
og 6 m löng landbrú að auki
að norðanverðu. Staðarval brúar-
innar þarna átti drjúgan þátt í vexti
byggðarinnar. Gamla brúin var
notuð til ársíns 1963, er ný brú
var tekin í notkun, en það er
fyrsta brúin, sem byggð er úr
strengjasteypu yfir stórá hérlend's.
Gamla brúin var þá sett á Svartá,
og gegnir sínu hlutverki þar með
sóma. Myndina tók Skarphéðinn
Ragnarsson 23. febrúar árið 1961,
er Blanda var í miklum vexti.
SVEITARSTJÓRNARMÁL