Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 43
í ljós, að fulltrúar þessara lands- hlutasamtaka töldu þetta bráða- birgðalausn og stóðu eindregið að baráttu sambandsins um að útvega sérstakan tekjustofn til reksturs fræðsluskrifstofa, t. d. sérstakan blut í söluskatti eða blutdeild í tekjum Jöfnunarsjóðs, eftir að sjóðurinn fengi aukna blutdeild í söluskatti. Fundarmenn voru sam- mála urn, að sérstök álagning á sveitarfélögin á vegum landshluta- samtakanna væri ekki æskileg. Til gliiggvunar um afstöðu Fjórð- ungssambandsins er rétt að geta þess, að síðasta Fjórðungsþing heimilaði fjórðungsráði að leggja á sveitarfélögin aukaframlag vegna fræðsluskrifstofanna, ef um er að ræða aukin framlög til reksturs þeirra eða til þeirra verður tryggð- ur tekjustofn. betta þýðir í raun, að vilji ríkisvaldið koma á móts við landsblutasamtökin, þá er Fjórðungssambandið reiðubúið til að koma á nióts við það með bein- um framlögum. Hér er dregið í efa, að slík heimildarákvæði séu í fjár- hagsáætlunum þeirra landshluta- samtaka, sem nú þegar liafa hafið greiðslur til íræðsluskrifstofanna. Framangreindai upplýsingar ættu að nægja til að sýna, að Olvir Karls- son liefur um hönd óhlutlæg og villandi ummæli um afstöðu Fjórð- ungssambands Norðlendinga í áð- urnefndri grein sinni. Því miður situr allt við það sama í rekstrar- málum fræðsluskrifstofanna og eng- inn liefur verið skeleggari en Olvir Karlsson í baráttu okkar til að fá fræðsluskrifstofurnar til starfa og í því að tryggja til þeirra rekstrar- fjármagn. Hér skal ekki lagður dómur á, hverjir tóku rétta stefnu í málinu á síðasta ári. Hitt er jafn- ljóst, að landshlutasamtökin mega ekki gera fræðsluskrifstofumálið að myllusteini um háls sinn. Með þökk fvrir birtinguna. Askell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga." HVAÐ ER BJARNI BRAGI AÐ SEGJA? í ií^ . ¥</' - /M f Mm n B ^ ttMi /# Undir myndatexta á bls. 37 í 1. tbl. Sveitarstjórnar- mála 1975 var varpað fram Jreirri spurningu, livað lfjarni Bragi Jónsson, forstöðumaður Áætlanadeildar Framkvæmdastofnunarinnar hefði verið að segja tveimur ungum mönnum, þegar ljósmyndin var tek- in á ráðstefnu um fjármál sveitaríélaga. Heitið var viðurkenningu fyrir bezta svarið. Nokkrar ábendingar hafa borizt um liugsanleg heilræði Bjarna, og liér fer á eftir bréf, sem Sveitar- stjórnarmálum hefur borizt um þetta efni. Það er stutt og skýrt, hefur í sér fólgin fimm heilræði, sem vafalaust eru holl íhugunar í hvaða sveitarfélagi sem er. Bréfið er frá Hirti Þórarinssyni, skólastjóra á Klepp- járnsreykjum, og fer hér á eftir: „Það, sem Bjarni Bragi Jónsson er að segja þessum ungu mönnum" sbr. bls. 37 1. hefti 1975: Stjórn 1. Sem þumalfingur handarinnar er mér skylt að koma til móts við íbúa sveitarfélagsins og hafa skiln- ing og tilfinningu fyrir hóflegum þörfum, jafnframt hagsæld þeirra. FrceÖslustarj 2. Visa þeim leið ti! hagkvæmari rekstrar í atvinnu Jreirra og benda Jreim á nýjar leiðir. Framtiðaráœtlun 3. Gera áætlun árlangt og aðra 4 ára um fram- kvæmdir og fjármögntin verkefna sveitarfélagsins. Tengja félagsbönd 4. Auka samlieldni íbúanna með umræðum um málefni sveitarfélagsins í heild, en víkja til hliðar emkakröfum, kynna vel rekstrarstöðu sveitarfélagsins hverju sinni. Æskulýðsmálin 5. Muna eftir litlu íbúum sveitarfélaganna, börn- unum, vaxtarbroddi sveitarfélagsins. Finna þeim aukin [jroskasvið, jafnframt hinum lagalegu skyldum. Með kveðju, Hjiirtur Þórarinsson skólastjóri." SVElTARSTJÓItNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.