Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 35
Ljósmyndin er tekin á aðalfundinum á Seyðisfirði. Talið frá vinstri: Kristján Magnússon, sveitarstjóri á Vopnafirði, Arnfríður Guðjónsdóttir og Oddur Jónsson á Fagurhólsmýri, oddviti Hofshrepps. — Hvernig kanntu við þig sem eina konan innan um alla þessa karlmenn? „Alveg ágætlega. Ég finn satt að segja á engan hátt til þess í starfi mínu, að ég skuli vera kona. Karlmenn, sem ég á samskipti við, eru einkar vinsamlegir og úrræðagóðir. Mér er hvarvetna vel tekið, og ég vona, að erindi sveitarfélagsins fái ekki síðri afgreiðslu, þótt kona beri þau upp. Annars mæðir mun minna á oddvita í slíkum sveitarfélögum, þar sem sveitarstjóri er, heldur en vera mundi ella.“ — Áttu sæmilega heimangengt í erindrekstur á vegum hreppsins út á við? „Aðstæður mínar eru ekki of góðar til þess. Ég er með 10 manns í heimili, þar af tvö smá- börn, eins og tveggja ára gömul. Við hjónin eig- um sex börn. Það elzta er þó orðið 21 árs.“ — Hvernig er að vera að heiman um helgi á fundi sem þessum? „Úr því maður gefur sig að félagsstörfum á annað borð, verður maður að gegna þeim skyld- um, sem heyra til starfinu. Mér finnst líka að mörgu leyti hvíld og upplyfting að því að skreppa á fundi um þelgar. Maður verður ósköp and- laus af því að hanga sífellt yfir heimilisstörfum og sinna engu öðru.“ — Hvaða málefnum hefur þú mestan áliuga á? „Ég geri ráð fyrir, að mér sé farið eins og mörgum öðrum konum að hafa mestan áhuga á ýmiss konar félagsmálum í hinni þrengri rnerk- ingu, málum ungra og aldraðra og heilbrigðis- málum almennt. Þannig hef ég heima á Fáskrúðs- firði mestan áliuga á að koma upp heilsugæzlu- stöð. Við erum að reyna að koma henni inn á fjárlög næsta árs, hvernig sem það nú gengur. Við stefnum að því jafnframt að koma upp elli- heimili í tengslum við þá byggingu." — Á Búðahreppur þá ekki aðild að dvalar- lieimilinu á Egilsstöðum? „Nei, eldra fólkið óskar helzt að geta dvalizt í heimahögum sínum í ellinni, og ég tel rétt að stuðla að því, að svo geti orðið, þar sem mögu- legt er. Ég tel, að mikil þörf sé á slíkri stofnun í byggðarlaginu.“ — Þú nefndir einnig málefni barna? „Já, það stendur einnig til að reisa dagheim- ili. Aðdragandinn að því var sá, að þrír ungir menn buðust til að gefa alla vinnu sína og koma því upp, hreppnum að kostnaðarlausu, ef liann legði til efni. Ætlunin var að hefjast handa þegar á þessu hausti, en úr því sem komið er, mun það víst dragast til næsta vors. Á slíkri stofnun er einnig mikil þörf í hreppnum.“ — Finnst þér, að þeir málaflokkar, sem þú taldir, að konur sinni meira en karlar, séu al- mennt afskiptir hjá sveitarstjórnum? „Já, það tel ég. Ég nefndi bæði málefni yngstu borgaranna og hinna elztu. Sama gildir um 89 SVEITARSTJÓUNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.