Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 37
FRA SAMBANDI SVEITARFÉLAGA í AUSTURLANDSKJÖRDÆMI Aðalfundur Sambands sveitarfé- laga í Austurlandskjördæmi var haldinn í barnaskólahúsinu á Seyðisfirði dagana 6. og 7. septem- ber 1975. Helgi Gíslason, fráfarandi form., setti fundinn, en fundarstjóri var Sigmar Sævaldsson, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði og til vara Sveinn Guð- mundsson, oddviti Hlíðarhrepps. Fundarritari var ráðinn Steinþór Magnússon, en honum til aðstoðar voru Þorvaldur Jóhannsson, bæjar- fulltrúi á Seyðisfirði og Arnór Sig- urjónsson, oddviti Mýrahrepps. Aðalfundinn sátu 44 fulltrúar frá 29 af 34 sveitarfélögum á fé- lagssvæðinu, alþingismenn Austur- lands og gestir frá Sambandi ís- lenzkra sveilarfélaga, þremur lands- hlutasamtökum, frá Framkvæmda- stofnun ríkisins og fyrirtækinu Hagvangi, sem unnið hefur að gerð Austurlandsáætlunar. Ávörp gesta Á fundinum fluttu ávörp Unnar Stefánsson af hálfu Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga, Guðjón Ingvi Stefánsson, framkvæmdastjóri Sam- taka sveitarfélaga á Vesturlandi, Ólafur Þórðarson, formaður Fjórð- ungssambands Vestfirðinga, Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambands Norðlendinga. Skýrsla stjórnar Helgi Gíslason, formaður fráfar- andi stjórnar, flutti fundinum skýrslu um starfsemi sambandsins. Stjórriin hafði haldið 6 fundi á starfsárinu og framkvæmdaráð sambandsins 4 fundi. Orkuöflun fyrir Austurland og gatnagerð í þétt- býli voru einna umfangsmestu verkefnin, og var m. a. gerð heild- aráætlun um gatnagerð í þéttbýli á Austurlandi. Leitað var að bygg- ingarefni í sjó út af Austurlandi fyrir forgöngu sambandsins, unnið var að hafnaáætlun fyrir Austur- land og út kom á prenti lijá Fram- kvæmdastofnun ríkisins fyrri hluti Austurlandsáætlunar, sem sam- bandið hefur átt lilutdeild að. Ársreikningur og fjárhagsáætlun Bergur Sigurbjörnsson, fram- kvæmdastjóri sambandsins, gerði grein fvrir ársreikningum þess, rekstrarreikningi frá 1. júlí 1974 til 30. júní 1975 og efnahagsreikn- ingi pr. 30. júní 1975. Einnig lagði hann fram tillögu að fjárhagsáætl- un sambandsins næsta starfsár. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.