Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 7
JÓN ÍSBERG, sýslumaður, oddviti Blönduóshrepps: BLÖNDUÓS- KAUPTUN 100 ÁRA Lög nr. 21 frá 15. október árið 1875, um lög- gildingu verzlunarstaðar við Blönduós í Húna- vatnssýslu kváðu svo á, að frá 1. janúar árið 1876 skyldi vera „löggiltur verzlunarstaður við Blöndu- ós í Húnavatnssýslu. . .“. Frá sama tíma var leyft að byggja þar sölubúðir og liafa þar fasta verzlun. Aður höfðu Húnvetningar sótt verzlun til Skagastrandar, Borðeyrar og Sauðárkróks. Yfir Blöndu var að fara, og lentu menn þá oft í erfið- leikum. Varð það m. a. röksemd fyrir löggildingu verzlunarstaðarins. Þannig var það og er enn, að Blönduós er fyrst og fremst staður viðskipta og þjónustu. Héðan hefur lítil útgerð verið stunduð, þó reru menn til fiskjar allt fram til þess tíma, er fiskurinn hvarf úr flóanum, en það var fyrir um aldar- fjórðungi síðan. Sjálfstætt hreppsfélag Kauptúnið varð sérstakur lireppur árið 1914 (skipt úr Torfalækjarhreppi), og árið 1936 var byggðin austan Blöndu sameinuð Blönduós- hreppi (frá Engihlíðarhreppi). Þar ltafði kaup- félagið hafið verzlunarrekstur árið 1895, og stuttu síðar var gerður vísir að núverandi bryggju. Vestan Blöndu er kauptúnið byggt úr landi jarðarinnar Hjaltabakka, sem Jk'i var kirkjujörð. Upp úr 1940 keypti hreppurinn allar lóðir af ríkissjóði. Austan Blöndu var landið tekið eign- arnámi af Enni, þegar kauptúnið var sameinað í einn hrepp, svo nú eru engar eignarlóðir vestan Blöndu og aðeins tvær byggingalóðir eignarlóðir austan Blöndu. Jöfn og stöðug þróun Sýslumaður flutti til Blönduóss árið 1897 og læknir sama ár. Kirkjan var flutt frá Hjaltabakka til Blönduóss og vígð þar 13. janúar 1895 og Kvennaskólinn fluttur árið 1901 frá Ytri-Ey. Blanda var brúuð á árunum 1897 og 1898 og brúin endurbyggð árin 1963 og 1964. Fyrsti skráði íbúi Blönduóss var Thomas J. Thomsen, og liggja jarðneskar leifar hans í Hjaltabakkakirkjugarði og er leiðið það eina, sem varðveitt hefur verið af kirkjugarðinum. Árið 1920 voru íbúar 260, árið 1940 eru þeir 436, árið 1960 eru þeir 597 og nú hinn 1. desember 1975 813. Það hefur því verið stöðug og jöfn þróun. Þjónustumiðstöð Kauptúnið varð til af nauðsyn viðskipta, og viðskipti og þjónustustörf hafa verið aðalstörf SVEITARSTJ ÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.