Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 41
kvæmdaráðinu er Helgi Gíslason, oddviti Fellahrepps. Endurskoðendur sambandsins voru kjörnir Sigurjón Jónasson, bankafulltrúi á Egilsstöðum og Gísli Sigurðsson, Seyðisfirði. Ráðagjafanefnd B. í. í ráðagjafanefnd Brunabótafé- lags íslands á Austurlandi voru kosnir Jóhann Klausen, bæjar- stjóri; Reynir Zoéga, bæjarfulltrúi FRAMKVÆMDA- STJÖRI Á INIY Bergur Sigurbjörnsson, við- skiptafræðingur, liefur á ný verið ráðinn framkvæmdastjóri Sam- bands sveitarfélaga í Austurlands- kjördæmi. T('»k hann við starfinu hinn 1. maí 1975 er Ingimundur Magnússon lét af því starfi. Bergur Sigurbjörnsson kemur nú að fyrra starfi, því liann var fyrsti framkvæmdastjóri sambands- ins, ráðinn 1. apríl 1968 og gegndi því til ársloka 1971, en þá var hann ráðinn einn af þrernur framkvæmdastjórum Framkvæmda- stofnunar ríkisins. Bergur var kynntur í 3. tbl. Sveitarstjórnarmála árið 1968. á Neskaupstað, og Vilhjálmur Sig- urbjörnsson, framkvæmdastjóri, Egilsstöðum. Raforkunefnd í raforkunefnd hlutu kosningu: Friðrik Kristjánsson, rafveitustjóri, Höfn í Hornafirði; Reynir Zoéga, bæjarfulltrúi í Neskaupstað; Hreinn Sveinsson, rafveitustjóri á Vopna- firði; Guðmundur Hallgrímsson, rafvirkjameistari, Fáskrúðsfirði, og Hreppsnefnd Egilsstaðahrepps hefur kjörið Svein Jónsson, bónda á Egilsstöðum fyrsta lieiðursborg- ara hreppsfélagsins. Sveinn á Egilsstöðum, eins og hann heíur löngum verið kallaður, er borinn og barnfæddur á jörð- inni Egilsstöðum, sem hreppurinn er kenndur við, og liefur ávallt búið þar. Hann er fæddur árið 1893 og er því kominn á níræðis- aldur, J»ótt enn sé hann hið bezta ern. Sveinn liefur liaft afskipti af sveitarstjórnarmálum í meira en hálfa öld. Hann var oddviti Valla- hrepps árin 1919 til 1943 og varð fyrsti oddviti Egilsstaðalirepps, eft- ir stofnun sveitarfélagsins árið 1947. Oddvitastarfinu gegndi liann samfellt í 19 ár eða til árs- ins 1966. í hreppsnefnd sat hann áfram til ársins 1974, er seinast var kosið til sveitarstjórna. Auk starfa sinna að sveitarstjórn- armálum liefur Sveinn á Egilsstöð- um verið framarlega í félagsmál- um bænda, setið á Búnaðarþingi fjóra áratugi og í stjórn Búnaðar- sambands Austurlands í þrjá ára- tugi. Hjálmar J. Níelsson, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði. Safnanefnd í safnanefnd voru kosnir: Ár- mann Halldórsson, kennari, Eið- um; Elías Jónsson, varðstjóri, Höfn í Hornafirði; Elín Metúsalemsdótt- ir, húsfrevja á Burstafelli; Grétar Einarsson, varðstjóri, Seyðisfirði, og Hjörleifur Guttormsson, líf- fræðingur, Neskaupstað. Sveinn Jónsson. SVEINN JONSSON HEIÐURSBORGARI EGILSSTAÐAHREPPS SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.