Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 31
STEFANÍA PÉTURSDÓTTIR, formaður Kvenfélagasambands Kópavogs: STARF KVENFELAGA OG KVENFÉLAGASAMBANDS ISLANDS AÐ MENNINGARMÁLUM Þar sem Kvenfélagasamband íslands er sam- einingaraðili þeirra 243 kvenfélaga, sem innan vébanda þess starfa í 21 héraðssambandi, er ekki liægt að fjalla eingöngu um þær framkvæmdir, sem sambandið sjálft liefur á sínurn vegum og til menningarmála kallast, heldur verður að benda í stórum dráttum á störf hinna einstöku kvenfé- laga og héraðssambanda. Sem dæmi um starfið er eftirfarandi tekið upp úr ársskýrslu eins héraðssambands, sem í eru 13 kvenfélög nteð rösklega sex hundruð félaga, á landsvæði, þar sem samgöngur eru mjög erfiðar. Þar segir svo: „Öll viiina félögin að liknar- og menningar- málnm i stórum stil, hvert á sinu félagssvceði. Þau afla tekna með leiksýningum, félagsvist, bingó- spili, blómasölu, kaffisölu, dansleikjum og fleira. Að mestu leyti renna pessar tekjur aftur út til fólksins i byggðarlögunum. Félögin eru flest að- ilar að byggingu félagsheimila i sinni heima- byggð. Þau. ýmist styrkja rekstur barnaleikvalla eða reka pá,-gefa stórgjafir til sjúkrahúsa, elli- heimila og kirkna, að ógleymdum öllum peim einstaklingum og fjölskyldum, sem félögm hafa styrkt, cr sérstaka erfiðleika ber að höndum. Haldnar eru jólatrésskemmtanir á hverju ári, skemmtanir fyrir aldraða og einstceða, keypt jóla- tré og Ijós lil að prýða porp og bcei um jólin og sjúkum og einstceðum fccrðar gjafir. Á vorin eru kirkjugarðar hreinsaðir og keypt sumarblóm til að setja á leiðin, cinnig keyplar trjáplöntur til gróðursetningar innan byggðarlagsins. Sum félög annast hreinsun galna og umhverfis á sinu félags- svceði. Ýmislegt er gert til upplyftingar og skemmtun- ar fyrir félagana sjálfa, farnar skemmtiferðir að sumrinu og leikhúsferðir til Reykjavikur að vetri eða snemma vors, haldnar kvöldvökur og spila- kvöld og pá eiginmönnum eða öðrum gestum gjarnan boðið með. Á félagsfundum er alltaf eitt- lwað til fróðleiks og skemmtunar, mörg félög hafa gefið út afmcelisrit eða halcla úti skrifuðu blaði, sem lesið er á funclum hjá viðkomandi félagi.“ Menningarstarf kvenfélaganna Óhætt er að fullyrða, að kvenfélögin hafa um land allt átt ríkan þátt í að halda uppi menning- arlegu félagslífi. Þau hafa stutt menningar- og mannúðarstofnanir með ótrúlega háum fégjöfum og þess fjár hefur verið aflað með miklu og óeigingjörnu starfi. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.