Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 9
Þorlákshöfn kringum 1950. Ljósmyndin er tekin frá Suðurvararbryggju. Ljósm. Stefán Sigurðsson. kom, að leikfimi var iðkuð. Þá starfaði hér lestr- arfélag og söngfélag. Einnig var málfundafélag hér urn og eftir aldamótin. Það lióf m. a. undir- búning að byggingu sjúkraskýlis hér á staðnum. Nokkru var safnað af peningum, og á vertíðinni árið 1916 var grunnurinn gerður og grindin reist. Það vor veitti sýslusjóður 200 kr. til þessara fram- kvæmda. En j^ví miður fauk grindin og þar með vonin um sjúkraskýli hér, en fé j)að, er til var, var lagt í sjúkrahússbygginguna að Litlahrauni, en, eins og kunnugt er, voru konur Jrær, er að þeirri byggingu stóðu, of stórhuga fyrir sína sam- tíð, og byggingin endaði sem fangelsi, en ekki sjúkrahús. Verzlunarstaður í íslendingasögunum er hvergi getið um skipa- komur til Þorlákshafnar. Fyrsta örugga heimildin um kaupskip hér er frá árinu 1533, þá segist landfógeti hafa tekið við 30 lýbskum mörkum frá tilteknum kaupmanni liggjandi í „Thorlacershaffen“. Ekki er ljóst, hvort skip jjetta var statt hérna fyrir einhverja tilviljun eða algengt var, að kaup- skapur færi fram hér á víkinni. Okkur, sem átt höfum heima hér í Þorláks- höfn fleiri eða færri undanfarinna ára og sótt svo til allar okkar daglegu nauðþurftir í þessa einu búð, sem hér hefir verið, gæti virzt, að ekki jayrfti mörg orð til jæss að rekja verzlunarsögu staðarins. En j>að er öðru nær. Hér er um að ræða nær tveggja alda sögu — sögu um baráttu lúns veika við hinn sterka — sögu um uppreisn hins kúgaða gegn kúgara sín- urn —, en fæst af j>ví verður rakið hér. Hinn 13. júní árið 1787 var gefin út í Kaup- mannahöfn konungleg tilskipun um, að verzlun á íslandi skuli frjáls öllum Jjegnum Danakon- ungs. Þá hófst verzlunarsaga Þorlákshafnar. „Spekulantar" lögðust hér inn á víkina, en voru illa séðir af Bakkakaupmanni — var jafnvel dærni til, að }>eir héldu sig heldur vestur á m SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.