Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 42
144 kvæmni og bætir þjónustu við íbú- aiia. Breyttar reglur jöfnunarsjóðs Fjórðungsþingið 1975 bentlir á nauðsyn þess að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaga með það l'yrir augum, að þeir verði bet- ur afmarkaðir og nægi til að standa undir þeim verkefnum, sem sveit- arfélögunum eru ætluð. Þingið vekur athygli á því, að núverandi úthlutunarreglur Jöfn- unarsjóðs miðast að mestu við út- hlutun eftir íbúatölu sveitarfélaga og stuðla ekki nægilega að jöfnun á aðstöðu til álagningar á milli sveitarfélaga. Bendir þingið á það höfuðhlut- verk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að jafna aðstöðu sveitarfélaga og legg- ur til að teknar verði upp tillögur úr skýrslu Sambands ísl. sveitarfé- laga, þar sem lagt er til, að fé úr Jöfnunarsjóði verði notað til að greiða jöfnunarframlag þeim sveit- arfélögum, sem sitja við skarðan álagningarstofn, enda þótt lekju- stofnar séu að fullu nýttir. Það er skoðun þingsins, að með þessu sé hægt að jafna verulega aðslöðu dreifbýlisins, jafnframt verði frarn- lag Jöfnunarsjóðs til þeirra sveit- arfélaga, sem ekki nýta liöfuð- tekjustofna sína á eðlilegan liátt, skert sem nemur þeim afslætti, sem veittur er. Þéttbýlisvegafé Fjórðungsþing Norðlendinga 1975, telur, að sú lagabreyting að verja 25% vegafjár í stað 10% til þess að hraða verkefnum í þéttbýli sé til bóta og auki liagkvæmni Iramkvæmda, verði rétt á málum lialdið. Hins vegar ítrekar fjórð- ungsþingið fyrri kröfur Fjórðungs- sambands Norðlendinga um, að fé það úr vegasjóði, sem rennur til vegagerðar í þéttbýli, verði ein- vörðnngu varið til framkvæmda á þeim stöðum, sem dregizt liafa aft- ur úr í varanlegri gatnagerð. Verði gerð sérstök áætlun um verkefni þetta, sem nái til landsins alls, og fjár aflað til framkvæmdanna, sem tryggi, að þeim verði lokið innan fárra ára. Þingið bendir á, að nauðsynlegt er að fella liugtakið þjóðvegur í þéttbýli niður úr vegalögum, þann- ig að fjárframlögin nái til gatna- kerfa þéttbýlisstaða sem lieildar. ByggðasjóSur Fjórðungsþing Norðlendinga 1975, ályktar að marggefnu tilefni, að Byggðasjóður er, samkvæmt lög- um og eðli sjóðsins, tæki til þess ætlað að hafa áhrif á þróun byggð- ar f landinu. Lánveitingar í öðrum tilgangi eða til þess landsvæðis, sem fólk hefur fyrst og fremst flutt lil á undanförnum árum, eru brot á lögum sjóðsins og ósamrýmanleg tilgangi og starfsemi hans. Telur Fjórðungsþing Norðlend- inga slíkar lánveitingar beri að stöðva nú þegar og fjáröflunar- vandamál þau, sem Byggðasjóður hefur verið látin leysa, en eru hon- um óviðkomandi, verði leyst á ann- an og eðlilegri liátt. Fjórðungsþingið fagnar eflingu Byggðasjóðs með atiknu framlagi ríkissjóðs, en lýsir jafnframt undr- un sinni á því, að sjóðurinn virðist sjaldan ltafa haft úr minna fjár- magni að spila en einmitt nú. Þjónusta frá sýsluskrifstofum Fjórðungsþing Norðlendinga 1975 bendir á með skírskotun til þjónustukönnunar á vegurn Fjórð- ungssambandsins og umræðna á vegum stofnananefndar, að nauð- synlegt sé að endurskipuleggja þjónustustarfsemi sýslumannsemb- ættanna við íbúa þeirra svæða og þéttbýlisstaða, sem liggja fjær að- seturstað sýslumanna. Með auknum umboðsstörfum á vegum embætt- anna, aukast dagleg samskipti sýsluskrifstofanna við íbúana, t. d. vegna almannatrygginga og héraðs- sjúkrasamlaga. Fjórðungsþingið leggur því til, að komið verði upp þjónustustarf- semi á vegum sýsluskrifstofanna í þéttbýlisstöðum utan aðseturs sýsluskrifstofu, sem annist í urn- SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.