Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 49

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 49
ALAGNING OG BIRTING „SJÚKRATRYGGINGARGJALDS" Ríkisskattstjóri hefur skrifað sveitarstjórnum svo- fellt bréf um álagningu og birtingu „sjúkratryggingar- gjalds", |j. e. i% áiags á gjaidsstofn útsvara, sem sveit- arfélög eiga að innlieimta á árinu 1976: „Skv. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 95/1975 um breytingar á lögum um almannatryggingar nr. 67/1971, sbr. lög nr. 112/1972 og 62/1976, skulu sveitarfélög á árinu 1976 innheimta 1% álag á gjaldstofn útsvara. í lögum þessum eru engin ákvæði, bvernig með skuli fara álagningu og birtingu gjalds þessa, sent af emb- ættisins hállu hefur verið gefið nafnið „Sjúkratrygg- ingargjald". Alykta verður Jtó með bliðsjón af inn- beimtuákvæðum, að sveitarstjórnum beri að annast álagningu og birtingu gjaldsins. í Jtessu sambandi þykir rétt að vekja athygli allra sveitarstjórna á eftirfarandi atriðum: 1.0.0. Um álagningu gjaldsins. 1.1.0. Framkvcemd álagningar. Annist skattstjóri álagningu útsvara í sveitarfélag- inu skv. 18. og 19. gr. reglugerðar nr. 118/1972 um útsvör, ber honum jafnframt að annast álagningu Jressa sjúkratryggingargjalds. Annist ltins vegar sveitarstjárn sjálf, eöa nefnd á hennar vegum, álagningu útsvara í sveitarfélaginu, sbr. ákvæði 20. gr. reglugerðar nr. 118/1972, her henni að annast álagningu þessa sjúkratryggingar- gjalds. 1.2.0. Stofn iil álagningar. Skattstjórum hefur verið send „Framteljendaskrá 31. des. 1975 — Útsvör 1976“ fyrir livert einstakt sveitarfélag, og liafa Jteir framsent bana hlutað- eigandi sveitarfélögum. Með notkun á þessari framteljendaskrá kemur stofn til álagningar sjúkratryggingargjalds Jressa fram í 6. dálki skrárinnar „Tekjur til útsvars", sem er sama fjárbæð og útsvarsskyldar tekjur gjaldanda („gjaldstofn útsvars" gjaldanda), sbr. 23. gr. laga nr. 8 1972 með áorðinni breytingu skv. 15. gr. laga nr. 11/1975, sbr. ákvæði II. kafla (10. og 11. gr.) reglugerðar nr. 118/1972, eftir því sem við á. 1.3.0. Akvörðun gjaldsins. Sjúkratryggingargjald skal nérna 1% af útsvars- skyldum tekjum (gjaldstofni útsvars), þ. e. a. s. af stofni þeim, er frain kemur í 6. dálki „Tekjur til útsvars" í framteljendaskrá. Samkvæmt ákvörðun fjármálaráðuneytisins skal gjaldið álagt í beilum bundruðum króna, Jrannig að lægri fjárhæð en 100 kr. skal sleppa. Nemi sjúkratryggingargjaldið þann- ig reiknað (og afrúnnað) 1.000 kr. eða lægri fjár- bæð, skal Jiað fellt niður. (A „Tekjur til útsvars", sem lægri eru en 110.000 kr., kemur gjaldið Jjví eigi til álagningar.) Lækkun eða niðurfelling gjaldsins af öðrum ástæð- um er algjörlega óheimil. í Jiessu sambandi skal sérstök atbygli vakin á því, að ákvæði 1. mgr. 26. gr. laga nr. 8/1972 með orðinni breytingu skv. 16. gr. laga nr. 11/1975 (lækkun úsvars vegna fjiil- skyldustærðar) liafa engin ábrif á álagningu sjúkra- tryggingargjalds- svo °g á því, að óbeimilt er að lækka gjaldið með bliðsjón af ákvæðum 27. gr. laga nr. 8/1972, með áorðnum breytingum skv. 17. gr. laga nr. 11/1975. 2.0.0. Um birtingu gjaldsins. Þar sem skattstjórar annast álagningu útsvara, mun sjúkratryggingargjald birtast í sömu skrá og útsvör. Annist bins vegar sveitarstjórn sjálf eða nefnd á hennar vegum álagningu útsvara í sveitarfélaginu, verður að teljast eðlilegt, að sjúkratryggingargjald verði birt í sömu skrá og útsvör. Um framlagningu sjúkratryggingargjaldsskrárinnar, kærufrest o. þ. b. verður að telja, að gildi sörnu reglur og um útsvarsskrá. 3.0.0. Um innheimtu gjaldsins. Sjúkratryggingargjald Jietta ber sveitarstjórnum að innbeimta, sbr. ákvæði greindra laga nr. 95/1975. Að gefnu tilefni Jjykir rétt að vekja athygli á þvi, að sjúkratryggingargjald á gjaldstofn útsvara er ekki stofn til álagningar kirkjugarðsgjalds, þótt svo sé ltátt- að um útsvör." SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.