Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 41
Raufarhöfn. Ljósm. Sigurjón Jóhannsson. Framleiðslusamvinna iðnfyrirtækja Fjórðungsþing Norðlendinga 1975 felur iðnþróunarnefnd að beita sér fyrir samstarfi við Iðn- þróunarstofnun og Framkvæmda- stofnun ríkisins um könnun á fram- leiðslusamvinnu iðnaðaraðila í fjórðungnum. í framhaldi af þeirri könnun verði gerð úttekt á framleiðslu- möguleikum og fjárhagslegri af- kornu fyrirtækjanna. Gengizt verði fyrir fundum með heimaaðilum um eflingu iðnaðar til mótunar iðnþróunar i fjórðungnum. Stefnt verði að því, að hægt verði að leggja niðurstöður fyrir næsta fjórð- ungsþing. Þingið vekur athygli á því, að grundvöllur raunhæfrar iðnþróun- ar er, að iðnaðurinn, sem er ein af höfuðatvinnugreinum landsmanna, njóti sömu fjármagnsfyrirgreiðslu og aðrar atvinnugreinar. Ráðstefna um landbúnaðarmál Þórarinn Kristjánsson, oddviti Svalbarðshrepps, hafði orð fyrir landbúnaðarnefnd þingsins. Að tillögu nefndarinnar var samþykkt að halda á vegum Fjórð- ungssambandsins ráðstefnu um landbúnað og byggðaþróun. Jafn- framt yrði gerð úttekt á stöðu land- búnaðarins í fjórðungnum og gildi hans fyrir þéttbýli á Norðurlandi. Jafnframt var því beint til Stétt- arsambands bænda, að landbúnað- arframleiðslan yrði á liverjum tíma skipulögð í samræmi við land- kosti og markaðshorfur á hverjum tíma, innlend fóðurframleiðsla yrði aukin og hraðað byggingu tveggja graskögglaverksmiðja, sem fyrirhugað sé að reisa í fjórðungn- urn. Staða sveitarfélaga og samtaka þeirra lírynjólfur Sveinbergsson, odd- viti Hvammstangahrepps, hafði orð fyrir fjórðungsmála- og allsherjar- nefnd þingsins. Hér fer á eftir liluti ályktana, sem þingið gerði að tillögu nefnd- arinnar: Við endurskoðun sveitarstjórnar- laga verði tekið tillit til þeirrar þróunar, sem átt hefur sér stað undanfarin ár, en stofnuð ltafa verið landshlutasamtök sveitarfé- laga um land allt. Verði lands- hlutasamtökunum þó einungis falin verkefni, sem liæfa eðli þeirra og hlutverki í stjórnkerfinu og verði jieim tryggðar tekjur í samræmi við verkefni. Sveitarfélög liafi öll sömu réttar- stöðu að lögum þannig að niður falli aðgreining þeirra í hreppa og kaupstaði. Sýslurnar verði endur- skipulagðar sem samstarfssamtök allra sveitarfélaga innan landfræði- lega eðlilegra marka. Verði um breytingar á sýslumörkum að ræða, skulu slíkar breytingar bornar und- ir íbúa hlutaðeigandi svæða. Landshlutasamtök sveitarfélaga verði fyrst og fremst samstarfsvett- vangur aðildarfélaganna og bar- áltutæki fyrir sameiginlegum hags- munum. Þau verði ekki beinar stjórnsýslustofnanir heldur þjón- ustustofnanir sveitarfélaganna og annist m. a. áætlunargerð og skipu- lagsmál. Sveitarstjórnir kjósi full- trúa til Fjórðungsþings, sem jafn- framt verði fulltrúar sveitarfélag- anna i sýslunefndum. Sýslunefndir fari með verkefni, sem snerta héraðið sem heild, svo sem ýmiss konar rekstrarsamstarf aðildarsveitarfélaganna, þar sem stækkun rekstrareininga eykur hag- 143 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.