Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 21
Síldarsöltunarstöðvar á Siglufirði á annríkistíma. skipstjórinn stígur á land. Um það voru allar konur, sem þarna voru staddar, sammála, að skipstjórinn, sem þarna kom neðan bryggjuna, væri langfallegasti Norðmaðurinn, sem nokkru sinni hefði stigið fótum á siglfirzka grund. Hann var urn þrítugt, hár og íturvaxinn, ljós yfirlitum og norrænn á svip. En þarna á malarkambinum voru saman kornnir því nær allir íbúar Siglu- fjarðarþorps, ungir og gamlir, enda var fólks- fjöldinn ekki mikill í þá daga. Allir vildu fagna og heilsa hinu nýja skipi. Þá var einhver, sem spurði, hvað það væri, sem skip lians hefði á þilfari og glitraði svo mjög. Þá brosti skipstjóri og sagði, að það væri síld. - Síld? — Já, Við létum reka í fyrrinótt og fengum þá ellefu tunnur. En svo létum við reka aftur í nótt, og þá komu í netin sextíu og sjö tunnur síldar. Við verðum að fá hjálp til að koma þessu í salt. — Skipið leggst að bryggju og allt kemst á ferð og flug. Snjóhvítar tunnur hlaðast upp í stafla ofan við bryggjuna. Og er þannig hafði gengið um stund, hófst sá starfinn, sem mest var um verður: Fyrsta hafsíldin, sem veidd var á djúpmiðum, er affermd til söltunar á Siglufirði. Klukkan eitt miðnættis er fyrsta siglfirzka hafsíldin komin í salt. Fólkið er að hætta og farið að þvo sér og þrífa sig. Þá kemur skipstjór- inn með tvær litlar skjóður. Hann ber sína í livorri liendi. Hann sezt á tóman síldarstamp og hefur hreina heiltunnu fyrir afgreiðsluborð. Og þarna greiðir hann fólkinu kaup þess í gler- liörðum peningum. Þetta var nýlunda í Siglu- firði. Hver gengur til sinna heimkynna í blíðu sumarnæturinnar í þann mund, er nætursólin hellir geislaflóði sínu yfir bæinn og breytir hverri rúðu í lýsigull. Á morgun er helgidagur. Þetta er sunnudagsnótt. Nú eru peningar komnir inn á hvert heimili á Siglufjarðareyri. Menn leggj- ast til hvílu ánægðir í friði og kyrrð sólskins- næturinnar. I hverju brjósti ríkir óvenjulegt öryggi og sælublandin von. Menn sofna með bros á vör. Það er kominn nýr dagur. — Nýi tíminn hefur haldið innreið sína í hið litla, fá- tæklega þorp norður við heimskautsbauginn." Þannig byrjaði síldarævintýrið í Siglufirði. Tímabil Norðmanna á Siglufirði 1903—1930 Norðmenn gerðust nú umsvifamiklir á Siglu- firði. Þeir reistu síldarsöltunarstöðvar, síldar- ig3 SVEXTARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.