Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 48
rithöfundum fyrir afnot af íslenzkum bókum í söfnunum. Áður var þetta gjald lagt að hálfu á sveitarfélögin. Framlagið í Rithöfundasjóð hækk- ar að mun og verður kr. 12 millj. að tveimur ár- um liðnum. Ættu rithöfundar að geta sætt sig við þá uppliæð. Á jrað skal sérstaklega bent við setningu nýrra bókasafnslaga, að víða á landinu er mikil jrörf á sameiningu bókasafna. Smásöfn eru alltof mörg. I>au eru vanmegnug og koma að litlu gagni. Um tvær leiðir er helzt að velja, þegar til sameining- ar bókasafna kemur: a) að lestrarfélög og smásöfn í nærliggjandi hreppum sameinist héraðsbókasafninu, b) að tvö eða fleiri bókasöfn í nágtannahrepp- um sameinist í eitt gott safn á verzlunarstaðnum eða annarri samkomumiðstöð. Bókasöfn á sveitabæjum eða í einangruðum fundahúsum heyra fortíðinni til. Bókasafn á að vera í Jjjóðbraut. Eins og lögin bera með sér, er hér um ramma- lög að ræða. lleglugerð mun kveða á um innra starf safnanna, starfslið, skipulag, jjjónustu o. s. frv. Bókafulltrúi mun að sjálfsögðu svara fyrir- spurnum og veita upplýsingar varðandi lögin, hvort sem er í síma eða bréflega. Norræna sveitarstjórnar- ráðstefnan 1976 Norræna sveitarstjórnarráðstefn- an verður í ár haldin í fræðslu- stofnun danska Sveitarfélagasam- bandsins í Grena á Jótlandi dag- ana 2.-6. ágúst. í húsakynnum fræðslustofnun- arinnar er gistirými fyrir 85 manns, svo að hverju Norðurlandanna hefur verið boðið að eiga 17 þátt- takendur í ráðstefnunni. Að jjessu sinni verður á ráð- stefnunni rætt um þátttöku al- mennings í sveitarstjórnarmálum. Skýrt verður frá meðferð opin- berra mála á Norðurlöndum í fimm stuttum framsöguerindum, þar sem lýst verður stjórnarhátt- um í hverju landanna um sig. Rætt verður um eðli og forsend- ur lýðræðis, sjálfsforræði sveitar- félaganna og takmarkanir þess, þátttöku þegnanna í ákvörðunar- töku og stefnumótun á sviði ein- stakra málaflokka. 150 JAKOB ÞÓRÐARSON, vélvirki, hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Grýtubakkalireppi frá 1. maí s.l. jakob er fæddur 9. marz árið 1946 á Árbakka á Látraströnd, son- ur lijónanna Kristínar Elínar Stef- ánsdóttur og Þórðar Jakobssonar, núverandi bónda í Árbæ. Lauk gagnfræðaprófi frá Héraðs- skólanum að Laugum árið 1963, vann við búskap í Árbæ á árunum 1963—1966, en lauk prófi í ketil- og plötusmíði frá Iðnskólanum á Akureyri árið 1970 og í vélvirkjun haustið 1972. Kvæntur er Jakob Björgu Sigur- björnsdóttur frá Akureyri, og eiga þau tvö börn. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.