Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 38
14ft Arni Jónsson, landnámsstjóri, fluUi erindi um landbúnað og byggðaþrónn. Dr. Kjartan Jóha7insson, verk- jrœðmgur, talaði um heilbrigðis- mál á Norðurlandi. Sigurður Guðmundssn, hagfrað- ingur, flutti erindi um byggða- vanda Norðurlands vestra. Greinargerðir milliþinganefnda Gerð var grein fyrir störfum milliþinganefnda Fjórðungssam- bandsins eins og hér segir: Stefán Stefánsson, beejarverk- frecðingur á Akureyri, sagði frá starfi stofnananefndar. Jóhann L. Jóhannesson, oddviti Akrahrepps, hafði orð fyrir land- búnaðarnefnd. Gunnar Sigurðsson, hrepjisnefnd- armaður á Blönduósi, mælti fyrir áliti iðnþróunarnefndar. Kristinn G. Jóhannsson, skóla- stjóri á Ólafsfirði, talaði af hálfu mennlamálanefndar. Benedikt Guðmundsson, bóndi á Staðarbakka i Ytri-Torfustaða- hrepjji, hafði orð fyrir samgöngu- málanefnd og Jón Illugason, oeldviti Skútu- staðalirejjps, talaði af hálfu fcrða- málanefndar Fjórðungssambands- ins. Starfsnefndir á þinginu Kosnar voru til starfa á þinginu sjö nefndir, og var öllum þingfull- trúum skipað í þær, að eigin vali. Nefndii þessar voru samgöngu- málanefnd, menntamálanefnd, iðn- þróunarnefnd, landbúnaðar- og landnýtingarnefnd, fjárhags- og laganefnd, ferðamálanefnd og fjórðungsmála- og allsherjarnefnd. Einnig tóku gestir þingsins þátt í nefndastörfum. Fjiilmörgum tillögum, sem fyrir þinginu lágu, var vísað til hinna ýmsu nefnda, sem um þær fjölluðu. Ferðamál Hér fara á eftir nokkrar ályktan- ir þingsins, en ekki eru tök rúms- ins vegna að geta þeirra allra. Haukur Harðarson, bæjarstjóri, hafði orð fyrir ferðamálanefnd þingsins: 1. FjórðungsJjing Norðlendinga 1975 telur brýnt, að ferðamanna- þjónusta verði viðurkennd sem sér- stakur atvinnuvegur á borð við aðrar atvinnugreinar i þjóðfélag- inu og njóti sömu fjármagnsfyrir- greiðslu og kjara um stofnlán og Jjær. Tjaldstæði við þéttþýli Þingið ítrekar fyrri ályktanir um, að gerð verði úttekt á stöðu ferða- mála á Norðurlandi. A grundvelli Jjeirrar úttektar felur Jiingið stjórn Fjórðungssambandsins a) að beita sér fyrir gerð áætlunar um frarn- tíðarskipan ferðamála í fjórðungn- um, þar sem lögð verði megin- áherzla á lengingu ferðamannatím- ans b) að beita sér fyrir auknu samstarfi og samræmingu ferða- mála í fjórðungnum c) að beita sér fyrir útgáfu sameiginlegs ferða- málabæklings um Norðurland. Þingið hvetur forráðamenn þétt- býlisstaða á Norðurlandi til að koma upp tjaldstæðum með hrein- lætisaðstöðu á sem flestum þétt- býlisstöðum. Þá beinir Jjingið Jjví til sýslu- nefnda í fjórðungnum að atliuga, hvernig aðstoða megi strjálbýlis- hreppa, eða aðra aðila utan þétt- býlis við að koma upp og reka slík tjaldstæði. Æskulýðs- og íþróttastarf Sigurður Jóhann Sigurðsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, hafði orð fyrir því áliti menntamálanefndar, sem snerti æskulýðs- og íjjróttamál. Það var samjjykkt samhljóða og er á Jjessa leið: FjórðungsJjing Norðlendinga 1975 bendir á Jjá miklu erfiðleika, sem æskulýðs- og íþróttastarf á Norðúr- landi á í vegna skorts á fjármagni, liæfum leiðbeinendum, viðunandi aðstöðu og skipulagningu og vill í Jjví tilefni benda á eftirtalin atriði, er stuðlað gætu að umbótum i þess- um efnum: 1) Ríki og sveitarfélög styðji frjálsa æskulýðssarfsemi með aukn- um fjárframlögum eftir ákveðnum reglum, og bendir Jjingið á tillögur Í.S.Í. og U.M.F.Í., um að ríki og sveitarfélög greiði 30% hvort af kostnaði við félagsstarfsemi, en fé- lögin sjálf 40%. 2) Komið verði á fót í fjórðungn- urn námskeiðum fyrir leiðbeinend- ur á ýmsum sviðum æskulýðs- og íþróttamála og áhugamönnum um slík mál verði gert fjárhagslega kleift að sækja slík námskeið eða vinna um tíma að áhugamáli sínu í samvinnu við Jjjálfaða starfs- menn, t. d. í leiklist, félagsjjjálfun, myndlist, íjjróttum og tónlist. 3) Starfandi verði í sem flestum sveitarfélögum eða í héruðum, æskulýðsráð til ráðgjafar og sam- ræmingar á störfum Jjeirra aðila, sem að Jjessum málum vinna í hverju byggðarlagi, enda séu æsku- lýðsráðin skipuð fulltrúum félaga, skóla og sveitarstjórna. Eflt verði samstarf og kynning þeirra aðila, sem að félagsmálum vinna á Norð- urlandi. 4) Þingið telur, að leggja beri áherzlu á, að félagslieimilabygging- ar verði hannaðar með sem víð- tækust afnot í liuga. Sérstaklega skal þess gætt, að aðstaða til æsku- lýðs- og íjjróttastarfs verði tryggð, SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.