Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 31
tómstundastarfsemi fyrir augum yrði það að sjálfsögðu óviðunandi, ef félagsstarfsemin gæti átt það yfir höfðu sér að verða beint eða óbeint vísað úr húsnæðinu. Á sama hátt má skólastarf- semin ekki bíða hnekki af félagsstarfinu. Þótt hér verði fyrst og fremst rætt urn sam- nýtingu skólahúsnæðis til kennslu og félags- og tómstundastarfa, má ekki skilja það sem hug- mynd unt heildarlausn á útvegun nauðsynlegrar aðstöðu fyrir þessa starfsþætti. Víða verður ekki hjá því komizt að byggja sérstakt húsnæði fyrir félags- og tómstundastarf eða fá til umráða lient- ugt húsnæði, sem upphaflega var byggt til ann- ars. Hins vegar leynir sér ekki sú mikla hag- ræðing, sem í samnýtingu liúsnæðisins felst, þ. e. að unnt er að koma upp stærra rýrni og fjöl- breytilegra námsframboði og þjónustu við nem- endur með sameiginlegu átaki tveggja eða fleiri aðila, er nýta sama húsnæðið að meira eða minna leyti. Þá verður að telja, að skóli, sem hefur að- stöðu til þess að vinna vel með nemendum sín- um, jafnt í námi sem í frjálsu starfi, muni betur fær um „að búa nemendur sína undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi, sem er í sífelldri þró- un, “ eins og segir um hlutverk grunnskólans í 2. gr. skólalaga. Aðstaða til félags- og tómstundastarfsemi í skólahúsnæðinu 1. Þegar rætt er um að koma fyrir aðstöðu til félags- og tómstundastarfsemi í skólahúsnæðinu, er jaað sérstaklega afgerandi atriði, að gert sé ráð fyrir slíku starfi þegar í upphafi og á með- an skólinn er á skipulagsstigi. Geta arkitektar þá valið vistarverum skólans þann stað í húsnæð- inu, að auðvelt verði að nýta þær, sem hentug- ar þykja til félags- og tómstundastarfsemi, og jafnframt megi án mikillar fyrirhafnar afmarka það svæði hússins, sem þannig yrði nýtt utan skólatíma. Þau rýrni skólans, sem æskilegt er að ná til vegna tómstundastarfsins eru t. d.: 1. inngangur og anddyri, 2. snyrtingar og fatahengij 3. samkomusalur, 4. íþróttaaðstaða, 5. handavinnu-, teikni- og tónlistarstofur, 6. tré- og málmsmíðakennslustofur, 7. skólaeldhús, mataraðstaða, 8. bókasafn og lestrarsalur, 9. biðstofa og búningsherbergi vegna heilbrigð- isþjónustu, 10. geymslur fyrir áhöld og efni. 2. Ef skólahúsnæðinu er ætlað að leysa úr þörf fyrir aðstöðu til félagsstarfsemi fyrir byggðar- Um þessa mundir hafa verið haldin um 140 námskeið í félagsstörf- um, sem miðast við kennsluefni, sem Æskulýðsráð ríkisins lætur í té. Á þessum námskeiðum hafa samanlagt setið um 3500 þátttak- endur. Ljósmyndin er tekin á einu slíku námskeiði, sem Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands gekkst fyrir nýlega í húsnæði barna- og unglingaskólans á Reyðarfirði. Námskeiðið var ætlað fulltrúum ungmennafélaga á Austurlandi. lagið í heild, þarf að sjálfsögðu að gera sér Ijósa grein fyrir því á viðkomandi stöðum, hvers kon- ar starfsemi geeti verið um að rœða, hvaða aukið húsnœði þyrfti til og á hvern liátt haga rnegi sarn- vinnu og urnsjón. 1 fljótu bragði virðast augljóslega fyrir hendi mjög miklir möguleikar á samnýtingu húsnæðis- ins, sem hér um ræðir, og myndi slíkt, ef vel tekst til, leiða til verulegs sparnaðar í stofnkostn- aði og rekstri aðstöðu til tómstundastarfa og jafnframt flýta mjög fyrir því, að mörg byggðar- lög fengju viðunandi úrlausn þessara mála. Varðandi hönnun á húsnæði sem þessu má gera ráð fyrir, að óskað verði mismunandi lausna, eftir því t. d. hvort um er að ræða fjöl- mennt byggðarlag eða fámennt; heimavistar- eða SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.