Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 14
Stjórn landshafnarinnar í Þorlákshöfn. Talið frá vinstri, í fremri röð: Ólafur Ólafsson, Hvolsvelli; Sigurður Jónsson, hafnarstjóri; Gunnar Markússon, formaður stjórnarinnar; Friðrik Friðriksson, Þor- lákshöfn. Aftari röð, frá vinstri: Ásgeir Benediktsson, Þorlákshöfn; Halldór Hafsteinsson, Selfossi; Benedikt Thorarensen, Þorlákshöfn og Gísli Bjarnason, Selfossi. arskóla fyrir börn í Hveragerði. Þar áttu bænda- börnin héðan að stunda sitt skyldunám, eins og önnur börn sveitarinnar. Fyrstu ár þorpsins hér voru engin skólaskyld börn á staðnum. Það var ekki fyrr en á árunum 1954—1955, sem þurfti að fara að hugsa um barna- fræðslu í Þorlákshöfn. Þá varð hver að bjarga sér, eins og bezt hann gat. Einu barni var kornið fyrir á Selfossi, og með öðru var lesið heima. Sumarið 1956 voru hér 9 skólaskyld börn. Þá um haustið var sett hér á stofn útibú frá skólanum í Hveragerði og Kristján frá Djúpalæk ráðinn til kennslunnar. Frarn að jólum var kennt í sjóbúð, í janúar var verið í skúr, sem reyndist óhæfur. Þá var flutt í íbúð, sem útibússtjóra K. Á. hafði verið ætluð. Svona gekk þetta næstu árin. Kennt var, þar sem liægt var að fá inni fyrir nemendur og kennara. f upphafi ársins 1962 var flutt í skólahús stað- arins. Byggingu þess var þó ekki lengra komið en svo, að mótatimbur klætt tjörupappa þénaði sem útihurð og rúðugler. Útbúnaður þessi hélt vindi og vatni að mestu utan veggja, en rafmagn og olía gáfu húsinu birtu og yl. Þetta vor luku S7 börn prófi hér. Þá var Þor- 116 lákshöfn gerð að sérstöku skólahverfi. Aukning nemenda hefir verið stöðug og nú, þegar hér hef- ir verið kennt í rétt 20 ár, er tala nemenda 170. Vantar aðeins tug til að tvítugur standi skólinn nteð 20 sinnum fleiri nemendum en hann byrjaði með. Kennarar voru 9 í vetur eða jafn margir og nemendurnir fyrsta árið. Gamall kirkjustaður Á fyrri öldum, þegar hestar postulanna máttu heita eina farartæki alþýðu hér á landi, voru kirkjur miklu víðar en nú er. Þorlákshöfn er einn þessara gömlu kirkjustaða. Hvenær eða hve lengi hér stóð kirkja, er mér ekki kunnugt, en víst er, að hér var hálfkirkja fram yfir miðja 18. öldina. Kirkjugarður var fyrir norðan bæjarhúsin, og voru flutt þaðan að Hjalla bein, er upp komu í jarðraski, er þar var gert í sambandi við hafnar- gerðina árið 1962. Hökull úr Þorlákshafnarkirkju er á minja- safninu á Selfossi. Mér er fullljóst, að mikið vantar á að sögu Þorlákshafnar hafi verið gerð tæmandi sk.il. Til þess að ég geti gert það, vantar mig tvennt, sem ekki verður án verið, en það er þekking og tími til að raða saman þeim sprekum, sem rekið hafa á fjörur mínar. En enginn Sunnlendingur lætur liug fallast, þótt ekki sé alhirt um höfuðdag, og það, sem við ekki komum í verk í dag, munu af- komendur okkar gera á morgun. Þegar Þorlákur Guðmundsson, 2. þingmaður Árnesinga, mælti fyrir þeirri tillögu sinni á Al- þingi árið 1875, að hér mætti verða verzlunar- staður, sagði hann m. a.: „Það mun fara með þeita mál sem hvert annað, að væri það á skyn- samlegum ástæðum byggt, mundi það liafa fram- gang, en væri það af heimsku stofnað, mundi það með henni fyrirfarast." Það er von mín, að sú verði gifta Þorlákshafn- ar, að livert það mál, sem er á skynsamlegum ástæðum byggt, nái fram að ganga, en það, sem er af heimsku til stofnað, muni með heimskunni fyrirfarast. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.