Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 26
128 EYJÓLFUR SÆMUNDSSON, efnaverkfræðingur: SORPBRENNSLU- OFNAR Höfundur greinarinnar er heilbrigðisráðunautur hjá Heilbrigðiseftirliti ríkisins. Til skamms tíma hefur mjög skort á, að með- ferð sorps á landi voru væri með viðunandi hætti. Gildir þetta jafnt um sveitir landsins, ferðamannastaði, sumarbústaðasvæði, skólamið- stöðvar, hótel og minni byggðakjarna og kaup- staði. Sorpmeðhöndlun í fjölmennustu byggðar- lögum landsins hefur heldur ekki verið til neinn- ar fyrirmyndar, nema þá helzt í Reykjavík eftir atvikum. Sorpbrennsluofnar Á allra síðustu árum hefur nokkuð rofað til í þessurn efnum. Á Húsavík var tekin í notkun fullkomin brennslustöð síðla árs 1972, og á ísa- firði verður sambærileg stöð tekin í notkun inn- an tíðar. Stöðvar þessar eru keyptar tilbúnar er- lendis frá og eru rnjög fullkomnar, en jafnframt dýrar í innkaupum. Borgnesingar byggðu á s.l. ári steinsteyptan brennsluofn af mjög einfaldri gerð, og varð hann mjög ódýr í byggingu. Reynsla af notkun hans í hálft ár er góð, og í ráði er, að sérstök grein birtist um þann ofn í Sveitarstjórn- armálum. Á undanförnum árum liafa ýmsir aðilar reynt fyrir sér með smíði brennsluofna fyrir smærri notendur. Hafa rnenn notað til þess olíu- tanka, sem ekki eru lengur í notkun eða önnur lrentug ílát, og öll útfærsla höfð sem einföldust. Áþreifanlegur árangur náðist t. d. á Flúðum í Hrunamannahreppi, og varð sá ofn til þess að breiða út hugmyndina. Raunveruleg fjöldafram- leiðsla á sorpbrennsluofnum hófst svo hjá vél- smiðjunni Keili í Reykjavík vorið 1974 eflir áeggjan Heilbrigðiseftirlits ríkisins og Ferðafé- lags íslands. Teikningin sýnir gerð slíks ofns, en hún skýrir sig að mestu sjálf. Nasr eingöngu hafa verið smíðaðir ofnar með 500 1 brennsltihólfi, en einnig má fá aðrar stærðir og eins aðra út- færslu eftir þörfum. Verðið var á s.l. ári um 72 þúsund kr. fyrir 500 1 „standard" ofn. Að neðan eru taldir nokkrir þeirra staða, sem tekið hafa ofna frá Keili í notkun: Egi lsstaðahreppur Veiðifélag Víðidalsár Náttúruverndarráð v/Skaftafells Ferðafélag íslands v/Þórsmerkur, 3. stk. Seðlabanki íslands v/HoItsdals Ferðafélag íslands SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.