Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 13
Loftmynd af Þorlákshöfn árið 1975. Hannes Pálsson, Ijósmyndari tók myndina. jörð á íslandi, metan á 118.000 kr. auk bygginga. Hve hátt land hér var virt, sést bezt á því, að allt land Árnessýslu var þá metið á tæplega tvær og einn fjórða úr milljón, og að 6 a£ hreppum sýslunnar voru hver um sig lægra virtir en landið hér. Skálholtsland var þá virt á 9.700 kr. og Oddi á Rangárvöllum á 8.400, og allt land Skarðs- hrepps í Dalasýslu var talið 400 kr. minna virði en sandurinn hér og trúlegt, að Birni á Skarði og Ólöfu ríku hefði þótt það þunnur þrettándi. Var Jrá liægt að moka hér upp gulli á Jaessum árum? Ekki úr sandinum, en Jaeir, sem að matinu unnu, gerðu sér ljóst, að mikið gull var geymt í Selvogsbanka, og hér höfðu verið liönnuð þau mannvirki, er Jrurfti til að taka á móti Jjví. Meitillinn hf. stofnaður Árið 1949 var Meitillinn h.f. stofnaður að frum- kvæði Egils Thorarensen. f september það ár kom fyrsta skip þess fyrirtækis hingað. Var það 22 tonna eikarbátur, er Brynjólfur hét. Félagið hóf svo útgerð á vertíðinni 1950. Þann vetur voru bátar Jjess 5 og hétu allir nöfnum Skálholtsbisk- upa. Flaggskip Jress flota var Þorlákur, er var 27 tonn. Samtals voru þessir 5 bátar 104 tonn. Fyrstu starfsmenn Meitilsins settust að í bæjar- húsum bóndans. Þannig sátu gamli og nýi tím- inn hér í tvíbýli um skeið og skildu í bróðerni. Á manntalinu árið 1950 voru skráðir hér í Þor- lákshöfn 4 karlmenn, en engin kona. Árið eftir, Jsegar fyrstu húsinu voru reist, voru komnar hing- að tvær fjölskyldur og 7 einhleypingar, alls 14 manns. Nú eru hér 834 íbúar með lögheimili, þar af 406 innan við tvítugt, en aðeins 5, sem náð hafa áttræðisaldri. Meðalaldur manna hér er nú 24 ár, og má segja, að sá hafi verið meðalaldur íbúanna öll árin, sem þorp hefir staðið hér. BarnafræSsla ölfushreppur byggði á sínum tíma heimavist- SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.