Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Page 21

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Page 21
Tjöruhús eSa beykishús byggt áriS 1734. HúsIS er IriSaS. 4. Turnhúsið a£ Konungsverzluninni síðari (1774-1787). Friðlýst hús Sögufélag ísfirðinga og stjórn Byggðasafns Vestfjarða hafa livatt til þess í mörg ár, að þessi hús yrðu friðlýst, svo að þeim yrði forðað frá skemmdum og eyðileggingu. Hefur Jtað nú verið samþykkt. Formaður Sögufélags ísfirðinga, Jóh. Gunnar Ólafsson, fyrrv. bæjarfógeti, hefur varið miklurn tíma til þess að kanna uppruna og aldur húsanna, og liggja nú fyrir óyggjandi upplýsing- ar um það efni. Sumarið 1970 dvöldu nokkrir nemendur Lista- háskólans í Kaupmannahöfn á ísafirði á vegum Stefáns Arnar Stefánssonar, sem Jtá var sjálfur nemandi skólans, og teiknuðu Jreir og mældu upp verzlunarhúsin í Neðstakaupstað. Hafa þeir nú sent Byggðasafni Vestfjarða Jressar teikningar til varðveizlu. Ég tel, að með friðlýsingu húsanna í Neðsta- kaupstað sé stórum áfanga náð. Það er svo fram- tíðarverkefni að koma þeim í upprunalegt horf, en það hlýtur óhjákvæmilega að taka langan tíma. Upprunalegu útliti tveggja elztu húsanna — Tjöruhússins og Krambúðarinnar — hefur verið töluvert breytt, þó ekki gluggaskipan, en hið innra eru Jtau næsta lítið spillt, og bæði eru húsin ófú- in. Krambúðin hefur verið notuð sem íbúðarhús um langt árabil, og er svo enn. Faktorshúsinu, sem er plankabyggt og súðað, hefur nokkuð ver- ið breytt frá upprunalegri mynd, gluggum hefur verið breytt, og kvistum og viðbyggingum verið klúðrað við Jrað. Byggingarstíll á turnlnisinu sker sig ntjög úr byggingarstíl hinna húsanna. Jóh. Gunnar telur, að hér sé um að ræða fornan byggingarstil frá Gcrmönum í Mið-Evrópu. „Minnir byggingar- stíll Turnhússins á svonefndan „sparra-stova“-stíl (sperrustofustíl), eins og tíðkaðist á bændabýlum jyj S VEITARSTJÓRNARMÁL Turnhúsið

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.