Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Side 46
AFMÆLI
Björn Hafþór Guömundsson, framkvæmdastjóri S5A, og Broddi B. Bjarnason, bæjarfulltrúi
á Egilsstööum og formaöur SSA, finna gott orðalag á samþykkt.
snerust öndverðir gegn þeim. Árið 1988 ræddi ég við
Gunnlaug Jónasson um starfsemi fjórðungsþingsins, en
eins og fyrr segir var hann einn helsti forsvarsmaður
þess. Gunnlaugur var þá á 93. aldursári en vel em og
minnisgóður. Hann sagði að helstu áhrifamenn þjóðar-
innar hefðu ekki sýnt tillögunni um nýja stjómarskrá
minnsta áhuga en þó hefði Jónas frá Hriflu álitið tillög-
una athyglisverða, helsti gallinn við hana væri sá að hún
væri 30 ámm of snemma á ferðinni.
Upp úr 1950 dofnaði mjög umræðan um stjómskipun-
armál innan fjórðungsþingsins en síðustu samþykktir
um slfk mál voru gerðar á þinginu 1959. Gunnlaugur
tjáði mér að þá hefðu menn verið orðnir leiðir á að sam-
þykkja tillögur um stjómkerfisbreytingar sem enginn
tók mark á. Þegar áherslan á stjómskipunarmálin fór
minnkandi innan fjórðungsþingsins jókst að sama skapi
umfjöllun þingsins um önnur málefni.
Fjórðungsþingið tjallaði um fjölmörg hagsmunamál
Austfirðinga og verða hér einungis nokkur nefnd.
Kauptún á Fljótsdalshéradi
Eitt þeirra mála sem þingið ályktaði oft um var nauð-
syn þess að kauptún myndi rísa á Fljótsdalshéraði og
ekki fer á milli mála að fjórðungsþingið átti sinn þátt í
því að Egilsstaðahreppur var stofnaður með lögum árið
1947. Einnig hvatti þingið mjög til stofnunar bankaúti-
búa í landshlutanum. Þá reyndi þingið að stuðla að
stofnun Sögufélags Austfirðinga og Héraðsskjalasafns
Austfirðinga en þær stofnanir komust þó ekki á fót fyrir
tilstuðlan fjórðungsþingsins.
Eins og nærri má geta vom atvinnumál, samgöngu-
mál, menntamál og orkumál al-
geng umfjöllunarefni á fundum
fjórðungsþingsins og sannast
sagna lét þingið sér fátt mannlegt
óviðkomandi og notaði að sjálf-
sögðu það orðaval sem þá tíðkað-
ist í ályktunum. Á fjórðungsþingi
1950 var t.d. samþykkt að kjósa
nefnd til að athuga möguleika á
samstarfi sveitarfélaga á Austur-
landi um stofnun og rekstur
„heimilis fyrir fávita og vand-
ræðafólk“. Nefndin starfaði á milli
þinga og skilaði áliti árið eftir og
þá samþykkti þingið að skora á
Alþingi að koma heimili af þessu
tagi á fót í fjórðungnum.
Réttlátari skömmtun
á sykrí
Vömskömmtun var líka til um-
ræðu á fjórðungsþingum á árunum
eftir stríð og skal hér tekið dæmi
um ályktun um það efni sem sam-
þykkt var í einu hljóði á fjórðungsþingi 1948 en ályktun-
in fjallar fyrst og fremst um sykur og sýnir það misrétti
sem þá rikti á milli landsbyggðarfólks og höfuðborgar-
búa á sviði möguleika manna til að neyta sætinda. Álykt-
unin er svofelld:
„Fjórðungsþing Austfirðinga skorar á ríkisstjómina að
láta hætta skömmtun á matvörum og vinnufatnaði, þar
sem skömmtun á þessum vörum virðist ekki byggjast á
skorti á þeim, en gjaldeyrisspamaður vegna þessarar
skömmtunar er ekki mikill.
Þyki ekki fært að afnema skömmtun á þessum vömm,
vill fjórðungsþingið mælast til þess að skömmtun mat-
vara einkum sykurs verði réttlátari framvegis en hún hef-
ir verið undanfarið, þar sem kaupstaðabúar, einkum þeir
sem í Reykjavík búa, hafa stómm betri aðstöðu en aðrir
landsmenn til þess að drýgja hinn takmarkaða sykur-
skammt með því að kaupa miðalaust sætt brauð og syk-
urvörur frá brauð- og efnagerðum. Leggur fjórðungs-
þingið til að sykurskammtur til einstaklinga verði aukinn
sem svarar því magni sem nú fer til brauðgerðarhúsa og
efnagerða. Nokkrum hluta sykurmiðanna á skömmtunar-
seðlunum verði skipt í smærri einingar sem nota megi til
kaupa á sætu brauði og sykurvöru, en brauðbúðir og
efnagerðir fái sykurskammt til sinnar framleiðslu gegn
skiluðum sykurreitum. Telur fjórðungsþingið að með
þessu móti fái brauð og efnagerðir eðlilegan starfsgrund-
völl, þar sent þessi fyrirtæki fengju þá aðstöðu til þess að
framleiða nákvæmlega það magn af sætu brauði og syk-
urvörum sem menn vilja fúslega af þeim kaupa.“
Fulltrúar á fjórðungsþingi vildu draga úr höftum og
milda skömmtunarreglur alla vega hvað varðaði sykur,
1 08