Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Page 28

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Page 28
STJÓRNSÝSLA Reykjavík mælti gegn leyfi til áfengissölu á tónleikum Eltons Johns á Laugardalsvelli á þeim for- sendum að eftirlit á opnu svæði eins og þar væri erfítt. Borgarráð sam- þykkti samt sem áður leyfí til sölu áfengis. A tónlistarhátíð í Laugardal var veitt leyfi til vínveitinga í sér- stökum stöðum og aldurstakmark sett um inngöngu eins og á öðrum vínveitingahúsum. Ábyrgö íbúa Þó að sveitarstjómir geti sett nán- ari reglur um tilhögun vínveitinga í hverju umdæmi ber þeim ekki skylda til þess. Þeim ber heldur ekki skylda til þess að kanna vilja íbú- anna í þessum efnum þó að vissu- lega sé æskilegt að fram fari grenndarkynning þegar til stendur að veita leyfi til að reka vínveitinga- stað, sérstaklega ef honum hefur verið valinn staður nálægt íbúða- hverfi. I einu hverfi í Reykjavík hafa íbúamir t.d. oftar en einu sinni af tilviljun frétt af umsóknum um leyfi fyrir vínveitingastað í hverfinu. Þeir hafa brugðist við með undir- skriftasöfhun gegn því að leyfi verði veitt, sent það borgarráði og tekist að koma í veg fyrir að leyfi til vín- veitinga hafi verið samþykkt í hverfinu. Það er mikilvægt að íbúar í hverju sveitarfélagi gefi sveitar- stjórn skýrt til kynna hvemig þeir vilja hafa umhverfi sitt hvað varðar vínveitingar. Vilji þeirra sem búa í sveitarfélaginu hlýtur að vega þyn- gst þegar taka á ákvarðanir sem þessar. Tilraun í Reykjavík I Reykjavík stendur nú yfir tilraun um breyttan afgreiðslutíma vínveit- ingahúsa. Tilraunin hófst í júlí 1999, átti að standa í þijá mánuði en var framlengd í eitt ár. Tilrauna- tímabilinu lauk í lok júlí. Menn hafa haft misjafnar skoðanir á hvaða áhrif breytingin hefur. Sumir telja hana vera til bóta og leysa úr öng- þveiti sem oft hefur myndast í mið- bænum þegar veitingastaðimir loka allir á sama tíma. Aðrir óttast að breytingunni fylgi aukin drykkja og þar af leiðandi meiri ölvun og vand- ræði. Veitingamenn sjálfir telja margir að lítið sé á breytingunni fyr- ir þá að græða, lengri afgreiðslutími þýði að þeir þurfi að halda lengur úti dým starfsfólki yfir fáum þaul- setnum gestum. Nú hefur vel á fjórða tug vínveitingastaða fengið leyfi fyrir fijálsum afgreiðslutíma til vínveitinga. Margir veitingamann- anna halda sig þó nokkum veginn áfram við fyrri reglur og loka klukk- an 3 um helgar en geta gripið til þess að halda lengur opnu ef stemn- ingin á staðnum gefur tilefni til þess. Aðrir nýta sér leyfið út í ystu æsar og þess em dæmi að staðir séu opnir til klukkan 10 árdegis. Eftir er að meta tilraunina í Reykjavík og taka afstöðu til þess hvort af- greiðslutími vínveitinga verður með sama hætti til frambúðar. Það hvemig til tekst hlýtur að vera undir íbúunum komið og hvemig gildandi lögum og reglum, sem hljóta að telj- ast mjög rúmar, er fylgt eftir af lög- reglu og borgaryfirvöldum. -------------------------------------------------\ HÚ S AFRIÐUNAR- SJÓÐUR Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir umsóknum til Húsa- friðunarsjóðs, sbr. ákvæði í 47. gr. þjóðminjalaga þar sem segir: „Hlutverk Húsafriðunarsjóðs er að veita styrki til viðhalds og end- urbóta á friðuðum húsum og mannvirkum. Heimilt er að veita styrki til viðhalds annarra húsa en friðaöra, sem að dómi Húsa- friðunarnefndar hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi.“ Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: 1. undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og tæknilegrar ráðgjafar. 2. framkvæmda til viðhalds og endurbóta. 3. byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. 4. húsakannana. Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að leita eftir áliti Húsafriðunarnefndar ríkisins og sækja um styrk áður en fram- kvæmdir hefjast. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. desember 2000 til Húsa- friöunarnefndar ríkisins, Lyngási 7, 210 Garðabæ, á umsóknar- eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin verða póstlögð til þeirra sem þess óska. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 530 2260 milli kl. 10.30 og 12.00 virka daga. Húsafriðunamefnd ríkisins _________________________________________________/ 2 1 8

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.