Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Qupperneq 28

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Qupperneq 28
STJÓRNSÝSLA Reykjavík mælti gegn leyfi til áfengissölu á tónleikum Eltons Johns á Laugardalsvelli á þeim for- sendum að eftirlit á opnu svæði eins og þar væri erfítt. Borgarráð sam- þykkti samt sem áður leyfí til sölu áfengis. A tónlistarhátíð í Laugardal var veitt leyfi til vínveitinga í sér- stökum stöðum og aldurstakmark sett um inngöngu eins og á öðrum vínveitingahúsum. Ábyrgö íbúa Þó að sveitarstjómir geti sett nán- ari reglur um tilhögun vínveitinga í hverju umdæmi ber þeim ekki skylda til þess. Þeim ber heldur ekki skylda til þess að kanna vilja íbú- anna í þessum efnum þó að vissu- lega sé æskilegt að fram fari grenndarkynning þegar til stendur að veita leyfi til að reka vínveitinga- stað, sérstaklega ef honum hefur verið valinn staður nálægt íbúða- hverfi. I einu hverfi í Reykjavík hafa íbúamir t.d. oftar en einu sinni af tilviljun frétt af umsóknum um leyfi fyrir vínveitingastað í hverfinu. Þeir hafa brugðist við með undir- skriftasöfhun gegn því að leyfi verði veitt, sent það borgarráði og tekist að koma í veg fyrir að leyfi til vín- veitinga hafi verið samþykkt í hverfinu. Það er mikilvægt að íbúar í hverju sveitarfélagi gefi sveitar- stjórn skýrt til kynna hvemig þeir vilja hafa umhverfi sitt hvað varðar vínveitingar. Vilji þeirra sem búa í sveitarfélaginu hlýtur að vega þyn- gst þegar taka á ákvarðanir sem þessar. Tilraun í Reykjavík I Reykjavík stendur nú yfir tilraun um breyttan afgreiðslutíma vínveit- ingahúsa. Tilraunin hófst í júlí 1999, átti að standa í þijá mánuði en var framlengd í eitt ár. Tilrauna- tímabilinu lauk í lok júlí. Menn hafa haft misjafnar skoðanir á hvaða áhrif breytingin hefur. Sumir telja hana vera til bóta og leysa úr öng- þveiti sem oft hefur myndast í mið- bænum þegar veitingastaðimir loka allir á sama tíma. Aðrir óttast að breytingunni fylgi aukin drykkja og þar af leiðandi meiri ölvun og vand- ræði. Veitingamenn sjálfir telja margir að lítið sé á breytingunni fyr- ir þá að græða, lengri afgreiðslutími þýði að þeir þurfi að halda lengur úti dým starfsfólki yfir fáum þaul- setnum gestum. Nú hefur vel á fjórða tug vínveitingastaða fengið leyfi fyrir fijálsum afgreiðslutíma til vínveitinga. Margir veitingamann- anna halda sig þó nokkum veginn áfram við fyrri reglur og loka klukk- an 3 um helgar en geta gripið til þess að halda lengur opnu ef stemn- ingin á staðnum gefur tilefni til þess. Aðrir nýta sér leyfið út í ystu æsar og þess em dæmi að staðir séu opnir til klukkan 10 árdegis. Eftir er að meta tilraunina í Reykjavík og taka afstöðu til þess hvort af- greiðslutími vínveitinga verður með sama hætti til frambúðar. Það hvemig til tekst hlýtur að vera undir íbúunum komið og hvemig gildandi lögum og reglum, sem hljóta að telj- ast mjög rúmar, er fylgt eftir af lög- reglu og borgaryfirvöldum. -------------------------------------------------\ HÚ S AFRIÐUNAR- SJÓÐUR Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir umsóknum til Húsa- friðunarsjóðs, sbr. ákvæði í 47. gr. þjóðminjalaga þar sem segir: „Hlutverk Húsafriðunarsjóðs er að veita styrki til viðhalds og end- urbóta á friðuðum húsum og mannvirkum. Heimilt er að veita styrki til viðhalds annarra húsa en friðaöra, sem að dómi Húsa- friðunarnefndar hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi.“ Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: 1. undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og tæknilegrar ráðgjafar. 2. framkvæmda til viðhalds og endurbóta. 3. byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. 4. húsakannana. Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að leita eftir áliti Húsafriðunarnefndar ríkisins og sækja um styrk áður en fram- kvæmdir hefjast. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. desember 2000 til Húsa- friöunarnefndar ríkisins, Lyngási 7, 210 Garðabæ, á umsóknar- eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin verða póstlögð til þeirra sem þess óska. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 530 2260 milli kl. 10.30 og 12.00 virka daga. Húsafriðunamefnd ríkisins _________________________________________________/ 2 1 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.