Morgunblaðið - 30.11.2011, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 3 0. N Ó V E M B E R 2 0 1 1
Stofnað 1913 281. tölublað 99. árgangur
HERRAFATA-
SÝNINGIN ER
SKEMMTIKVÖLD
AF ENGLUM Í
ENGLASKÓLA
HIMNAVELDIS
BÝR TIL SNYRTI-
VÖRUR ÚR NÁTTÚRU-
LEGU HRÁEFNI
ÓVÆRUENGLAR Í IÐNÓ 31 NÁTTÚRULEG FEGURÐ 10NÝ LÍNA KORMÁKS & SKJALDAR 32
Björn Jóhann Björnsson
Anna Lilja Þórisdóttir
Stjórnendur sjúkrastofnana og
sveitarstjórar, sem Morgunblaðið
ræddi við í gær, eru ekki alls kostar
sáttir við tillögur fjárlaganefndar þó
að framlög til stofnananna hækki
frá því sem var í fjárlagafrumvarp-
inu. Hækka framlögin samanlagt
um rúmar 390 milljónir króna, þar
af um 140 milljónir til Landspít-
alans.
Telja stjórnendur að aðeins sé um
plástur á sárið að ræða, enga al-
vörulækningu á þeim vanda sem við
blasir í þjónustu þessara stofnana.
Þó að framlögin hafi eitthvað verið
hækkuð dugi það ekki nema að litlu
leyti til að koma í veg fyrir skerð-
ingu á þjónustu og uppsagnir starfs-
fólks. Þannig bárust strax fregnir af
því í gær að Heilbrigðisstofnun Suð-
urlands á Selfossi hefði ákveðið að
sameina heilsugæsluþjónustu í
Rangárþingi og loka heilsugæslu-
stöðinni á Hellu. Þarf stofnunin að
minnka útgjöld um 5,5% eða um 120
milljónir króna.
Innan Landspítalans eru þungar
áhyggjur af áhrifum frekari niður-
skurðar á starfsemi sjúkrahússins.
Tæki eru orðin úrelt, loka hefur
þurft deildum og ekki hægt að
kaupa nýjustu gerðir lyfja. Mættu
margir starfsmenn til þögulla mót-
mæla á þingpöllum Alþingis í gær.
Heilbrigðisstofnunin á Sauðár-
króki þarf að draga úr umsvifum
sínum á næsta ári um 40 milljónir
króna. Með lækkun niðurskurðar-
kröfu um rúmar 20 milljónir eru
vonir bundnar við að hlífa heima-
hjúkruninni. Hafsteinn Sæmunds-
son, forstjóri stofnunarinnar, segir
að eftir sem áður þurfi m.a. að
draga úr endurhæfingarstarfsemi
og komum sérfræðinga norður.
Í tilkynningu frá velferðarráðu-
neytinu segir að við gerð fjárlaga
2012 hafi verið haft samráð við
stjórnendur stofnana og starfsfólk
um útfærslur á tillögum til hagræð-
ingar. Lýsir Guðbjartur Hannesson
velferðarráðherra yfir ánægju með
þetta samráð. Heilbrigðisstofnanir
og sjúkrahús hafi lagt sitt af mörk-
um „til þeirrar aðlögunar sem efna-
hagshrunið krafðist og nú tel ég
lokaskrefið hafa verið stigið“. »12
Hækkun fjárframlaga talin duga skammt
Stjórnendur sjúkrastofnana ósáttir
þó að framlög hafi verið hækkuð
Morgunblaðið/Kristinn
Sjúkrahús Áfram er skorið niður
þótt dregið hafi verið úr högginu.
Töluverður snjór er á Akureyri eftir úrkomu síðustu sólarhringa. Skíða-
áhugamenn gleðjast, sumir ökumenn blóta en flestir eru þó örugglega
sammála um að mjöllin sé við hæfi á þessum árstíma. Við skin fallegra
ljósaskreytinga í görðum getur verið gaman að stunda boltaleik í snjónum.
Ljósadýrð og jólasnjór
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Þrátt fyrir að fyrir liggur að kostn-
aður ríkissjóðs vegna yfirtöku
Landsbankans á SpKef verði aldrei
minni en 11,2 milljarðar króna er
ekki óskað eftir þeim fjárheimildum
í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Rík-
isendurskoðun gerir við þetta at-
hugasemdir í umsögn sinni við fjár-
lagafrumvarpið og segir þar að
fjármálaráðuneytinu beri að óska
eftir slíkum heimildum.
Kostnaður ríkisins vegna yfirtök-
unnar á SpKef mun nema á bilinu
11,2 til 30 milljarða en deilur standa
á milli ríkisins og Landsbankans um
verðmæti eigna sjóðsins. Kveðið
verður á um þær á næstu mánuðum.
Fram kemur í athugasemdum
fjármálaráðuneytisins við fjárlaga-
frumvarpið að ekki sé gerð tilraun
til þess að meta kostnað ríkisins
vegna SpKef. Það vekur athygli þar
sem kostnaðarramminn liggur skýr
fyrir.
Að þessu undanskildu bendir nú
þegar flest til þess að markmið fjár-
laganna muni ekki nást. Samkvæmt
minnihlutaáliti Sjálfstæðisflokksins
í fjárlaganefnd hafa þær breytingar
sem hafa verið gerðar á fjárlaga-
frumvarpinu af ríkisstjórninni og
meirihluta fjárlaganefndar auk van-
talinna liða leitt til þess að halla-
reksturinn verði a.m.k. 36 milljarðar
á næsta ári.
Bjartsýnar forsendur
að baki einkavæðingu
Eins og kemur fram í umsögn
Ríkisendurskoðunar verður að telj-
ast óraunhæft að markmið fjárlaga
um sölu ríkiseigna fyrir 7,6 millj-
arða króna náist.
Eins og stofnunin bendir á liggur
ekkert fyrir um hvað eigi að selja og
markaðsaðstæður gefi ekki tilefni til
bjartsýni. Fleiri óvissuþættir gætu
sett fjárlögin enn frekar úr skorðum
en sérfræðingar telja að þau bygg-
ist meðal annars á bjartsýnni hag-
vaxtarspá.
MRíkið aflar ekki fjárheimilda »16
Ríkisendur-
skoðun gagn-
rýnir fjárlögin
Ekki gert ráð fyrir kostnaði vegna
yfirtöku á SpKef á fjárlögum næsta árs
Heimildarmenn segja líklegt að
uppstokkun verði í ríkisstjórninni
fyrir áramót og stefni oddvitar
stjórnarflokk-
anna að því að
Jón Bjarnason
sjávarútvegs-
ráðherra víki.
Stuðnings-
menn Jóns eru
margir ævareið-
ir. Segja þeir
andstöðu hans
við umsókn um
aðild að Evr-
ópusambandinu raunverulegu
ástæðuna fyrir atlögu gegn hon-
um. Hópur stuðningsmanna ráð-
herrans birtir í blaðinu í dag heil-
síðuauglýsingu um málið. Meðal
þeirra sem rita undir eru tveir
fyrrverandi ráðherrar, Ragnar
Arnalds og Hjörleifur Guttorms-
son, einnig Árni Steinar Jóhanns-
son og Helgi Seljan, báðir fyrrver-
andi þingmenn. »2
Vilja að Jón verði
áfram ráðherra
Jón Bjarnason
Íslandsbanki tilkynnti í gær upp-
sagnir 42 starfsmanna í samein-
uðum höfuðstöðvum bankans og
Byrs. Uppsagnirnar eru liður í hag-
ræðingaraðgerðum en eftir áramót
verður farið í sameiningu útibúa og
má þá búast við frekari upp-
sögnum.
Friðbert Traustason, formaður
Samtaka starfsmanna fjármálafyr-
irtækja segir uppsagnirnar ótíðindi
sem hafi þó ekki komið á óvart.
Hann segir ljóst að ekki verði hægt
að hagræða frekar innan fjár-
málakerfisins með því að segja upp
fólki. Bankastarfsmönnum hafi
fækkað um 2000 síðustu þrjú ár. »4
Frekari uppsagnir
eftir áramót
Ótíðindi 42 starfsmönnum sameinaðs
banka Íslandsbanka og Byrs var sagt upp.
„Ég er að kanna málið en ég vonast
til að þetta komi inn í annarri eða
þriðju umræðu, fyrst þetta datt út
sem ég tel að hljóti að vera byggt á
einhverjum mistökum,“ segir Ög-
mundur Jónasson dómsmálaráð-
herra. Ekkert er minnst á kostnað
vegna nýs fangelsis á Hólmsheiði í
breytingartillögum fjárlaganefndar
við fjárlagafrumvarpið 2012.
Ögmundur segir eðlilegt að fjár-
laganefnd vilji skoða málið vel, enda
sé um stóra framkvæmd að ræða.
„En þetta er engu
að síður ákvörðun
og tillaga rík-
isstjórnarinnar til
Alþingis og ég
vænti þess að þessi
fjárveiting til
hönnunarkostn-
aðar verði sam-
þykkt, enda er um
að ræða brýnt úr-
lausnarefni sem auk þess mun skapa
mörgu fólki atvinnu.“ »14
Ögmundur
Jónasson
Ekkert minnst á fangelsi