Morgunblaðið - 30.11.2011, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 30.11.2011, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 334. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Launþegar fá allt að 200 þús… 2. Í ástarsambandi við Cain í 13 ár 3. Bannað að fara með faðirvorið … 4. Fjarri öllum ys og þys »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Engla- og indjánaflokkurinn hyggur á framboð í næstu alþingiskosn- ingum. Talsmaður flokksins, Snorri Ásmundsson myndlistarmaður, seg- ist ætla að fá hjálp frá vættum til að hafa áhrif á kjósendur. »32 Nýtt afl í íslenskum stjórnmálum  Dansverkið Á, eftir Valgerði Rún- arsdóttur, verður frumsýnt í Norð- urpólnum 1. des- ember nk. Val- gerður hefur m.a. starfað með Sidi Larbi Cherkaoui sem mun vera einn fremsti nútímadanshöfundur Evrópu. Dansarar í Á eru Snædís Lilja Ingadóttir og Unnur Elísabet Gunn- arsdóttir auk Valgerðar. Nýtt dansverk eftir Valgerði frumsýnt  Hljómsveitin Melchior er langt kom- in með upptökur á næstu hljómplötu sinni en meðal laga á henni verður jólalagið „Jólin koma brátt“ sem sala hófst á í vikunni á netinu. Lagið var samið fyrir Desember, kvikmynd eins liðsmanna Melchior, Hilmars Oddssonar, sem verður á jóla- dagskrá Sjón- varpsins í ár. Jólalag og hljómplata hjá Melchior Á fimmtudag SV-læg átt, yfirleitt á bilinu 3-10 m/s. Snjókoma og síðar él um landið vestanvert. Frost víða 3 til 10 stig. Á föstudag Austlæg átt, 5-15 m/s, hvassast við S-ströndina. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 3-8 m/s og víða bjart veður en NV 8-13 með NA-ströndinni og dálítil él. Austlægari vestantil undir kvöld. Frost víða 2 til 8 stig, en allt að 15 stig í innsveitum í nótt. VEÐUR „Þetta er stórt og spenn- andi félag og spennandi tímar framundan hjá liðinu. Mér skilst að þeir ætli að leggja svolítið í sölurnar núna og styrkja liðið enn frekar. Þeir stefna hratt upp á við,“ segir Pálmi Rafn Pálmason sem í gær skrif- aði undir þriggja ára samn- ing við norska úrvalsdeild- arliðið Lilleström og yfirgefur þar með Stabæk. »1 Stórt og spenn- andi félag Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna hefur þátttöku á heimsmeist- aramóti eftir þrjá daga. Þetta verður í fyrsta sinn sem það tekur þátt í mótinu. Sextán leikmenn spila fyrir hönd Íslands og hefur Morg- unblaðið í dag kynningu á þeim. »3 Styttist í fyrsta leik á HM í Brasilíu Arnar Gunnarsson, þjálfari meist- araflokks Selfoss í handbolta, og Gestur Guðrúnarson, fyrrverandi stjórnarmaður handboltaliða á Ak- ureyri, hafa velt því fyrir sér hvað megi gera til þess að fjölga hand- knattleiksliðum á nýjan leik. Þeir hafa sent hugmyndir sínar til stjórnar HSÍ, mótanefndar og þjálfara og for- ráðamanna félaga karla á Íslandi. »2 Áhugamenn vilja snúa þróuninni við ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta lítur vel út,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíða- svæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli, en verið er að troða og festa snjó þar sem hægt er að fara á troð- urum. „Hann spáir snjókomu í vik- unni og við erum á hnjánum,“ segir Einar. Ekki er á vísan að róa með snjó á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins en þegar nægur snjór er flykkist fólk á svæðin. Fólk bíður líka spennt eftir því að komast á skíði og er í viðbragðsstöðu. „Það stoppar ekki síminn og það er stanslaus um- ferð hingað,“ segir Einar. „Bretta- krakkarnir eru farnir að koma og búa sér til palla og gönguhringurinn á Leirunum svokölluðu er tilbúinn – við opnuðum hann síðastliðinn laug- ardag og hann hefur verið vel nýtt- ur.“ Vantar snjóbyssur Almennt eru skíðasvæðin opin kl. 14-21 á virkum dögum og kl. 10-17 um helgar. Keppnisfólk á höfuð- borgarsvæðinu er hins vegar byrjað að fara í æfingaferðir til útlanda og út á land þar sem nægur snjór er. Einar bendir á að hópur hafi til dæmis farið til Siglufjarðar um liðna helgi. „Þetta snýst um að fá að skíða og vera í snjó,“ segir hann. „Það er óþolandi að vera með stærsta skíðasvæði landsins og hafa ekki snjóbyssur til þess að búa til snjó.“ Hann segir að biðin eftir þeim hafi verið löng og hún hljóti að fara að styttast. „Ég hef ekki trú á öðru.“ Einar segir að margir fastagestir sæki skíðasvæðin og þeir séu mætt- ir um leið og búið sé að opna. „Hér eru mörg kunnugleg andlit frá 14 ára og upp í rúmlega 80 ára,“ segir hann. Daglega á skíðum Foreldrar Einars, Sesselja Jóna Guðmundsdóttir og Bjarni J. Ein- arsson, hafa skíðað á höfuðborg- arsvæðinu í meira en 65 ár. „Ég fór fyrst í Jósefsdal 1944,“ segir Bjarni, en hjónin hafa skíðað í Bláfjöllum síðan aðstaðan þar var opnuð um 1970. Þau kepptu um árabil á skíð- um en nú er það útiveran og hreyf- ingin sem heilla. Undanfarin ár hafa þau samt oft þurft að skreppa norð- ur til þess að komast á skíði en ann- ars fara þau daglega þegar opið er í Bláfjöllum. „Maður heldur sér ung- um með því að fara til fjalla og hreyfingin er ótrúlega góð fyrir eldri borgara,“ segir hann. Vilja fá snjóbyssur í Bláfjöll  Ungir sem aldn- ir bíða eftir því að komast á skíði Morgunblaðið/Árni Sæberg Undirbúningur Snjótroðarar hafa farið um skíðasvæðið í Bláfjöllum undanfarna daga og í gær var suðurgilið rutt til að undirbúa komu skíðafólksins. Undanfarna daga hefur verið frost í Hlíðarfjalli við Akureyri og snjó- framleiðsla með 10 snjóbyssum á fullu síðan um helgina, en stefnt er að því að opna svæðið á laug- ardag. „Þetta breytir öllu,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður skíðasvæðisins, um snjóframleiðsluna. Hann segir að áður hafi ríkt óvissa um opn- unartíma frá 1. nóvember til 1. mars og engir tveir vetur verið eins en síðan byssurnar komu 2005 hafi svæðið verið opnað í nóvember eða í byrjun í desember. Áður hafi jafnvel verið þrjú tímabil á einum vetri en eftir að byssurnar komu hafi verið meiri samfella í starfinu. Aðeins hafi snjóað í fyrri- nótt og mikil stemmning sé fyrir stöðunni. „Við tökum öllum snjó fagnandi,“ segir hann. Framleiðslan breytir öllu VETRARÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ ÍSLANDS Í HLÍÐARFJALLI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.