Morgunblaðið - 30.11.2011, Síða 20

Morgunblaðið - 30.11.2011, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011 Ég get ekki orða bundist lengur. Ég er alinn upp norður í Öx- arfirði, norður á Mel- rakkasléttu, á því land- svæði sem nú er mest til umræðu vegna kaup- tilboðs kínversks at- hafnamanns sem kaupa vill Grímsstaði á Fjöll- um. Ég hef verið þeirr- ar skoðunar lengi að Hólsfjöllin, Melrakkasléttan og reyndar mörg önnur svæði á landinu séu vannýtt auðlind og gjaldi fyrir það eitt að vera ekki „inn“ hjá ferða- þjónustumafíunni á suðvesturhorn- inu. Árum saman hefur ferðaþjón- ustufólk á svæðinu reynt að fá nokkr- ar krónur í lagfæringar á vegum, stígum, salernum og öðru aðgengi en ekkert orðið ágengt, engir peningar hafa verið til, eða það sem ég held að sé aðalatriðið að ekkert má gera sem hugsanlega gæti breytt þeirri mark- aðssetningu ferðamála á Íslandi að allir ferðamenn komi á land á suð- vesturhorni landsins og sé stýrt um landið af stóru ferðaskrifstofunum. Nytsamir sakleysingar láta síðan slá ryki í augun á sér um að allt sé þetta í þágu náttúruverndar og um- hyggju fyrir landinu og íbúa hinna dreifðu byggða, heyr á endemi. Stjórnmálaflokkurinn Vinstri grænir hefur einmitt fiskað í þessu vatni, talað fjálglega um umhyggju sína fyrir landinu og að náttúran verði að njóta vafans. Þeirra nátt- úruvernd hefur orðið til við skrif- borðin suður í Reykjavík og álit heimamanna í hinum dreifðu byggð- um engu máli skipt, það eru hvort sem er bara bændadurgar, sægreifar, landníðingar eða þaðan af verra sem þar búa. Það er búið að selja ótal jarðir á Íslandi, bæði til Íslendinga og útlendinga, sem síðan hefur verið lokað með keðju og hengilás og standa auðar 50 vikur á ári og margar sveitir nánast í auðn vegna þessara kaupa. Þetta þykir mjög fínt fyrir sunnan, náttúruvernd og umhyggja fyrir land- inu á hæsta stigi. Verst finnst mér þegar fólkið, sem gefist hefur upp fyrir þessu undarlega lög- máli að ekkert megi byggja upp norð- an Hvalfjarðar og austan Hellisheið- ar, réttlætir eigin uppgjöf með því að taka undir þessa firringu. Það er engin áhætta fólgin í kaup- um Kínverjans því enda þótt trúin flytji fjöll þá getur Kínverjinn það örugglega ekki. Aðgengi Íslendinga er enginn vandi að tryggja, og er reyndar í lögum nú þegar, og eins er með allt skipulag, kjarasamninga að annað slíkt. Uppbygging á Grímsstöðum gæti einmitt aukið mjög alla möguleika í ferðaþjónustu landsins, kakan myndi stækka og álagið af ferðamönnum dreifast víðar og jafnvel flug á al- þjóðaflugvellina á Akureyri og Egils- stöðum. Vinstri grænir eru annars sérstakt sálfræðilegt rannsóknarefni, þeir bentu á Kárahnjúka þegar vernda átti Eyjabakka, þeir bentu á gufuafls- virkjanir þegar vernda átti Kára- hnjúka, þeir bentu á ferðaþjónustu þegar á að vernda átti gufuna, þeir bentu á skoska jarðfræðinema í Vatnajökulsþjóðgarði þegar banna átti hestamenn, þeir benda á hvað þegar stoppa á uppbyggingu í ferða- þjónustu? Hættum þessum þjóðrembingi, heimóttarskap og heimsku og förum að vera menn meðal manna og þjóð meðal þjóða. Hvort það er kínverskur aðili sem kaupir landið eða íslenskur skiptir mig engu máli svo fremi ég geti áfram fengið að njóta þess, horfa á það og upplifa og umgangast eins og hver annar Íslendingur. Mér finnst reyndar mun líklegra að svo verði með þessum eiganda heldur en með sameign tuga brottfluttra erf- ingja sem ekki koma sér saman um neitt og koma þarna tvær vikur á ári. Ferðaþjónusta úti um land berst í bökkum, áhættufjármagn lækkar hratt eftir sem kílómetrum fjölgar frá Reykjavík og loks þegar einhver er tilbúinn að leggja fjármuni í alvöru uppbyggingu utan þéttbýlis er því hafnað. Það má líka spyrja hvað menn ætli að gera ef Berlusconi og ítalska mafían vill kaupa Grímsstaði, sem þeim er algjörlega heimilt sam- kvæmt EES-samningnum án þess að spyrja kóng eða prest. Er þá ekki betra að ganga til samstarfs við þenn- an fjárfesti sem virðist hafa svo góð fyrirheit, það er ekki úr háum söðli að detta. Að lokum ef einhverjum hefur dottið í hug að þetta sé skrifað í mik- illi gremju og reiði þá hefur hann al- gjörlega rétt fyrir sér. Heimska og heimóttarskapur Eftir Sigurð Ragnarsson » Það er búið að selja ótal jarðir á Íslandi, bæði til Íslendinga og útlendinga, sem síðan hefur verið lokað með keðju og hengilás og standa auðar 50 vikur á ári … Sigurður Ragnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri á Egilsstöðum. Ótiltekinn hópur manna hefur tekið sig til og hafið smíði fornminja í hlaðinu á Skálholti. Þar virðist ekkert til sparað. Það vekur auðvitað athygli því á sama tíma berst önnur og vitiborin starfsemi í Skálholti í bökkum, þannig að erfiðleikar eru á að taka á móti fólki til kirkju og tónleika, að ekki sé talað um ferðamenn vegna skorts á aðstöðu fyrir snyrtingu. Þar sem sporin hræða er nauð- synlegt að leggja fram nokkrar spurningar og fá skýr svör frá þeim sem hér höndla um. 1. Hvaða söfnuður er Þorláksbúð- arfélagið? Hefur félagið stjórn? Hve margir eru fé- lagsmenn Þorláksbúðarfélags- ins? 2. Hver eru lög eða starfsreglur Þorláksbúðarfélagsins? 3. Hvernig er staðið að kjöri stjórnar félagsins? 4. Hver annast greiðslur kostn- aðar vegna verksins, eða er prókúrukhafi félagsins? 5. Hver er kostnaðaráætlun vegna byggingar Þorláksbúðar í Skálholti? 6. Var áætlunin lögð fyrir Kirkju- ráð og samþykkt í ráðinu? 7. Var það gert fyrir fimm árum þegar sagt var (fréttir í Rík- issjónvarpi 09.11.2011) að þetta verk hefði hafist? 8. Hvenær var það gert? 9. Hver ber fjárhags- lega ábyrgð á verkinu? 10. Hve mikið fjár- magn er þegar komið í verkið? 11. Hve háar eru úti- standandi skuldir vegna smíði Þor- láksbúðar? 12. Hver eða hverjir eru hönnuðir að Þorláksbúð (fyr- irtæki og einstaklingar) og hafa fengið greidd laun eða þóknun vegna starfa að hönn- un og byggingu Þorláksbúðar? 13. Hvernig skiptist greiðsla kostnaðar milli ríkissjóðs, kirkjunnar og annarra aðila? 14. Hvaða aðrir aðilar en kirkjan og ríkið hafa lagt fram fé til verksins? 15. Hver sér um bókhald vegna framkvæmdarinnar? 16. Hver annast endurskoðun bók- halds Þorláksbúðarfélagsins vegna framkvæmda við Þor- láksbúð? 17. Hvenær var bókhald félagsins (vegna byggingar Þorláks- búðar) síðast endurskoðað? 18. Er til deiliskipulag fyrir Skál- holtsstað? 19. Ef það ekki til, svo sem margt bendir til, er þá lögum sam- kvæmt hægt að gefa út bygg- ingar- eða framkvæmdaleyfi? 20. Verður ekki byggingarleyfi að liggja fyrir áður en byrjað er á einhverjum framkvæmdum og/ eða breytingum ? 21. Er það ekki rétt að fram- kvæmdaleyfi hafi fyrst verið gefið út föstudaginn 4. nóv- ember 2011? 22. Heldur Þorláksbúðarnefnd fundagerðarbók? 23. Hvenær var síðasti fundur nefndarinnar haldinn og hverj- ir sátu hann? 24. Hvaða ákvarðanir voru teknar á þeim fundi? 25. Hafði Þorláksbúðarnefnd ein- hvern tíma samband við húsa- friðunarnefnd á undirbúnings- tíma verkefnisins? 26. Hver eða hverjir hafa aðgang að bankareikningum félagsins og geta ráðstafað fjármunum þess? 27. Og svo að lokum: Annast Árni Johnsen alþingismaður, fyrr- verandi formaður bygging- arnefndar Þjóðleikhússins, fjárreiður Þorláksbúð- arnefndar, eða hefur einhver afskipti af þeim? Þetta eru einungis nokkrar af þeim spurningum, sem vakna í kringum þetta vandræðamál, en það mun ekki efla guðs kristni í landinu. Með vinsemd. Nokkrar spurningar til athugunar vegna Þorláksbúðar í Skálholti Eftir Vilhjálm Bjarnason » Þar sem sporin hræða er nauðsyn- legt að leggja fram nokkrar spurningar og fá skýr svör frá þeim sem hér höndla um. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er lektor við HÍ. Að beiðni sjávar- útvegs- og landbún- aðarráðherra tók undirritaður þátt í starfi vinnuhóps á vegum ráðuneytisins um gerð tillagna í fiskveiðistjórnun. Verkefni okkar var að fara yfir þær um- sagnir sem fram komu um það frum- varp sem lagt var fyrir Alþingi á liðnu vori og móta úr þeim ný drög að frumvarpi sem tæki ennfremur mið af stefnu rík- isstjórnarinnar og niðurstöðu sáttanefndarinnar. Engin önnur fyrirmæli eða afskipti voru sett fram frá hendi ráðherra og hafði hópurinn því frjálsar hendur um það hvað hann legði til. Nú hefur forsætisráðherra inn- leitt nýja tegund gagnsæis í stjórnsýslu þegar hún skilgreinir undirritaðan og alla aðra sem að þessu starfi komu sem stjórn- arandstæðinga. Það virðist aftur á móti að ann- ars konar gagnsæi og opnun stjórnsýslu njóti ekki vinsælda í forsætisráðuneytinu hvað sem líð- ur skrifaðri stefnu ríkisstjórn- arinnar. Jón Bjarnason sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti vinnuhópi þeim sem ég starfaði í þau áform að frumvarps- drög yrðu ekki lögð fram sem stjórnarfrumvarp heldur sem vinnuskjal sem færi til umsagnar hagsmunaaðila og alls almennings. Að því loknu yrði unnið stjórn- arfrumvarp. Sporin hræða Umrædd vinnuskjöl eiga sér langa forsögu sem við í vinnuhóp ráðuneytisins fengum í arf í okkar vinnu. Til glöggvunar skal sú saga rakin hér. Við valdatöku sitjandi rík- isstjórnar voru kynnt róttæk áform um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Ríkisstjórnin ákvað síðan að hefja þá vegferð með skipan svokallaðrar sátta- nefndar sem undirritaður sat í. Þar áttu sæti fulltrúar atvinnu- greinarinnar, hagsmunasamtaka og allra stjórnmálaflokka en for- maður nefndarinnar var Guð- bjartur Hannesson alþingismaður og varaformaður Björn Valur Gíslason alþingismaður. Nefndin skilaði af sér liðlega ári síðar eða haustið 2010. Niðurstaða nefndarinnar var löng skýrsla sem túlka má á ýmsa vegu og fyrir lá að nefndarmenn gengu mjög missáttir frá borði. Daginn eftir að skýrslunni var skilað gerðu sumir þeirra sem skrifað höfðu undir hana verulegar athugasemdir við efni hennar. Haustið 2010 hófst samráðsferli um frumvarpssmíði sem var þá í höndum sex þingmanna stjórn- arliðsins en engin samstaða var í þeim hópi. Þegar ekki þóttu líkur á sameiginlegri niðurstöðu sex- menninga bættust forystumenn ríkisstjórnarinnar í hópinn. Al- menn gagnrýni barst frá atvinnu- greininni fyrir það að leynd hvíldi yfir vinnunni. Ósætti í stjórnarliðinu Vetrarlangt var setið yfir málum og loks unnið frumvarp sem fékk þá einkunn þingmanns ríkisstjórn- arinnar að það væri eins og unnið af sjimpönsum, samkvæmt frétt Eyjunnar þann 3. maí síðastliðinn. Mikið ósætti var frá fyrsta degi um málið í stjórnarliðinu sem op- inberaðist óbreyttum stuðnings- mönnum stjórnarinnar vel í þing- umræðu og á þingskjölum. Þannig var formaður sjávar- útvegs- og landbúnaðarnefndar Al- þingis ein um sitt álit á frumvarpinu þegar það loks fékk þinglega meðferð síðastliðið vor. Fylkingaskipan í þessu gekk þvert á flokksbönd. Hinir fjöl- mörgu stjórnarliðar sem komu að málinu síðastliðinn vetur hlupu frá endanlegum stuðningi við málið á Alþingi og að lokum var frumvarpinu skil- að aftur upp í sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneyti með hraklegum eftirmælum for- manns og varaformanns sjávar- útvegs- og landbúnaðarnefndar þingsins. Dýrkeyptur vinnufriður Þegar málið kom upp í ráðu- neyti í lok september síðastliðins var tekin ákvörðun um stofnun vinnuhóps og var undirritaður fenginn til setu í honum án þess að vera fyrst yfirheyrður um stuðn- ing eða andstöðu við ríkisstjórn- ina. Aðrir í hópnum voru Atli Gíslason alþingismaður og Jón Eð- vald Friðriksson framkvæmda- stjóri FISK á Sauðárkróki. Jó- hanni Guðmundssyni starfsmanni ráðuneytisins var falið að vinna með hópnum. Þau einu fyrirmæli sem við fengum var að vinna sem best úr þeim tæplega 40 umsögnum sem bárust Alþingi um málið og flestar reyndust neikvæðar í garð þess frumvarps sem legið hafði fyrir. Hér höfðum við að veganesti skýrslu sáttanefndarinnar og stefnu ríkisstjórnarinnar. Við ein- settum okkur að feta einstigi, fara millileið án þess að við hefðum mikla von um að hægt væri að sætta ólík sjónarmið. En þetta var reynt og svo er annarra að dæma um hvernig til hefur tekist. Ráð- herra tók ekki þátt í stefnumótun hópsins eins og áður sagði enda ekki erindi okkar að leggja fram sérstakar tillögur hans heldur fag- lega nálgun á viðfangsefninu. Í ljósi reynslunnar var okkur lofað trúnaði og vinnufriði við verkið, enda forsenda þess að við tækjum það að okkur, og uppálagt að um væri að ræða skjal sem síð- an gæti orðið grunnur að vinnu við stjórnarfrumvarp. Tími til stefnu var skammur eða liðlega mánuður en að því loknu var fyrir lagt að málið færi þegar til almennrar og opinnar kynningar í anda gagnsæ- is og þeirra lýðræðisvinnubragða sem sitjandi ríkisstjórn gerir að sínum í stefnuyfirlýsingu. Jón á að játast ESB-trúnni Allt tal um að hér hafi verið unnin sú vinna sem valdið geti sár- indum í stjórnarsamstarfi er með miklum ólíkindum og fer raunar ekki milli mála að hér eru spuna- meistarar ESB-fléttunnar að verki. Í stað þess að koma hreint fram og krefjast þess að Jón gangi af stefnu VG og játist líkt og aðrir undir ESB-trú er búinn til furðu- leg atburðalýsing um birtingu vinnuskjala og afar vonda stjórn- arandstæðinga. Með ásökunum á hendur Jóni Bjarnasyni síðustu daga hafa ís- lensk farsastjórnmál náð nýjum og óþekktum hæðum. Farsakennd aðför að ráðherra Eftir Aðalstein Árna Baldursson Aðalsteinn Á. Baldursson » Allt tal um að hér hafi verið unnin sú vinna sem valdið geti sárindum í stjórnarsam- starfi er með miklum ólíkindum. Höfundur er formaður Framsýnar – stéttarfélags.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.