Morgunblaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011
Ríkisstjórnin hefur farið furðu-legar kollsteypur með frum-
varp um nýjan kolefnaskatt. Skatt-
lagningaráformin mættu harðri
andstöðu, enda ljóst að afleiðingar
þeirra yrðu hörmulegar.
Samfylkingarmenn vildu ekkertkannast við skatt-
inn og höfðu uppi stór
orð um að hann mætti
ekki standa.
Formaður atvinnu-málanefndar Al-
þingis, Kristján Möller,
og iðnaðarráðherra,
Katrín Júlíusdóttir, létu
eins og þau væru að
heyra af ósköpunum í
fyrsta sinn í fjölmiðlum.
Steingrími hefursárnað þetta því að
í gær sendi hann annan
helsta talsmann sinn, Árna Þór Sig-
urðsson, út af örkinni til að útskýra
hvernig málið væri til komið.
Um tildrög kolefnaskattsinssagði Árni: „Þá bara minni ég
á það, og þar verð ég að segja ég var
ósáttur við viðbrögð sumra samfylk-
ingarmanna, vegna þess að þar er
um að ræða stjórnarfrumvarp, sem
er búið að fara í gegnum þingflokka
beggja flokkanna og fá samþykki
þar, í ríkisstjórn og í þingflokk-
unum. Það er komið í gegnum fyrstu
umræðu í Alþingi, það er komið í
nefnd og það er fyrst þegar að ein-
hverjir hagsmunaaðilar hérna reka
upp ramakvein að þá allt í einu taka
menn við sér og hrópa úlfur, úlfur
(svo!) ... Það er ekki þannig að þetta
sé bara eitthvað mál fjármálaráð-
herra, þetta var mál ríkisstjórn-
arinnar, búið að fara í gegnum þann
farveg.“
Það vantar hvergi vinarþelið ástjórnarheimilinu.
Árni Þór
Sigurðsson
Í góðsemi vegur
þar hver annan
STAKSTEINAR
Katrín
Júlíusdóttir
Veður víða um heim 29.11., kl. 18.00
Reykjavík -3 léttskýjað
Bolungarvík -4 skýjað
Akureyri -5 snjókoma
Kirkjubæjarkl. -3 léttskýjað
Vestmannaeyjar 0 heiðskírt
Nuuk -11 skýjað
Þórshöfn 2 skúrir
Ósló 8 alskýjað
Kaupmannahöfn 7 skýjað
Stokkhólmur 5 heiðskírt
Helsinki 6 alskýjað
Lúxemborg 6 léttskýjað
Brussel 7 léttskýjað
Dublin 6 léttskýjað
Glasgow 6 léttskýjað
London 12 skýjað
París 8 skýjað
Amsterdam 7 léttskýjað
Hamborg 6 skýjað
Berlín 6 heiðskírt
Vín 2 alskýjað
Moskva 1 snjóél
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 13 heiðskírt
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 13 léttskýjað
Aþena 12 skýjað
Winnipeg -6 léttskýjað
Montreal 2 skúrir
New York 16 skúrir
Chicago 6 alskýjað
Orlando 16 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
30. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:43 15:51
ÍSAFJÖRÐUR 11:17 15:27
SIGLUFJÖRÐUR 11:01 15:08
DJÚPIVOGUR 10:19 15:14
ber sl. svo fela megi öðrum til þess
hæfum og óháðum aðila að stýra
þeirri úttekt. Þar til fyrir liggur hvort
orðið verði við því mun embættið bíða
með að svara erindi yðar frá 27. októ-
ber sl.“ Með bréfinu fylgdi afrit af
álitsgerð Lex. Ríkisendurskoðun hef-
ur enn ekki svarað bréfinu.
Sveinn segist ekki hafa hugsað sér
að víkja sæti og vill lítið tjá sig um
málið en segir embættið hafa leitað til
innanríkisráðuneytisins um framhald
málsins. „Við lítum svo á að ráðuneyt-
ið hafi ákveðið boðvald yfir stofnun-
um sem undir það heyra og við höfum
óskað eftir því að þessu verði svar-
að,“ segir Sveinn.
Álit Lex snýr að ábendingu
ríkisendurskoðunar frá
27. september síðast-
liðnum. Voru m.a. gerð-
ar athugasemdir við að
ríkislögreglustjóri hefði
ekki leitað tilboða frá
öðrum áður en gengið
var til viðskipta við
fyrirtækið Landstjörnuna
ehf. og að embættið hefði ekki
boðið út kaup á búnaði að fjárhæð
12,6 milljónir króna áður en umrædd-
ur búnaður var keyptur af fyrirtæk-
inu Trademark ehf.
Að auki var fundið að því að Lög-
regluskóli ríkisins hefði keypt búnað
af Trademark fyrir 12,7 milljónir
króna í desember 2010 án þess að út-
boð hefði farið fram og að sjö aðrar
löggæslustofnanir hefðu keypt lög-
reglukylfur fyrir um 7 milljónir króna
af Trademark árið 2008, einnig án út-
boðs. Í niðurstöðunni var því m.a.
beint til löggæslustofnana að þær
virtu ákvæði um opinber innkaup og
bent á nauðsyn þess að innanríkis-
ráðuneytið tryggði að ríkislögreglu-
stjóri sinnti umsjónarhlutverki sínu.
Neyðarástand matskennt
Niðurstöðu ríkisendurskoðunar
var alfarið hafnað af ríkislögreglu-
stjóra sem m.a. bar því við að vegna
þess upplausnarástands sem ríkti í
þjóðfélaginu á þessum tíma hefði lög-
reglunni verið ómögulegt að afla
nauðsynlegs búnaðar annars staðar
frá með jafnskjótum hætti. Þessum
rökum var aftur hafnað af ríkisend-
urskoðun. Í áliti LEX fyrir ríkislög-
reglustjóra segir að ríkisendurskoð-
un hafi ekki vald til að skera úr um
hvort mat ríkislögreglustjóra á því
hvort neyðarástand væri til staðar í
þjóðfélaginu væri rétt eða ekki. Rík-
islögreglustjóra væri skv. c. lið 1.
mgr. 33. gr. laga um opinber innkaup
heimilt að kaupa vörur án þess að
efna til útboðs ef aðkallandi neyðar-
ástand sé fyrir hendi.
Enn fremur kemur fram í áliti lög-
mannsstofunnar að ríkislögreglu-
stjóra hafi verið heimilt að kaupa
búnað annan en piparúða og óeirða-
gas af Landstjörnunni án útboðs þar
sem aðeins eitt fyrirtæki hafi komið
til greina. Niðurstaða um það hvort
viðskiptin við Trademark hafi verið
útboðsskyld, þ.e. um hvort ein kaup
hafi verið að ræða eða þrenn, velti á
því hvernig búnaður sé flokkaður.
Ekki lögbundið hlutverk að
leggja mat á opinber innkaup
Segja Ríkisendurskoðanda ekki vanhæfan en heppilegast að annar rannsaki
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Innkaup Ríkislögreglustjóri hefur farið fram á að ríkisendurskoðandi víki
sæti við meðferð þessa máls. Fela megi öðrum óháðum að stýra úttektinni.
Innanríkisráðherra, Ögmundur
Jónasson, hefur sagt að emb-
ætti ríkislögreglustjóra hafi
ekki brotið lög um opinber inn-
kaup en ábendingar ríkisend-
urskoðunar hafi engu að síður
verið teknar alvarlega og brota-
lamir verði lagfærðar.
Þótt viðskipti löggæslustofn-
ana við fyrirtæki sem tengist
lögreglumönnum séu heimil séu
þau óheppileg, þar sem þau
geti m.a. valdið tor-
tryggni hjá almenn-
ingi.
Ástæða sé til að
skerpa á reglum hjá
löggæslunni almennt
og hvað varðar inn-
kaup hjá stofnunum.
Brutu ekki lög
RÁÐHERRANN
FRÉTTASKÝRING
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Ólíklegt er að það sé innan lögbund-
ins hlutverks ríkisendurskoðunar að
leggja mat á það hvort innkaup hins
opinbera á vörum standist lög um op-
inber innkaup, segir í áliti sem lög-
mannsstofan LEX vann fyrir ríkis-
lögreglustjóra. Kemst stofan enn
fremur að þeirri niðurstöðu að heppi-
legast væri að öðrum einstaklingi en
sitjandi ríkisendurskoðanda yrði falin
rannsókn embættisins á viðskiptum
ríkislögreglustjóra við fyrirtækið
RadíóRaf.
Í niðurlagi álitsins kemur fram að
ætla megi að ríkisendurskoðun hafi
farið út fyrir lögbundið hlutverk sitt
við rannsóknina og með efasemdum
um það hvort ríkislögreglustjóri hafi
farið að ákvæðum laga um opinber
innkaup. Þótt ólíklegt sé að ríkisend-
urskoðandi teljist vanhæfur til þess
að fara með rannsókn mála sem
tengjast ríkislögreglustjóra, væri
heppilegast að annar hæfur einstak-
lingur tæki við rannsókninni á við-
skiptum ríkislögreglustjóra við Rad-
íoRaf. Þannig megi auka
trúverðugleika rannsóknarinnar.
Hafa leitað til ráðuneytisins
Embætti ríkislögreglustjóra, Har-
alds Johannessen, sendi Sveini Ara-
syni ríkisendurskoðanda bréf 21. nóv-
ember og rakti þar ummæli
ríkisendurskoðunar á vefsíðu um
kaupin. Sveinn hafi m.a. fullyrt í fjöl-
miðlaviðtölum að ríkislögreglustjóri
hafi brotið lög sem sé alrangt.
„Eftir það sem á undan er gengið
og hér hefur stuttlega verið rakið er
afstaða embættis ríkislögreglustjóra
sú að ekki ríki lengur trúnaður eða
traust milli yðar og embættisins,“
segir í bréfinu. „Er því farið fram á að
þér víkið sæti við meðferð þess máls
sem greinir í bréfi yðar frá 27. októ-