Morgunblaðið - 30.11.2011, Side 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Í kvöld verður ný fatalína Herra-
fataverzlunar Kormáks & Skjaldar,
hönnuð af yfirhönnuði verslunar-
innar, Guðmundi Jörundssyni,
frumsýnd. Frumsýningin fer fram á
árlegri herrafatasýningu verslunar-
innar í Þjóðleikhúskjallaranum sem
hefst kl. 21.
Að vanda verður mikið um dýrðir
á sýningunni og meðal fyrirsætna
sem spranga sperrtar um palla
þjóðþekkt karlmenni og skemmti-
kraftar. Má þar nefna Gus Gus karl-
mennin Daníel Ágúst Haraldsson og
Stephan Stephensen, fjölmiðlajaxl-
inn Helga Seljan og Val Frey Ein-
arsson leikara. Blaðamaður ræddi í
fyrradag við yfirhönnuðinn Guð-
mund og var hann önnum kafinn við
að klæða fyrirsætur, enda stutt í
sýningu.
„Þetta er rosa mikið af dressum,“
segir Guðmundur um línuna.
– Hvað eru þetta mörg dress?
„Við erum bæði að sýna föt úr
versluninni á sýningunni og síðan
línuna þannig að í heildina erum við
kannski með um 60 mismunandi
búninga.“
– Hefur vinna staðið lengi að baki
línunni?
„Við byrjuðum á þessu í sumar og
svo er þetta búið að vera í fram-
leiðslu og vinnslu síðan.“
Aðsniðið og jarðlitir
– Hvernig er hin nýja lína?
„Við erum með fókusinn ennþá á
vesti og buxur og jakka. Svo höfum
við bætt við slaufum líka og prjóna-
vestum, það er það sem við erum að
gera núna. Svo er stefnan sett á að
framleiða úti, þá ráðum við betur
við magn og getum bætt við skyrt-
um og yfirhöfnum. Þannig að það er
verið að stækka þetta núna næsta
árið, breikka úrvalið.“
Guðmundur segir línuna að hluta
innblásna af fötum fyrir skot-
veiðimenn og þá frá gamalli tíð. „Ég
er að vinna með ull, bómull, leður og
náttúrlega íslenska ull, prjón og
þetta er aðsniðið og svolítið „slick“,“
lýsir Guðmundur. „Þetta er í raun-
inni töluverð breyting á þessu miðað
við í fyrra, þetta heldur alveg í það
sama en þetta eru dempaðri litir,
meira jarðlitir.“
– Manni finnst stundum eins og
maður hafi farið aftur í tímann þeg-
ar maður kemur inn í verslunina, að
maður sé staddur í Englandi fyrir
hundrað árum …
„Þetta er alveg sú stemning, það
er grunnurinn en þetta er meira ný-
móðins, fært í þann anda. Þessir
skotveiðijakkar sem ég var að
skoða, eru notaðir í fínna og fín-
gerðara, eins og jakkafatajakka,“
útskýrir Guðmundur.
Ekki hefðbundin sýning
„Þetta er ekki hefðbundin tísku-
sýning, svona skemmtikvöld eig-
inlegt,“ segir Guðmundur um herra-
fatasýninguna í kvöld. Þjóðkunnir
karlar sýni í bland við aðra,
„góðar týpur“ eins og Guð-
mundur lýsir þeim. „Við
reynum að nota bæði stóra
og litla, alls kyns menn,“
segir Guðmundur og á þar
við hæð fyrirsætna.
– Og einhverjir verða með
atriði?
„Já, það eru tónlistaratriði
og alltaf poppstjarna á hverju
ári, leynileg. Helgi Björns var
í fyrra. Það var rosa
stuð.“
Frítt er inn á sýn-
inguna.
Stórir og litlir herramenn
og allir góðar týpur
Ný fatalína verður sýnd á herrafata-
sýningu Herrafataverzlunar Kormáks
& Skjaldar í kvöld Skemmtikvöld
frekar en hefðbundin tískusýning
Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar var opnuð í kjallara
á Hverfisgötunni árið 1996 og voru þá að mestu seld föt
úr skápum vina og vandamanna. Í maí 1997 flutti versl-
unin á Skólavörðustíg og seldi þá mest notaðan fatnað.
Verslunin var lögð niður 2001 en var opnuð að nýju árið
2006 í Kjörgarði, þá höfðu Kormákur og Skjöldur keypt
verslunina Bertie Wooster og flutt til Íslands.
Hefur nú notaður fatnaður lotið í lægra
haldi og í fyrra kom svo fyrsta fatalína
verslunarinnar, Kormákur og Skjöld-
ur, eftir Guðmund Jörundsson.
Hófst í kjallara árið 1996
19. og 20. desember nk. kl. 20
verða tvö ný dansverk Up-North
Project sýnd í Gaflaraleikhúsinu.
Up-North Project er danslistaverk-
efni sem hlaut nýverið styrk frá
Norsk-íslenska menningarsjóðnum,
samstarfsverkefni Auðar Ragn-
arsdóttur, Emelíu Antonsdóttir
Crivello og Lilju Bjarkar Haralds-
dóttur, unnið í samvinnu við norska
danslistamenn. Verkin sem sýnd
verða eru Animal Mechanical eftir
Auði og Things left unsaid eftir
Lilju Björk en Emelía er dramatúrg
verkefnisins. Auður stundar nám
við Concordia-háskólann í Kanada,
Lilja Björk við Skolen for Samtids-
dans í Osló og Emelía nemur Fræði
og framkvæmd við LHÍ. Dansarar í
verkunum eru Hedvig Bang, Ida
Rue, Marianne Holm Glad og Maya
Mi Samuelsen en Spiral-dansflokk-
urinn mun einnig sýna verkið So-
mething’s got to give eftir Brogan
Davison og Emelíu en það var
frumsýnt nýverið á danskvöldi
Unglistar.
Dansveisla Up-North
Project í desember
Hljómsveitin Ég gaf nýverið út
fjórðu hljómplötu sína og ber hún
titilinn Ímynd fíflsins. Hljóm-
sveitin hefur undanfarið ár fylgt
eftir síðustu plötu sinni, Lúxus upp-
lifun en sú var m.a. tilnefnd sem
Plata ársins á Íslensku tónlist-
arverðlaununum sem og fyrir
textasmíð en fyrri plata hljómsveit-
arinnar, Plata ársins, hafði þá áður
verið tilnefnd plata ársins.
Á Ímynd fíflsins eru 13 frum-
samin lög með íslenskum texta og
er í þeim m.a. fjallað um heimsku,
kóngafólk, manninn og tengingu
hans við sauðkindur og Hollywood-
ást. Hljómsveitin heldur tónleika á
Akureyri 2. desember og á Húsavík
degi síðar.
Heimska, kóngafólk,
sauðkindur og fleira
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Engla- og indjánaflokkurinn nefnist
nýr flokkur sem hyggur á framboð á
landsvísu í alþingiskosningunum ár-
ið 2013. „Það er mikilvægt að þessi
öfl fái tengilið inn í íslensk stjórn-
mál, hvort sem það er ég eða einhver
annar sem verður þar í forsvari,“
segir Snorri Ásmundsson myndlist-
armaður sem er talsmaður flokks-
ins. Að hans sögn mun flokkurinn
vinna með englum, framliðnum ind-
jánum og öðrum fögrum vættum við
að opna efnisheiminn fyrir hinum
andlegu allsnægtum og stuðla að
kærleiksríkum heimi fyrir mann-
fólkið. „Við mannfólkið vitum svo lít-
ið þó að við höldum að við vitum svo
mikið. Núna eftir hrun efnishyggj-
unnar erum við að opna meira and-
lega,“ segir Snorri og tekur fram að
fólk eigi eftir að verða vitni að ótrú-
legum hlutum á næstunni þó að
hann vilji ekki fara nánar út í það
hvers eðlis þessir atburðir eru.
Flokkur án stefnumála
Að mati Snorra er mjög mikilvægt
að Engla- og indjánaflokkurinn fái
gott brautargengi, en það fari auð-
vitað eftir því hvort kjósendur séu
tilbúnir fyrir breytingar. „Ég ætla
að fá hjálp frá einum og öðrum vætt-
um til að hafa áhrif á kjósendur,“
segir Snorri og tekur fram að englar
og aðrir vættir tali aðeins við þá sem
eru opnir fyrir þeim og þá hjálpi að
vera barnslega einlægur.
Spurður um helstu stefnumál
flokksins segir Snorri þau ekki vera
nein. „Þetta er í raun ekki pólitík.
Við erum ekki með nein stefnumál.
Eina markmið okkar er að koma
þessari orku og kærleika til skila.
Það fólk frá okkur sem kæmist inn á
þing myndi miðla og hugleiða og
jafnvel biðja og vera nokkurs konar
rafhlaða kærleikans. Við munum
ekki hafa sterkar skoðanir á hlut-
unum. Hins vegar munum við hjálpa
öðrum þingmönnum að sjá og finna
kærleikann og vinna gegn því of-
beldi sem á sér stað í argaþrasi, því
stjórnmál og vinnuaðferðir í stjórn-
málum eru oft á tíðum frumstæðar,
ofbeldisfullar, óvinveittar og ekki
mjög kærleiksríkar,“ segir Snorri og
bætir við: „Með kærleikann að leið-
arljósi vill Engla- og indjánaflokk-
urinn hins vegar leggja sitt af mörk-
um í að opna augu mannfólksins
fyrir fegurð
lífsins, náttúr-
unnar og að lifa
lífinu vakandi, lif-
andi og oft dans-
andi.“
Aðspurður segist Snorri
vera kominn með tugi
samstarfsmanna sem
vinna að framboðinu með
honum, en hópurinn fari sífellt
stækkandi.
Þetta er ekki fyrsta framboðið
sem Snorri kemur að því hann
reyndi án árangurs að velta Birni
Bjarnasyni, þáverandi oddvita
sjálfstæðismanna í Reykjavík, úr
sessi árið 2002 og
stofnaði í framhaldinu
flokkinn Vinstri hægri
snú sem bauð fram í borginni.
Ár-
ið
2004
tók hann
þátt í forseta-
kosningum og
2009 bauð hann sig
fram gegn Geir H.
Haarde til for-
mennsku Sjálfstæð-
isflokksins. Spurður
hvaða munur sé á fyrri
framboðum hans og því
nýjasta svarar Snorri: „Ég
er alltaf að þroskast og
tengjast betur. Ég hef
þannig farið frá
hinum eigingjarna
ég-hugsunarhætti
yfir í áhersluna á
við.“
Hugh Laurie lék
Bertie Wooster í
þáttunum Jeeves
and Wooster.
SAGA HERRAFATAVERSLUNARINNAR
Með kærleikann að leiðarljósi
Engla- og indjánaflokkurinn hyggst hasla sér völl í íslenskum
stjórnmálum og mun fara fram í alþingiskosningum árið 2013
Snorri
Ásmundsson
Vígalegur Yfirhönnuðurinn Guð-
mundur Jörundsson ábúðarfullur.
Karlatískan Sýnishorn úr nýrri fatalínu Kormáks og Skjaldar.