Morgunblaðið - 30.11.2011, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011
Stjórnvöld í Bretlandi hvöttu í gær breska ríkis-
borgara í Íran til að halda sig innandyra eftir að
tugir mótmælenda réðust inn í byggingu breska
sendiráðsins í Teheran. Mótmælendurnir
dreifðu pappír, sem þeir tóku úr byggingunni,
og kveiktu í honum. Hermt var að lögreglumenn
hefðu síðar beitt táragasi til að dreifa mótmæl-
endunum. Nokkrir mótmælendanna særðust í
átökum við lögreglu, einn þeirra alvarlega.
Réðust inn í breska sendiráðið í Teheran
Reuters
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Fjöldamorðinginn, sem varð alls 77 manns að
bana í Noregi 22. júlí, er ósakhæfur vegna of-
sóknargeðklofa sem hann hefur lengi verið
haldinn, að því er fram kemur í 243 síðna
skýrslu tveggja réttarsálfræðinga.
Nefnd réttarlækna á að meta skýrsluna og
gert er ráð fyrir að niðurstaða hennar verði
birt fyrir jól. Réttað verður í málinu þótt
nefndin staðfesti að maðurinn sé ósakhæfur.
Dómstóllinn hefur lokaorðið um sakhæfi hins
ákærða og getur komist að þeirri niðurstöðu
að hann sé sakhæfur. Norskir dómstólar hafa
þó yfirleitt farið eftir mati réttargeðlækna.
Norski saksóknarinn Inga Bejer Engh sagði
að ef lokaniðurstaðan yrði sú að fjöldamorð-
inginn væri ósakhæfur kynni hann að dvelja á
geðsjúkrahúsi það sem eftir væri ævinnar.
Hún bætti við að læknum sjúkrahússins bæri
skylda til að tryggja að gæslu hans yrði háttað
þannig að samfélaginu stafaði ekki hætta af
manninum. Þeir gætu ekki fært hann úr lok-
aðri réttargeðdeild í opna deild nema með
samþykki dómara.
Verði fjöldamorðinginn dæmdur til vistar á
réttargeðdeild á dómari að endurskoða dóm-
inn á þriggja ára fresti. Engh sagði að ef
læknar kæmust einhvern tíma að þeirri niður-
stöðu að hann væri ekki lengur haldinn geð-
veiki yrði hægt að flytja hann í fangelsi ef
samfélaginu væri enn talin stafa hætta af hon-
um.
Réttargeðlæknarnir komust að þeirri niður-
stöðu að fjöldamorðinginn lifði í eigin heimi,
haldinn ranghugmyndum sem stjórnuðu öllum
hugsunum hans og gerðum. Hann væri hald-
inn mikilmennskuórum, teldi sig vera útvalinn
og til þess bæran að ákveða hverjir skyldu lifa
og hverjir deyja. Hann liti á sig sem bjargvætt
Norðmanna og teldi sig hafa framið ódæðis-
verkin „af kærleik til þjóðar sinnar“. Hann
héldi að samtök sín, Musterisriddararnir,
kæmust til valda í Evrópu og hann yrði sjálfur
konungur Noregs þegar fram liðu stundir.
Fjöldamorðinginn talinn ósakhæfur
Staðfesti nefnd réttarlækna niðurstöðu tveggja geðlækna verður norski fjöldamorðinginn dæmdur til
vistar á réttargeðdeild en ekki í fangelsi Sagður hafa verið haldinn ofsóknargeðklofa í langan tíma
Undrandi á niðurstöðunni
» Norskur prófessor í refsirétti, Erling
Johannes Husabø, kveðst vera undrandi
á mati réttargeðlæknanna og segir að
dómstóllinn geti komist að annarri niður-
stöðu og dæmt manninn sakhæfan.
» Telji dómstóllinn að hinn ákærði sé
sakhæfur er hámarksrefsingin 21 árs
fangelsi. Hægt verður þó að halda hon-
um á bak við lás og slá lengur ef sam-
félaginu er talin stafa hætta af honum.
Reuters
Saksóknararnir Inga Bejer Engh og Svein
Holden á blaðamannafundi í Ósló í gær.
Öryggissveitir í Sýrlandi hafa myrt að minnsta kosti 256
börn frá því að mótmælin gegn einræðisstjórn Bashars
al-Assads forseta hófust í mars, að því er fram kemur í
nýrri skýrslu rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu
þjóðanna.
Í skýrslunni eru yfirvöld í Sýrlandi sökuð um „glæpi
gegn mannkyninu“. Fram kemur að dæmi séu um að
börn hafi verið pyntuð til dauða í fangelsum. Tveggja ára
stúlka er yngsta fórnarlambið sem vitað er um. Haft er
eftir vitnum að hermaður hafi skotið hana til bana 13.
ágúst. Það eina sem hann sagði til að réttlæta morðið var
að hann „vildi ekki að hún yrði að mótmælanda“, að sögn
skýrsluhöfundanna.
Í skýrslunni segir að öryggissveitirnar hafi orðið 256
börnum að bana samkvæmt nýjustu upplýsingum, frá
mars til 9. nóvember. Sum barnanna dóu af sárum sínum
eftir að þeim var neitað um læknisaðstoð.
Öryggissveitirnar eru einnig sakaðar um að hafa
nauðgað börnum og unglingum. Fimmtán ára piltur
mátti þola nauðgun fyrir framan föður sinn, að sögn vitn-
is. Annar sjónarvottur kvaðst hafa séð þrjá hermenn
nauðga 11 ára dreng.
Skýrslan byggist á viðtölum við 223 vitni og fórnar-
lömb mannréttindabrota sýrlenskra öryggissveita.
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna skipaði nefndina í
ágúst en stjórnvöld í Sýrlandi leyfðu henni ekki að fara
þangað til að rannsaka ásakanirnar. bogi@mbl.is
Öryggissveitir hafa myrt
minnst 256 börn í Sýrlandi
Reuters
Grimmd mótmælt Sýrlenskt barn í Amman í Jórdaníu
mótmælir grimmdarverkunum í Sýrlandi.
Börn sögð pyntuð til dauða
Öðrum börnum nauðgað
Dómstóll í Frakklandi hefur stað-
fest sektardóm yfir karlmanni sem
var gert að greiða fyrrverandi
eiginkonu sinni 10.000 evrur, jafn-
virði 1,6 milljóna króna, í skaða-
bætur fyrir að hafa ekki haft kyn-
mök við hana í mörg ár áður en þau
skildu fyrir tæpum þremur árum.
Dómstóllinn hafnaði þeirri afsökun
mannsins að hann hefði ekki getað
haft samfarir við konu sína vegna
vanheilsu og mikillar yfirvinnu.
Skaðabætur fyrir
skort á kynlífi
FRAKKLAND
Austur-Kongó hefur ekki verið á
meðal „heitustu“ ferðamannastaða
heimsins síðustu árin en það hefur
breyst vegna eldgoss sem hófst í
Nyamulagira-fjalli 6. nóvember.
Ferðamenn hafa flykkst til borgar-
innar Goma í austanverðu landinu til
að ferðast til þjóðgarðsins Virunga
sem er nálægt eldfjallinu. Ferða-
mennirnir geta dvalið á tjaldsvæði
um 1,5 kílómetra frá fjallinu og farið
í næturgöngu til að virða eldgosið
fyrir sér.
Ferðirnar njóta mikilla vinsælda
þótt yfirvöld í mörgum löndum hafi
varað fólk við því að ferðast til
Austur-Kongó vegna átaka sem hafa
geisað frá árinu 1998.
Reuters
Ferðafólk flykkist til Kongó
Bandaríski lækn-
irinn Conrad
Murray var í
gærkvöldi
dæmdur í 4 ára
óskilorðsbundið
fangelsi fyrir að
valda dauða
poppsöngvarans
Michaels Jack-
sons. Er það há-
marksrefsing í
Kaliforníu fyrir manndráp af gá-
leysi. Þá var Murray dæmdur til að
greiða börnum og fjölskyldu Jack-
sons bætur en upphæð bótanna
verður ákveðin síðar. Fjölskylda
Jacksons krafðist nærri 102 millj-
óna dala bóta.
BANDARÍKIN
Murray dæmdur í
fjögurra ára fangelsi
Conrad
Murray