Morgunblaðið - 30.11.2011, Síða 15
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
Ekki stendur til af hálfu Reykjavík-
urborgar að taka niður einstefnuskilti
við Suðurgötu þó svo formlegt sam-
þykki lögreglu höfuðborgarsvæðisins
við skiltunum liggi ekki fyrir. Viðræð-
ur standa yfir milli fulltrúa borgar-
innar og lögreglunnar og segir vara-
formaður umhverfis- og
samgönguráðs lítið bera í milli. Á
meðan samþykkt lögreglu fæst ekki
verða ökumenn þó ekki sektaðir þótt
þeir aki gegn einstefnumerkjunum.
Í Morgunblaðinu á mánudaginn
var rætt við Kristján Ólaf Guðnason,
yfirmann umferðardeildar lögreglu
höfuðborgarsvæðisins. Þar sagði
hann, að það gæti flokkast sem
skjalafals að halda merkjunum uppi
en með því gæfi borgin til kynna að
ólöglegt væri að aka inn Suðurgötu,
þó svo borgina skorti heimild til að
kveða á um að þar gilti einstefna.
Vilyrði fékkst frá lögreglunni
Kristín Soffía Jónsdóttir, varafor-
maður umhverfis- og samgönguráðs
Reykjavíkurborgar, segir að taka
beri fram, að borgin hefði verið komin
með vilyrði fyrir þessari leið. Frá lög-
reglunni hafi borist tölvupóstur þar
sem fram kom að þetta væri í lagi.
Hún segir að gatan hafi verið of
þröng fyrir tvístefnu, strætisvagnar
verið að missa spegla, svo eitthvað sé
nefnt. Því hafi þurft að grípa til að-
gerða. „Nú eru gerðar kröfur um að
þetta verði gert öðruvísi og við erum
að reyna að leysa þetta,“ segir Kristín
Soffía. „Þetta er hvorki pólitískt né
dramatískt mál og lítið ber í milli.“
Meðal þess sem deilt er um er
hvort hjólastígurinn eigi að fara gegn
einstefnu og hvort eigi að koma upp
kanti við enda hans. „Það eru allir að
skoða leiðbeiningar um gerðir á gang-
stígum og hjólastígum og öryggismál.
En ástæðan fyrir því að farið var af
stað með þetta var vilyrðið frá lög-
reglunni. Við töldum allar merkingar
í fullkomnu lagi þannig að við höfum
átt erfitt með að beygja okkur. Það
sem þeim hefur þótt ruglingslegt
þykir okkur ekki og um sumt erum
við ekki sammála.“
Þá tekur Kristín Soffía fram að ör-
yggismálin séu ávallt í fyrirrúmi og að
umferðaröryggissérfræðingar borg-
arinnar hafi ekki fundið neitt að þessu
fyrirkomulagi þó svo ítarlega hafi
verið farið yfir málið. Hún vonar að
hægt verði að leysa úr þessu máli sem
fyrst.
Veghaldari í stað lögreglu
Einnig var rætt við Ólaf Bjarnason,
samgöngustjóra Reykjavíkurborgar,
í Morgunblaðinu á mánudag og benti
hann á að deilur sem þessar yrðu úr
sögunni með nýjum umferðarlögum.
Innanríkisráðherra mælti fyrir um-
ferðarlögunum í febrúar síðastliðnum
en ekki tókst að afgreiða þau fyrir
þinglok, og verður frumvarpið lagt
fram að mestu óbreytt á yfirstand-
andi þingi.
Í frumvarpinu segir að veghaldari
skuli sjá um að setja upp umferðar-
merki og enginn megi án leyfis veg-
haldara setja merki á eða við veg. Er
orðalaginu breytt á þann veg að veg-
haldari kemur í stað lögreglustjóra.
En í núgildandi lögum segir að eigi
megi án leyfis lögreglustjóra setja
merki á eða við veg.
Jákvæð upplifun nágranna
Samstaða var um það í umhverfis-
og samgönguráði að koma á einstefnu
í götunni. Gísli Marteinn Baldursson,
fulltrúi Sjálfstæðisflokks í ráðinu,
segist hafa stutt tillöguna og að hún
hafi gefist vel. Fyrir utan það hversu
þröng gatan hafi verið og slys tíð á bíl-
um sökum þess hafi ökumenn einnig
ekið mjög greitt um Suðurgötuna.
Eftir breytinguna hafi dregið úr öku-
hraða og nágrannar lýst yfir ánægju
sinni með ákvörðunina og fram-
kvæmdina.
Að auki hafi verið komið fyrir hjól-
reiðastíg sem einnig hafi gefist vel og
hjólreiðafólk notað mikið.
Gísli segist lítið hafa komið að mál-
inu eftir að lögregla synjaði um heim-
ildina, en segist telja að ef lögregla
hafi efnislegar athugasemdir við fyr-
irkomulagið beri henni að senda þær
umhverfis- og samgöngusviði sem
muni þá leggja þær fyrir umhverfis-
og samgönguráð. Þannig ætti að vera
hægt að leysa málið mjög auðveld-
lega.
Skiltin verða ekki tekin niður
Morgunblaðið/Júlíus
Tvístefna? Bíl ekið löglega norður Suðurgötu gegn merktri einstefnu sem
er þó lögleysa því lögregluyfirvöld hafa ekki samþykkt einstefnuna.
Reykjavíkurborg hyggst ekki hreyfa við einstefnuskiltum við Suðurgötu þó svo formlegt samþykki
lögreglu fyrir þeim liggi ekki fyrir Viðræður standa yfir milli fulltrúa borgarinnar og lögreglunnar
Pattstaða
» Yfirmaður umferðardeildar
lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu segir lögreglu ítrek-
að hafa farið fram á það við
Reykjavíkurborg að breytingar
verði gerðar.
» Varaformaður umhverfis- og
samgönguráðs Reykjavík-
urborgar segir borgina eiga
erfitt með að beygja sig undir
vilja lögreglunnar.
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011
Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar
Reykjavíkur er hafin
Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur
íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning,
hver og einn eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma
s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is
„Málið er bara í vinnslu á vett-
vangi nefndarinnar,“ sagði Árni
Þór Sigurðsson, formaður utanrík-
ismálanefndar Alþingis, við frétta-
vef Morgunblaðsins, mbl.is, í gær-
morgun en nefndin ræddi á fundi
sínum tvær þingsályktunartillögur
frá þingmönnum stjórnarandstöð-
unnar sem lagðar voru fram í síð-
asta mánuði og snúa að mögulegri
málshöfðun á hendur erlendum
aðilum vegna Icesave-málsins og
beitingu breskra stjórnvalda á
hryðjuverkalögum gegn Íslandi í
kjölfar bankahrunsins haustið
2008.
Annars vegar er um að ræða
þingsályktunartillögu sem Árni
Johnsen, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, er flutningsmaður að
ásamt tveimur öðrum þingmönn-
um flokksins um málshöfðun og
skaðabótakröfu á hendur breska
ríkinu, Atlantshafsbandalaginu
(NATO) og Evrópusambandinu
(ESB). Hins vegar er um að ræða
tillögu sem Gunnar Bragi Sveins-
son, þingmaður Framsókn-
arflokksins, er flutningsmaður að
ásamt ellefu öðrum stjórnarand-
stöðuþingmönnum um málshöfðun
gegn Bretum vegna hryðjuverka-
laganna.
Afla gagna og fá gesti
Að sögn Árna var farið yfir
málið á fundi nefndarinnar í
morgun og það rætt. Engin
ákvörðun liggur hins vegar fyrir
um það hvort farið verður út í
málshöfðanir af hálfu Íslands
vegna Icesave-málsins enda sé
ótímabært að taka slíka ákvörðun.
Málið sé á byrjunarstigi og næstu
skref séu að afla gagna um málið
og kalla fólk fyrir nefndina vegna
þess.
Samkvæmt nýjum lögum um
störf Alþingis ber að skipa um-
sjónarmann með hverju slíku máli
sem heldur utan um það og var
ákveðið að Helgi Hjörvar, þing-
maður Samfylkingarinnar, tæki að
sér það hlutverk í tengslum við
þetta mál að sögn Árna.
hjorturjg@mbl.is
Engin ákvörðun
um málshöfðanir