Morgunblaðið - 30.11.2011, Side 6

Morgunblaðið - 30.11.2011, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011 Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði OSTABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772 og á ostabudin.is Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hólmfríður Stefánsdóttir fæddist í Grímsey en bjó frá 12 ára aldri á Ak- ureyri með móður sinni eftir að for- eldrarnir skildu. Hún er nú búsett á dvalarheimilinu Kjarnalundi þar í bæ og fagnaði 100 ára afmælinu í gær ásamt fjölskyldu sinni, m.a. systurinni Birnu, sem er 94 ára og einnig búsett á Kjarnalundi. Afmælisbarnið segist sjá illa og heyrnin er líka orðin léleg, en hún hló og gerði að gamni sínu þegar blaðamaður leit inn hjá henni í gær. „Æ, mér leiðist! En það er ekki nema ósköp eðlilegt,“ sagði hún. Kann samt vel við sig á Kjarnalundi og hefur ekki undan neinu að kvarta þar, en finnst reyndar að fjörið mætti alveg vera meira. „Þetta er ekki eins og þegar ég vann á síld fyr- ir austan og á Siglufirði. Þegar land- lega var hjá okkur dönsuðum við í eldhúsinu. Þá var heldur betur fjör,“ rifjar hún upp. Bætir svo við, skellihlæjandi: „Þeir eru svo and- skoti ljótir karl- arnir hérna!“ Eiginmaður Hólmfríðar, Ellert Þór- oddsson, lést árið 1972. Hafði þá verið mjög veikur í rúman áratug, eftir að hann „Þetta er mesta magn vopna sem fundist hefur í einni húsleit,“ sagði Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn lögreglu höfuð- borgarsvæðisins, í samtali við frétta- vef Morgunblaðsins í gær. Lögreglan lagði fyrir síðustu helgi hald á veru- legt magn af vopnum í tengslum við skotárásarmálið svonefnda í Bryggjuhverfi nýlega. Voru fjöl- miðlum sýnd vopnin um miðjan dag í gær. Talið er að málið tengist skotárás- inni við Bryggjuhverfið, en lög- reglan hefur farið í nokkrar húsleitir í tengslum við rannsókn á málinu. Í leitunum hefur fundist talsvert af fíkniefnum og einnig vopn. Í einni húsleitinni fundust fjórar byssur, þar af ein afsöguð haglabyssa, um fimm- tíu hnífar, hnúajárn og skotfæri. Vélhjólasamtök viðriðin málið Það var upplýst á blaðamanna- fundinum í gær að karlmaður, fædd- ur árið 1980, hefði verið handtekinn á mánudag í tengslum við vopna- fundinn. Hann hefur verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 8. desember. Sá hefur oft áður komið við sögu lög- reglu og segir lögregla hann vera fé- laga í vélhjólasamtökunum Outlaws. Ýmislegt þykir benda til þess að sá hópur tengist málinu. Tveir sitja því í gæsluvarðhaldi vegna skotárás- armálsins og einn hóf afplánun eldri dóms. Vélhjólasamtökin Outlaws tengj- ast samtökunum Black Pistons sem verið hafa töluvert til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Black Pistons urðu formlegir meðlimir Outlaws nýverið og eru því í grunn- inn sömu samtök. Skemmst er að minnast þess að tveir félagar sam- takanna voru dæmdir til fangels- isvistar fyrir frelsissviptingu og lík- amsárás. Haglabyssur og hnífar fundust við húsleit lögreglu  Félagi í vélhjólasamtökunum Out- laws handtekinn í tengslum við málið Morgunblaðið/Júlíus Vopnabúr Lagt var hald á fjölmörg vopn í húsleit lögreglu fyrir helgi. Íbúðalánasjóður hefur yfirtekið 2.038 íbúðir frá árinu 2006 en lang- flestar þeirra voru teknar yfir á ár- unum 2010 (872) og 2011 (564), eða 1.436 talsins. Heildarverðmæti eigna sem sjóðurinn hefur yfirtekið er rúmur 21 milljarður kr. Þetta kemur fram í svari velferð- arráðherra við fyrirspurnum Sig- mundar Ernis Rúnarssonar, þing- manns Samfylkingarinnar. Fram kemur að fjórðungur íbúðanna sé á Suðurnesjum, eða 470 íbúðir. Höf- uðborgarsvæðið kemur næst á eftir með 392 íbúðir. Heildarverðmæti eigna sem Íbúðalánasjóður hafi yf- irtekið ef miðað sé við fasteignamat 2011 sé rúmur 21 milljarður kr. Hefur tekið yfir 1.400 íbúðir á tveimur árum „Við höfum sagt við skólann að við skiljum að hann sé að fara fram á þetta núna. Þeir færa ágætis rök fyrir því og segjast vera farnir að nota hluta af rekstrartekjum sem eiga að fara í rekstur skólans í að fjármagna það sem skráningargjöldin eiga að gera,“ segir Lilja Dögg Jónsdóttir, formaður Stúdentaráðs, um þá breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis, að skrásetningargjald í ríkisháskólum verði hækkað úr 45 þúsund krónum í 60 þúsund krónur frá og með háskóla- árinu 2012-2013. Hún tekur fram að í yfirstandandi prófatíð hafi Stúdenta- ráð ekki haft færi á að setjast niður og fara heildstætt yfir tillöguna. Hins vegar sé frekar erfitt að kyngja því að skorið sé niður til háskólans á sama tíma og skráningargjöld til stúdenta eru hækkuð. Hækkunin virki eins og skref til skólagjalda. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segist hafa farið fram á hækkun skrásetningar- gjalda að beiðni rektora ríkisháskól- anna sem „hafa lagt fram ítarlega greinargerð um að kostnaður sem hef- ur verið talinn felast í þessu skráning- argjaldi hafi hækkað verulega út frá almennri vísitölu“. Sér þætti eðlilegt að leggja til hækkun í ljósi þess að námslán hafa hækkað um þriðjung á tveimur árum og gjöldin ekki hækkað síðan 2005. Katrín segir það LÍN að meta hvort skrásetningargjöldin verði lánshæf. „Stúdentar hafa lagt til að það yrði lán- að fyrir gjaldinu eða því skipt og ég legg það til í lagafrumvarpinu að því verði skipt.“ sigrunrosa@mbl.is „Erfitt að kyngja hækkun“  Formaður stúdentaráðs segir erfitt að una hækkun skráningargjalda á meðan skorið sé niður til háskóla  Ráðherra lagði til að greiðslunni yrði skipt upp Skráningargjöld » Hækkun skráningargjalda er ætlað að fjármagna aukinn kostnað ríkisháskólanna vegna launa- og gengishækkana. » Á meðan háskólunum er gert að skera niður hefur að- sókn í þá aukist með tilheyr- andi kostnaði. Hólmfríður Stefánsdóttir fæddist í Grímsey 29. nóvember 1911. Faðir hennar var Stefán Eðvaldsson sjómaður, bóndi og sigmaður í Efri-Sandvík og Vallakoti í Grímsey og móðir hennar hét Elín Halldórsdóttir. Hólmfríður átti tvær systur, Finnbjörg var elst, fædd 1875 en lést 1945, 69 ára að aldri, og yngst er Birna Sigrún, fædd 1917, nú 94 ára og einnig búsett á Kjarna- lundi. Eiginmaður Hólmfríður var Ellert Þór- oddsson vélstjóri á Akureyri og eignuðust þau sex börn. Þórhallur Stefán, Páll Elinór og Gunnar eru látnir en Kristrún Sig- urbjörg, Gauja og Guðmundur Ásgeir fögnuðu afmælinu með móður sinni í gær. Litla systir er bara 94 ára HÓLMFRÍÐUR OG BIRNA SIGRÚN Systurnar Hólm- fríður og Birna. fékk heilablóðfall. Elsta soninn missti Hólmfríður 29 ára gamlan þegar Súlan fórst og annar sonur hennar lést aðeins 22 ára. „Ég veit, vinur minn, hvað lífið er. Það hefur ekki alltaf verið létt. Ég er bæði búin að lifa gott og illt. En maður verður að taka lífinu, hvurnig sem það gengur.“ Hún hefur alltaf unnið mikið. Var í síldinni sem fyrr greinir og vann síð- an árum saman í fiski hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa. „Að hugsa sér að maður skuli vera orðinn 100 ára. Mér finnst ég að verða dálítið gömul! Það er algjör óþarfi að láta mig verða svona gamla; maður er víst ekki lengi að fara yfir, en ég ætla nú samt ekkert að fara þangað strax.“ Eftir að hafa svarað nokkrum spurningum snýr Hólmfríður taflinu við, þannig að vekur kátínu fjöl- skyldunnar. „Hvað vinnur þú vinur minn?“ spyr hún svo. Eftir að hafa fengið svar við því heldur afmælisbarnið áfram: „Ertu giftur?“ Gesturinn kýs að svara samvisku- samlega með jái. „Er það góð kona?“ – Aldeilis ljómandi góð, er svarið. „Eigið þið börn?“ Hún fær að vita um dæturnar þrjár. „Hvað segirðu, ertu alltaf að?“ Þá er mikið hlegið í Kjarnalundi. Hólmfríður hefði örugglega getað orðið góður blaðamaður. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Aldarafmæli Afkomendur Hólmfríðar og Ellerts Þóroddssonar heimsóttu móður sína í Kjarnalund í gær og fögn- uðu stórafmælinu. Hér er hún með börnum sínum, Kristrúnu Sigurbjörgu, Gauju og Guðmundi Ásgeiri. „Mér finnst ég að verða dálítið gömul“  Hólmfríður Stefánsdóttir á Akureyri varð 100 ára í gær Skannaðu kóðann til að lesa viðtal við Karl Steinar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.