Morgunblaðið - 30.11.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011
FYRIRALLT
– fyrst og
fremst
ódýr!
BAKSTUR
INN!
Reykjavík er óðum að taka á sig jólalegan svip
og í gær unnu starfsmenn borgarinnar að því að
setja upp jólatré á nýjum stað, við Hegningar-
húsið á Skólavörðustíg. Alls verða 25 tré sett
upp á götum borgarinnar og þetta árið fá borg-
arbúar nægan tíma til að njóta þeirra, enda er
aðventan sérstaklega löng, tæpar fimm vikur.
Það sama verður ekki sagt um jólahátíðina
sjálfa sem er með stysta móti, að minnsta kosti ef
miðað er við fjölda frídaga. Víst er að mörgum
þykir þetta súrt í broti en þá er um að gera að
leggja sig þeim mun meira fram við að njóta að-
ventunnar og spara hvergi við sig í mat og
drykk, söng og gleði, jólaljósum og samveru-
stundum og auðvitað dansi í kringum jólatréð.
Jólaskrautið setur sig ekki upp sjálft
Morgunblaðið/Golli
Hegningarhúsið fær sígrænan granna
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
„Þetta eru auðvitað ótíðindi,“ segir
Friðbert Traustason, stjórnarformað-
ur Samtaka starfsmanna fjármálafyr-
irtækja (SSF), en Íslandsbanki til-
kynnti í gær uppsagnir 42 starfsmanna
í höfuðstöðvum bankans og Byrs, 16
karla og 26 kvenna.
Að sögn Guðnýjar Helgu Herberts-
dóttur, upplýsingafulltrúa Íslands-
banka, eru uppsagnirnar hluti af hag-
ræðingu í kjölfar kaupa Íslandsbanka
á Byr en verið sé að ljúka sameiningu
höfuðstöðva í desember. Auk þeirra 42
sem var sagt upp hefur verið samið um
starfslok við 21 starfsmann. Guðný
segir þar um að ræða fólk sem hafi
sjálft verið búið að segja upp störfum
og fólk sem var boðið að fara fyrr á eft-
irlaun.
Þegar spurt er um uppsagnir vegna
sameiningar útibúa segir Guðný Helga
að frekari uppsagna sé að vænta vegna
hennar eftir áramót en starfsmönnum
hafi verið tilkynnt það síðasta fimmtu-
dag.
Gagnrýnir tímasetninguna
Friðbert segir uppsagnirnar ekki
koma á óvart þar sem Íslandsbanki
hafi tjáð SSF þegar kaupin á Byr voru
samþykkt að þau hefðu í för með sér
fækkun starfsmanna. Hann gagnrýnir
hins vegar tímasetningu uppsagnanna
nú rétt fyrir jól en vegna seinagangs
frá ríkisvaldinu hafi dregist að ganga
frá kaupunum.
Frá hruni hefur mikið verið rætt um
að fjármálakerfið sé of stórt og með of
marga starfsmenn en Friðbert segir
slíkar fullyrðingar fjarri sannleikan-
um. „Núna er fjöldinn kominn niður í
það sama og hann var á árunum 1992-
2003.“
Friðbert segir að með sameiningu
bankanna sé ekki hægt að tala um
frekari hagræðingu með því að fækka
fólki. Þar verði aðrar hagræðingarleið-
ir að koma til.
35% fækkun starfsmanna
Þegar farið er yfir stöðuna frá hruni
bendir Friðbert á að félagsmönnum
hjá SSF hafi fækkað um 2.000 síðustu
þrjú ár. Það sé 35% hlutfall af þeim
starfsmannafjölda sem var við störf í
fjármálastofnunum áramótin 2007-
2008. Af þeim sem hafa misst vinnuna
eru 80% konur en þær telja 95%
starfsmanna í þeim 50 útibúum sem
búið er að loka.
Í tilkynningu frá Íslandsbanka kem-
ur fram að starfsfólki verði veitt aðstoð
frá Hagvangi við atvinnuleit en einnig
standi þeim sálfræðiaðstoð til boða.
Segja upp 42 í höfuðstöðvum
Íslandsbanki hagræðir vegna kaupa á BYR Frekari uppsagna að vænta eftir áramót við samein-
ingu útibúa Bankastarfsmönnum fækkað um 2.000 frá upphafi árs 2008 80% þeirra eru konur
Friðbert
Traustason
Guðný Helga
Herbertsdóttir
Alþingi samþykkti í gær tillögu um viðurkenningu á
sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Tillagan var samþykkt
mótatkvæðalaust með 38 atkvæðum en þrettán þing-
menn Sjálfstæðisflokks greiddu ekki atkvæði. Með sam-
þykktinni er ríkisstjórninni falið að viðurkenna sjálfstætt
og fullvalda ríki Palestínu innan landamæranna frá því
fyrir sex daga stríðið árið 1967. Auk þess krefst Alþingi
þess af deiluaðilum fyrir botni Miðjarðarhafs að þeir láti
þegar í stað af öllum hernaði og ofbeldisverkum og virði
mannréttindi og mannúðarlög.
Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði Árni Þór Sigurðsson,
formaður utanríkismálanefndar, að um sögulega stund
væri að ræða. Amal Tamimi, varaþingmaður Samfylking-
arinnar, sem er upprunnin í Palestínu, tók undir orð
Árna Þórs og sagðist stolt af því að samþykkja tillögu um
viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður þingflokks
sjálfstæðismanna, sagðist vona að sú ákvörðun sem Al-
þingi væri að taka, um skilyrðislausan stuðning við við-
urkenningu Palestínu, yrði til góðs. Friður á svæðinu
væri markmið sem allir gætu stutt. Hún benti þó á að
mörg nágrannaríki Íslands fylgdu þeirri stefnu að skil-
yrði fyrir viðurkenningu væri að tekist hefði að koma á
friði.
Í þingsályktunartillögunni áréttar Alþingi að PLO,
Frelsissamtök Palestínu, séu hinn lögmæti fulltrúi allrar
palestínsku þjóðarinnar auk þess sem minnt er á rétt pal-
estínsks flóttafólks til að snúa aftur til fyrri heimkynna.
andri@mbl.is
Ríkisstjórnin viðurkenni
sjálfstætt Palestínuríki
Tillaga utanríkisráðherra
samþykkt mótakvæðalaust
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Fylgst með Hópur Palestínufólks fylgdist með á þing-
pöllum í gær þegar tillagan var samþykkt.
Öryrkjabandalag
Íslands krefst
þess að ríkis-
stjórnin hverfi
frá áformum sín-
um um frekari
skerðingar á lífs-
kjörum öryrkja,
fjórða árið í röð.
Í bréfi sem Guð-
mundur Magn-
ússon, formaður
ÖBÍ, sendi alþingismönnum í gær
segir að áratugalöng réttindabar-
átta öryrkja hafi verið færð aftur
um fjölda ára. Í frumvarpi til fjár-
laga árið 2012 er gert ráð fyrir að
hækkun bóta almannatrygginga
verði í samræmi við almenna hækk-
un kjarasamninga, eða 3,5%.
ÖBÍ segir að því sé ekki tryggð
sú krónutöluhækkun lægstu launa
sem kjarasamningar geri ráð fyrir,
að upphæð 11.000 kr. Áætluð
hækkun sé einnig mun lægri en
ákvæði 69. gr. almanntrygg-
ingalaga segi til um hvernig lífeyr-
isgreiðslur skuli breytast árlega.
Með hliðsjón af niðurstöðum
kjarasamninga ætti hækkun til ör-
orkulífeyrisþega að vera 6,5%.
Magnús segir að öryrkjar hafi
fyrstir orðið fyrir skerðingum við
bankahrunið, með loforði um að
þeir fengju fyrstir leiðréttingar
sinna mála þegar fjárhagsstaða rík-
issjóðs batnaði. Þá var talað um
þriggja ára tímabil sem nú sé liðið.
Stjórnvöld standi
við gefin loforð
gagnvart öryrkjum
Guðmundur
Magnússon
Ráðgert er að sameina átta
útibú sameinaðs Íslandsbanka
og Byrs í fjögur eftir áramót og
starfsemi verður haldið áfram
haldið í tveimur útibúum Byrs. Í
lista á vefsíðu Íslandsbanka
kemur fram að útibú bankanna í
Reykjanesbæ, Hafnarfirði og
Akureyri verða sameinuð en
starfsemi Byrs í Borgartúni fer
til Íslandsbanka á Kirkjusandi
Sameina átta
útibú í fjögur
SAMEINAÐUR BANKI