Morgunblaðið - 30.11.2011, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011
unarrými, sem gætu þá þurft að
fara annað ef þess er þá nokkur
kostur,“ segir Hafsteinn.
Stofnunin þarf að öllum líkindum
að fækka stöðugildum um 5-8, sem
gæti þýtt starfslok 8-11 starfs-
manna í stað 12-15 ef fjárlagafrum-
varpið hefði náð fram að ganga
óbreytt.
Um skil á tillögum um niður-
skurð segir Hafsteinn það vera
fjarri sanni að stofnunin hafi ekki
skilað þeim inn. Það hafi verið gert
8. nóvember sl. í framhaldi af heim-
sókn velferðarráðherra er hann
kom ásamt fylgdarliði til Sauðár-
króks. „Þetta er sérkennileg yfir-
lýsing,“ segir Hafsteinn og bætir
við að sér vitanlega hafi flestar ef
ekki allar heilbrigðisstofnanir verið
búnar að skila sínum tillögum.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
(HSS) er nú gert að skera niður um
50 milljónir króna í stað 75 milljóna
áður. Að sögn Sigríðar Snæbjörns-
dóttur, forstjóra HSS, hafa útgjöld
til stofnunarinnar dregist saman
um 22% frá árinu 2008. Það sé
ánægjulegt að kröfur um niður-
skurð fyrir næsta ár hafi minnkað.
„Engu að síður vantar mikið upp á
fjárveitingar til HSS ef samræmi
væri í fjárveitingum milli heilbrigð-
isumdæma miðað við höfðatölu og
enn meira þegar horft er á erfiðar
aðstæður í heilbrigðisumdæminu,“
segir Sigríður.
Hún er líkt og Hafsteinn ósátt
við það sem velferðarnefnd sendir
frá sér um skort á niðurskurðartil-
lögum frá stofnunum öðrum en
Landspítala. Tillögur HSS hafi
fyrst verið kynntar velferðarráð-
herra 21. október sl. og fyrir þing-
mönnum kjördæmisins, starfsfólki
HSS og fjölmiðlum fáum dögum
síðar. Einnig hafi velferðarráð-
herra komið í heimsókn ásamt
fylgdarliði 14. nóvember sl. þar sem
farið var yfir tillögurnar og áhrif
þeirra. Sigríður segir minni niður-
skurðarkröfu fyrst og fremst verða
nýtta til að mýkja áhrif áður til-
kynntra niðurskurðaraðgerða.
„Þjónusta við sjúklinga verður
eins og alltaf í forgrunni, reynt
verður að vernda hana eins og
mögulegt er. Ekki þarf að skerða
þjónustu í heilsugæslu né við aldr-
aða svo neinu nemi og reynt verður
að styrkja áfram geð- og sálfélags-
lega þjónustu,“ segir Sigríður.
Plástur en ekki lækning
Hærri framlög til heilbrigðisstofnana ekki sögð duga til að koma í veg fyrir uppsagnir og skerta þjónustu
Stjórnendur sjúkrastofnana segjast fyrir löngu hafa skilað inn tillögum sínum um niðurskurð
Hækkun heimilda á fjárlögum
Nokkrar tillögur meirihluta fjárlaganefndar, án millifærslna milli ráðuneyta
Samtals öll ráðuneytin: 4.084,60 milljónir kr. Tölur eru í milljónum króna
•Atvinnuleysistryggingasjóður 620
•Heilbrigðisstofnanir 256,7
•Landspítalinn 139,7
•Umboðsmaður skuldara 455
•Tannlækningar 140
•Sjúkraþjálfun 100
•Örorkuuppbót - aldurstengd 200
Velferðarráðuneytið
Samtals 1.920,9
•Dýpkun Landeyjahafnar 144
•Landhelgisgæslan v leigu á þyrlu 200
•Brú yfir Múlakvísl 300
•Rekstur Herjólfs 135
•Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 129
Innanríkisráðuneytið
Samtals 1.097,4
•Háskóli Íslands 475
•Húsafriðunarnefnd 26,8
Mennta- og menningar-
málaráðuneytið
Samtals 927,6
•Rannsóknanefndir Alþingis 140
•Fjölgun aðstoðarmanna ráðh. 37,1
Æðsta stjórn ríkisins
Samtals 350,8
•Endurgr. v/kvikmyndag. á Ísl 246,5
•Niðurgr. Húshitunarkostnaðar 30
Iðnaðarráðuneytið
Samtals 276,5
•Áhrif kjarasamninga 1.568,6
•Ófyrirséð útgjöld - lækkun -2.000,0
•Endurbætur Arnarhvols 50
•Tollstjórinn 45
Fjármálaráðuneytið
Samtals -316,4
•Alþjóðleg friðargæsla 89,2
•Þýðingarmiðstöð utn. 42,3
Utanríkisráðuneytið
Samtals 159,6
•Mannvirkjastofnun 63
•Vatnajökulsþjóðgarður 19
Umhverfisráðuneytið
Samtals 147,7
•Hagstofan 55
•Eftirlitsnefnd skuldaaðlögunar 50
Efnahags- og
viðskiptaráðuneytið
Samtals 103,5
Sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytið
Samtals 8
Sigríður
Snæbjörnsdóttir
Hafsteinn
Sæmundsson
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Þó að meirihluti fjárlaganefndar
hafi lagt til að útgjöld verði hækkuð
um rúma fjóra milljarða frá því sem
var í fjárlagafrumvarpinu vekja til-
lögurnar ekki alls staðar kátínu.
Þannig ríkir enn óánægja meðal
margra stjórnenda heilbrigðis-
stofnana á landsbyggðinni og sveit-
arstjórnarmanna á viðkomandi
svæðum. Hefur verið haft á orði að
þetta sé aðeins lítill plástur á sárið,
engin lækning eða alvörumeðferð.
Fyrir utan áframhaldandi skerð-
ingu á þjónustu beinist óánægjan
m.a. að því sem fram kemur í áliti
velferðarnefndar til fjárlaganefnd-
ar, þess efnis að tillögur hafi ekki
legið fyrir frá heilbrigðisstofnunum
um niðurskurð. Er því harðlega
mótmælt og segjast stjórnendur
stofnananna hafa sent þessar til-
lögur frá sér fyrir margt löngu.
Meirihluti fjárlaganefndar sam-
þykkir tillögur meirihluta velferð-
arnefndar, þess efnis að útgjöld vel-
ferðarráðuneytisins verði hækkuð
um 1,9 milljarða króna; fari úr
225,3 milljörðum króna í 227,2
milljarða.
Er lagt til að framlög til heil-
brigðisstofnuna á landsbyggðinni,
og Sjúkrahúsið á Akureyri er þar
meðtalið, verði hækkuð um alls 256
milljónir króna en hækkun eftir
einstökum stofnunum kom fram í
blaðinu í gær.
8-11 sagt upp í stað 12-15
Hafsteinn Sæmundsson, forstjóri
Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauð-
árkróki, segir stofnunina þurfa að
minnka umsvif sín á næsta ári um
40 milljónir króna, þó að niður-
skurðarkrafan hafi verið lækkuð
um 23,6 milljónir króna. Með lækk-
un takist vonandi að hlífa heima-
hjúkruninni.
Að sögn Hafsteins verður eftir
sem áður dregið úr komum sér-
fræðinga og endurhæfingu, auk
þess sem væntanlega þurfi að loka
sundlaug sem notuð hefur verið til
endurhæfinga og grípa þarf til enn
frekari hagræðingar á hjúkrunar-
deildum. „Þessar aðgerðir geta þýtt
að við verðum fljótlega komin með
10-15 manns á biðlista eftir hjúkr-
Við upphaf ann-
arrar umræðu
um fjárlögin á
Alþingi í gær
voru nokkrir
starfsmenn
Landspítalans
mættir til svo-
nefndra „hvítra
mótmæla“, til að
minna stjórnvöld
á mikilvægi þess
að standa vörð um spítalann.
Samkvæmt áliti fjárlaganefndar
fyrir 2. umræðu um fjárlögin er
lagt til að hækka framlög til Land-
spítalans um tæpar 140 milljónir
króna frá því sem kom fram í fjár-
lagafrumvarpinu fyrir árið 2012.
Haft var eftir Birni Zoëga, for-
stjóra Landspítalans, á mbl.is í gær
að þessi aukna fjárveiting yrði nýtt
til að opna deild á Landakoti fyrir
aldraða einstaklinga sem bíða eftir
vistunarúrræði.
„Ég held að stjórnarflokkarnir
hafi séð að það var búið að ganga
aðeins of langt í þessum efnum,“
sagði Björn m.a. og benti á að enn
væri verið að skera niður þó að
dregið hefði verið úr niðurskurði.
Þannig væri verið að taka 490 millj-
ónir af Landspítalanum, í stað 630
milljóna samkvæmt fjárlaga-
frumvarpinu. Frá árinu 2008 hefur
rekstrarfé spítalans verið skorið
niður um 23% og starfsfólki fækkað
um 600 á þeim tíma.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Mótmælt Starfsfólk Landspítalans
fjölmennti á þingpallana í gær.
Starfsmenn
mótmæltu
á Alþingi
Björn Zoëga
Spítalinn Ráðgjafarnefnd LSH gerði velferðarnefnd Alþingis grein fyrir
því hvað gríðarlegur niðurskurður myndi þýða fyrir starfsemi spítalans.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Ráðgjafarnefnd Landspítalans hef-
ur þungar áhyggjur af áhrifum frek-
ari niðurskurðar á starfsemi sjúkra-
hússins og segir að bæta verði
þjónustu við aldraða. Landspítalinn
hefur ekki getað keypt nýjustu
gerðir lyfja í nokkurn tíma og stór
hluti tækjabúnaðar er orðinn úrelt-
ur.
„Við fórum á fund velferðarnefnd-
ar Alþingis og gerðum nefndinni
grein fyrir því hvað þessi gríðarlegi
niðurskurður þýddi fyrir starfsemi
Landspítalans og hefði þegar þýtt,“
segir Ingibjörg Pálmadóttir, fyrr-
verandi heilbrigðisráðherra og for-
maður ráðgjafarnefndarinnar.
Nefndin er ráðherraskipuð og í
henni sitja níu manns.
„Við lögðum til að 22 rúma deild
yrði opnuð á Landakoti, en þeirri
deild var lokað í september í fyrra.
Þarna eru uppbúin rúm og það væri
hægt að leysa vandann strax eftir
hádegi ef hún yrði opnuð.“ Að sögn
Ingibjargar væri deildin þá hugsuð
fyrir aldraða, sem eru að bíða eftir
að komast inn á hjúkrunarheimili og
þá sem þurfa á endurhæfingu að
halda eftir innlögn á spítala. „Þessi
hópur er í sárri þörf fyrir sjúkrarúm
og það er grátlegt að sjá þessa lok-
uðu deild,“ segir Ingibjörg. „En
þetta myndi kosta um 150 milljón-
ir.“
Aðrar tillögur nefndarinnar snúa
að tækjabúnaði og lyfjum. „Mörg
tæki Landspítalans eru orðin af-
skaplega gömul og það er jafnvel
erfitt að fá fé fyrir viðgerðarkostn-
aði. Það þyrfti innspýtingu í þennan
málaflokk og lágmarkið væri að
setja í hann 350 – 400 milljónir,“
segir Ingibjörg og nefnir sem dæmi
geislameðferðartæki og æðaþræð-
ingartæki, sem eru orðin meira en
15 ára gömul.
„Svo er ekki síður alvarlegt að
ekki er hægt að taka inn ný lyf á
spítalann. Það er mjög mikil þróun í
lyfjum og auðvitað vilja allir fá nýj-
ustu og bestu lyfin. En þau eru dýr-
ari og því hefur spítalinn þurft að
halda að sér höndum varðandi kaup
á þeim. Tvær tegundir af krabba-
meinslyfjum eru einu nýju lyfin sem
hafa verið keypt á sjúkrahúsið í
langan tíma.“
Ingibjörg segir að velferðarnefnd
hafi sýnt skilning á tillögum ráðgjaf-
arnefndarinnar. „Það er auðvitað
búið að skera niður um 25% til
Landspítalans frá árinu 2008 og það
er ótrúlegt hversu vel sjúkrahúsinu
hefur verið stýrt á þessum tíma. En
allt á sín mörk og ég tel að við séum
komin að þolmörkum, hvað varðar
starfsemina en ekki síður sjúk-
lingana. Landspítalinn þarf að vera
öruggur, þetta er flaggskip heil-
brigðisþjónustunnar hér á landi.
Það hefur komið mér á óvart hvað
umræðan hefur verið lítil um þann
mikla vanda sem steðjar að heil-
brigðisþjónustunni. Hún er raun-
verulega hornsteinn hvers byggðar-
lags og það segir sig sjálft að þegar
mikið er þrengt að í byggðarlög-
unum, þá eykur það enn þrýstinginn
á Landspítalann,“ segir Ingibjörg.
Úrelt tæki og lokaðar deildir
Mörg tæki Landspítalans orðin afskaplega gömul og erfitt orðið að fá fé fyrir viðgerðakostnaði
Ráðgjafarnefnd Landspítalans hefur þungar áhyggjur af áhrifum frekari niðurskurðar á starfsemi