Morgunblaðið - 30.11.2011, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, býður að venju þing-
mönnum á Bessastaði í tilefni full-
veldisdagsins, 1. desember. All-
margir liðsmenn stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar Alþingis hyggjast
ekki mæta. Meðal þeirra er Álfheið-
ur Ingadóttir, VG, en Álfheiður hef-
ur gagnrýnt forsetann harkalega.
„Ég vil bara halda upp á fullveld-
isdaginn með öðrum og meira við-
eigandi hætti en að þiggja heimboð
frá Ólafi Ragnari,“ segir Álfheiður.
„Ég ætla að vera fyrir norðan að
hlusta á erindi um stjórnarskrána.“
Samfylkingarþingmaðurinn Val-
gerður Bjarnadóttir er formaður
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Háskólarnir hafa verið með mál-
þing um fjóra þætti úr stjórnlaga-
ráðstillögunum og það verða flutt
erindi um þessi efni á Akureyri 1.
desember,“ segir Valgerður. „Við
vorum öll nema
einn nefndar-
maður sammála
um að það væri
gaman að taka
þátt í þessu, við
ætlum líka að
hitta og spjalla
við fólk á Akur-
eyri. Ætlunin var
að hafa þetta
formlegan fund
en það var gagnrýnt þannig að við
köllum þetta bara heimsókn.
Við komum heim með vél sem
lendir kl. 17:55 og boðið hjá forset-
anum er 18:30 þannig að við náum
því. Og ég ætla í boðið!“
Vigdís Hauksdóttir, Framsókn-
arflokki, er ósátt við heimsóknina og
bendir á að Alþingi hafi aldrei starf-
að með neinum hætti á fullveldisdag-
inn, fyrir því sé löng hefð. Hún boðar
forföll. „Við þurfum að halda í okkar
hefðir, þetta er ekkert annað en
formlegur fundur í mínum huga. Og
ég er búin að leggja fram kvörtun
við forsætisnefnd Alþingis þar sem
ég mótmæli þessum vinnubrögðum.“
„Það stendur þannig af sér að ég
ætla að gera annað þetta kvöld,
ákvað það fyrir löngu,“ segir Jónína
Rós Guðmundsdóttir, Samfylking-
unni, og segir alrangt að lesa ein-
hver skilaboð úr því. „Við sýnum for-
setanum ekki vanvirðingu þótt við
getum verið mishrifin af ákveðnum
orðum hans og gerðum.“
Þiggur ekki heimboð forseta
Álfheiður Ingadóttir heldur upp á fullveldisdaginn með „öðrum hætti“
Þingforseta send kvörtun vegna ferðar nefndar norður á Akureyri sama dag
Vigdís
Hauksdóttir
Álfheiður
Ingadóttir
Ólafur Ragnar
Grímsson
Óeðlilegt er að þingið sé leynt
samningum líkt og virðist vera með
samning um undanþágur frá
skattalögum vegna sk. IPA-styrkja.
Þetta sögðu þingmenn Framsókn-
arflokksins, þeir Ásmundur Einar
Daðason og Gunnar Bragi Sveins-
son, á Alþingi í gær.
Morgunblaðið greindi frá því í
gær að stjórnvöld og framkvæmda-
stjórn ESB ynnu að samningi um að
þeir sem hlytu sk. IPA-styrki vegna
undirbúnings aðildar Íslands væru
undanþegnir íslenskum skatta- og
tollalögum.
Gunnar Bragi krafðist þess að
samningurinn yrði kynntur á næsta
fundi utanríkismálanefndar. Hann
óskaði jafnframt eftir því að fulltrú-
ar utanríkisráðuneytisins mættu á
fundinn til að svara fyrir málið.
Sonning-verðlaunin skattfrjáls
Styrkir eru almennt skattskyldir
en verði af því að IPA-styrkir Evr-
ópusambandsins fái undanþágu frá
skattalögum er það þó ekkert eins-
dæmi, að sögn Skúla Eggerts Þórð-
arsonar ríkisskattstjóra. Fordæmi
séu fyrir undanþágum vegna
styrkja og bóta á ýmsu formi.
„Það eru til dæmis styrkir meðal
listamanna sem ekki eru skatt-
lagðir. Sonning-verðlaunin, sem
Halldór Laxness hlaut, voru ekki
skattlögð sem dæmi.“ Auk þess sé
almennt ákvæði í tekjuskattslögum
um að styrkir af ákveðinni tegund
frá hinu opinbera séu ekki skatt-
lagðir, s.s. barna- og vaxtabætur.
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Gunnar Bragi Sveinsson fer
fram á fund í utanríkismálanefnd.
Óeðlilegt að
samningum
sé leynt
Vill fund um IPA-
styrki og skattalög
Allra hörðustu hlaupararnir láta smáfrost lítið á
sig fá en um fimm gráða frost var á höfuðborg-
arsvæðinu síðdegis í gær. Mikið hefur verið ritað
og skrafað um miklar frosthörkur sem spáð var í
dag en eitthvað virðist hafa dregið úr því þar
sem á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir 5-7
gráða frosti.
Á morgun verður hiti í kringum frostmark en
spáð er snjókomu og síðar éli um vestanvert
landið og dálítilli ofankomu á austanverðu land-
inu síðdegis. Sömuleiðis er spáð snjókomu og éli
á föstudag og um helgina.
Morgunblaðið/Ernir
Snjór og hálka stöðva ekki staðfasta hlaupara
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Líklegt er nú talið að þau Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra muni fyrir árslok skýra frá uppstokk-
un í ríkisstjórn en varla fyrr en eftir að afgreiðslu
fjárlaga er lokið. Stefnt er að því að það verði 7. des-
ember. Hluti af þessari uppstokkun mun verða
brotthvarf Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra
og ef til vill fleiri ráðherra, að sögn heimildarmanna.
En ekki er víst að það gangi eftir án hávaða.
Hætti Jón að styðja stjórnina ef hann verður lát-
inn víkja er þingmeirihlutinn fallinn. En bent er á
að Guðmundur Steingrímsson, sem var framsókn-
armaður en er nú utan flokka, hafi áður lýst því yfir
að hann myndi verja ríkisstjórnina falli ef borin yrði
upp vantrauststillaga.
Stuðningsmenn Jóns eru byrjaðir að safna yfir-
lýsingum og undirskriftum um stuðning við áfram-
haldandi ráðherradóm hans. Þetta staðfesti Anna
Ólafsdóttir Björnsson, sem er liðsmaður VG á
Álftanesi og fyrrverandi þingmaður Kvennalistans,
í gær í samtali við mbl.is. „Ef einhver er að reyna að
koma honum frá er það út af ESB-málunum,“ sagði
Anna og bætti við að hún styddi þá viðspyrnu sem
Jón hefði sýnt í þeim málum. Stuðningsmenn Jóns
hyggjast einnig birta auglýsingar í fjölmiðlum, að
sögn heimildarmanna.
Ráðamenn flokksins, einkum Steingrímur, sættu
í gær harkalegri gagnrýni eigin flokksmanna fyrir
að taka ekki upp hanskann fyrir Jón, nú þegar sam-
fylkingarmenn reyndu að bola honum úr stjórn.
Steingrímur sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að
líklegt væri að breytingar yrðu á stjórninni áður en
kjörtímabilið væri á enda 2013.
Stefna að því að stokka upp
í ríkisstjórn fyrir árslok
Safna stuðningsyfirlýsingum við áframhaldandi ráðherradóm Jóns Bjarnasonar
Meirihlutinn í Kópavogsbæ gerir
ráð fyrir þéttu aðhaldi í rekstri bæj-
arins, en ekki miklum niðurskurði. Í
fjárhagsáætlun fyrir árið 2012, sem
lögð var fram til fyrri umræðu á
bæjarstjórnarfundi í gær, er gert
ráð fyrir 105,6 milljóna króna
rekstrarafgangi af samstæðu.
Reiknað er með að ýmis álögð
gjöld hækki til að standa undir
auknum rekstrarkostnaði en að
álagningahlutfall fasteignagjalda
verði óbreytt. Sjálfstæðismenn í
Kópavogsbæ gagnrýna að í fjár-
hagsáætluninni sé engin tilraun gerð
til sparnaðar í rekstri, en tekjustofn-
ar þandir til hins ýtrasta.
Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks
er m.a. bent á hækkun fasteigna-
skatts umfram almennar verðhækk-
anir og sorphirðugjald, sem hækkar
um tæp 30%. Þá boði fjárhagsáætl-
unin aukna skuldsetningu, en engar
markvissar aðgerðir séu lagðar fram
um lækkun skulda.
Boða hækk-
un gjalda
Bæði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður
Vinstri-grænna, og Ögmundur Jónasson innan-
ríkisráðherra sögðust í gær styðja Jón Bjarna-
son. „Hann hefur staðið manna mest á þeirri
grunnstefnu Vinstri-grænna að hafna aðild að
Evrópusambandinu og er lykilmaður í þeim
efnum innan VG. Það væri náttúrlega gríðar-
legt áfall fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt
framboð ef hún ætlaði nú að snúa baki við
þessum ráðherra,“ sagði Guðfríður Lilja.
Stuðningur við Jón
ÖGMUNDUR OG GUÐFRÍÐUR LILJA