Morgunblaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011 leið nýja öryggisálmu við fangelsið á Litla-Hrauni frekar en nýtt ör- yggisfangelsi á höfuðborgarsvæð- inu, hvort sem það yrði á Hólms- heiði eða öðrum stað. Við erum með vel rekið fangelsi á Litla- Hrauni, sem þarf að laga og byggja við. Þetta er bara spurning um útfærslu á þeirri hugmynd,“ segir Björgvin og telur að meiri- hluti sé fyrir því innan stjórnar- flokkanna að fara þessa leið, og jafnvel með stuðningi fleiri flokka á Alþingi, t.d. Sjálfstæðisflokksins. Í tilefni þessa álits sendi Páll Winkel, forstjóri Fangelsismála- stofnunar, þingmönnum bréf, þar sem hann vildi leiðrétta misskiln- ing í áliti þingnefndarinnar. Aldrei hafi staðið til að byggja örygg- isfangelsi í Reykjavík heldur ein- ungis lokað fangelsi sem eigi að hýsa gæsluvarðhald og móttöku- og skammtímavistun ásamt kvennadeild. Mikilvægt sé að rugla ekki saman lokuðu fangelsi og öryggisfangelsi, sem sé marg- falt dýrari og flóknari bygging. „Fangelsiskerfið vantar ekki nýja öryggisálmu, hvorki í Reykja- vík né á Litla-Hrauni. Hins vegar er núverandi öryggisálma á Litla- Hrauni nýtt fyrir gæsluvarðhald og því nauðsynlegt að koma gæslu- varðhaldinu frá Litla-Hrauni svo unnt sé að nýta öryggisganginn þar sem eiginlegan öryggisgang,“ segir Páll í bréfinu. Efla þarf innviði Litla-Hrauns Hann segir einnig að aðstaðan á Litla-Hrauni, s.s. vegna vinnu, náms og heimsókna, beri ekki fleiri fanga. Sé ætlunin að fjölga föngum á Litla-Hrauni þurfi að byggja við alla sameiginlega að- stöðu. Þá sé það brýnt öryggis- atriði að hægt sé að aðskilja hættulega fanga milli fangelsa en ekki einungis milli deilda. „Fangelsismálastofnun hefur mótað framtíðarsýn sína fyrir fangelsiskerfið í heild. Í stuttu máli er framtíðarsýnin varðandi byggingamál á þá leið að Litla- Hraun gegni áfram hlutverki öruggasta fangelsis landsins. Þar þarf að efla innviðina, þ.e. ytra ör- yggi, en ekki fjölga föngum fyrr en þeirri uppbyggingu er lokið. Gæsluvarðhald, móttaka, skamm- tímavistun og sérstök kvennadeild verði í nýju lokuðu fangelsi annars staðar, en ljóst er að hagkvæmast er að það verði í Reykjavík, m.a. vegna flutningskostnaðar. Opin fangelsi verði á Kvíabryggju og Bitru. Fangelsið á Akureyri, sem er lokað fangelsi, verði rekið áfram í sömu mynd og nú er,“ segir enn- fremur í bréfi Páls Winkel til þing- manna. Morgunblaðið/RAX Litla-Hraun Þingmenn í meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar vilja að byggð verði ný öryggisálma á Litla-Hrauni. Efasemdir um Hólmsheiði  Allsherjar- og menntamálanefnd með nokkrar efasemdir um nýtt fangelsi á Hólmsheiði  Forstjóri Fangelsismálastofnunar leiðréttir þingmenn í bréfi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hegningarhúsið Húsnæði þess við Skólavörðustíg er fyrir löngu orðið úrelt til að hýsa þar fanga. Mynd úr safni tengist efni fréttarinnar óbeint. BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Miklar efasemdir koma fram í áliti meirihluta allsherjar- og mennta- málanefndar Alþingis til fjárlaga- nefndar um fyrirætlan og hag- kvæmni þess að byggt verði annað öryggisfangelsi á Hólmsheiði, nokkra tugi kílómetra frá Litla- Hrauni. Beinir meirihlutinn því til ríkisstjórnarinnar að endurskoða þessi áform og að í staðinn verði byggt komu- og gæsluvarðhalds- rými í Reykjavík í stað fangels- isins á Skólavörðustíg og Kvenna- fangelsisins í Kópavogi. Einnig verði bætt við nýrri öryggisálmu á Litla-Hrauni. „Hagkvæmni þess að reka tvö öryggisfangelsi á sama atvinnu- svæði blasir ekki við og því er mik- ilvægt að þessi áform verði end- urmetin hið fyrsta,“ segir í áliti nefndarinnar á hugmyndum sem komið hafa frá Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði. Björgvin G. Sigurðsson, formað- ur allsherjar- og menntamála- nefndar, segir meirihluta nefndar- innar hafa beint því til fjárlaganefndar að kanna betur þessi fangelsisáform út frá hag- kvæmnissjónarmiðum. „Það hefur verið mín skoðun að frekar ætti að skipta þessu svona upp, að byggja gæsluvarðhalds- fangelsi í Reykjavík og byggja um „Mundu að selj- andinn er búinn að fá greitt fyrir gjafabréfið og ef hann neitar þér um þjónustu jafngildir það því að hann taki gjöfina þína og stingi henni í vasann sinn.“ Þetta segir í frétt Neytendasamtakanna um gjafabréf þar sem tekið er fram að miðað við þann fjölda gjafabréfa- kvartana sem Neytendasamtökin fá sé rétt að fara varlega í sakirnar. Nær allar kvartanirnar snúast um að seljendur meini við- skiptavinum sínum að nýta gjafa- kort vegna þess að gildistíminn sé útrunnin. Því er eigendum gjafa- bréfa bent á að draga ekki lengi að leysa út gjafabréf. Eigendaskipti eða gjaldþrot geta gert gjöfina verðlausa. Tekur gjöf- ina og stingur í vasann Töluverð fjölgun hefur orðið á brotum gegn ýmsum flokkum í áfengislögum á undanförnum misserum. Í af- brotatölfræði ríkislögreglustjóra fyrir síðasta ár, sem ný- verið kom út má sjá að bruggun hefur aukist og eins ólög- leg sala áfengis. Mest fjölgun var þó í brotum vegna burðar á áfengi inn á veitingastaði í óleyfi. Þegar borin eru saman síðasta ár og meðaltal áranna 2007 til 2009 má sjá að brotum vegna burðar áfengis inn á veitingastaði í óleyfi fjölgaði um 408%. Þá fjölgaði brot- um í flokknum „ólöglegur tilbúningur áfengis“ eða bruggun um 161% og í flokknum „ólögleg sala áfengis“ um 159%. Segir í afbrotatölfræðinni að síðarnefndu flokkarnir tveir haldist oft í hendur. Þrátt fyrir fjölgunina í umræddum flokkum hefur áfengislagabrotum fækkað í heildina litið. Skráð voru 780 áfengislagabrot á síðasta ári en þau voru að meðaltali 932 á ári árin 2007 til 2009. Ástæða þess að fækkun er í brota- flokknum í heild er sú að um 30% fækkun varð á ölvun á almannafæri en það er langstærsti flokkurinn. Slík brot voru 578 á síðasta ári. andri@mbl.is Fleiri fara með áfengi inn á veitingastaði  Brotunum fjölgaði um 408% frá árunum 2007 til 2009 Morgunblaðið/G.Rúnar Djammað Fleiri taka með sér áfengi á veitingastaði. Jarðvangur á inn- anverðu Snæfells- nesi er settur inn sem hugmynd í drög að nýju að- alskipulagi Eyja- og Miklaholts- hrepps. Skipu- lagsvinnan og jarðvangs- hugmyndin verð- ur kynnt á íbúa- fundi í Breiðabliki nk. laugardag og segir Guðrún Jónsdóttir arkitekt að ef hugmyndin fái góðar undirtektir verði jarðvangurinn útfærður nánar í skipulaginu. Haraldur Sigurðsson eldfjalla- fræðingur mun kynna vinnu und- irbúningshóps að mótun jarðvangs á Snæfellsnesi á fundinum og sagt verður frá Kötlu jarðvangi á Suður- landi og hugmyndum um jarðvang á Reykjanesi. Aðalskipulag Eyja- og Miklaholts- hrepps er í kynningarferli. Þar er gerð grein fyrir jarðvangshugmynd- inni. Einnig í aðalskipulagi Helga- fellssveitar sem enn er í vinnslu. Hug- mynd Haraldar og félaga gengur út á að jarðvangurinn nái til stærra svæð- is á innanverðu Snæfellsnesi. Þeir sem koma að skipulagsvinn- unni telja tímabært að efna til kynn- ingar- og umræðufundar um jarð- vanginn. Fundurinn verður í félagsheimilinu Breiðabliki laug- ardaginn 3. desember og hefst klukk- an 14. Hugmynd um jarðvang á Snæfellsnesi Haraldur Sigurðsson Ríkisendurskoðun telur óvíst að Hólaskóli sé hagkvæm rekstrarein- ing. Fjárveitingar til skólans hafa hingað til ekki verið í samræmi við almennar reglur um fjárveitingar til háskóla og nam uppsafnaður rekstr- arhalli og aðrar skuldir skólans meira en 200 milljónum króna í lok síðasta árs. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkisendurskoðunar. Í skýrslunni er mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið hvatt til að ákveða framtíð Hólaskóla. Að mati ríkisendurskoðunar eru þrír kostir; skólinn starfi áfram sem sjálfstæður opinber háskóli, sameinist öðrum háskóla eða verði gerður að sjálfs- eignarstofnun á forræði þeirra at- vinnugreina sem nám skólans lýtur að. Verði Hólaskóli áfram rekinn sjálfstætt telur Ríkisendurskoðun að ráðuneytinu og stjórnendum skólans beri að tryggja að rekstur hans byggist á raunhæfum for- sendum og rúmist innan fjárheim- ilda. Samkvæmt almennum reglum um fjárveitingar til háskóla miðast fjár- veitingar einkum við fjölda svokall- aðra ársnemenda, þ.e. ígildi nem- enda sem stunda fullt nám í eitt ár. „Hingað til hafa ársnemendur Hóla- skóla verið of fáir til að skólinn geti fallið að reglunum. Á hinn bóginn hamla heildartekjur hans og að- staða, einkum til bóklegs náms, því að hann geti tekið við mikið fleiri ársnemendum en nú er gert,“ segir í skýrslunni. Óvíst að Hólaskóli sé hagkvæm eining  Meira en 200 milljónir í skuldir og halla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.